Morgunblaðið - 27.08.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Bakvörðurinn sem drap
2. Rangir útreikningar í kynningu WOW
3. „Það var skelfing í augunum á fólki“
4. Ákærður fyrir peningaþvætti …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Xiaolu Guo fjallar um
verk sín í Veröld
Kínversk-breski rithöfundurinn og
kvikmyndagerðarkonan Xiaolu Guo
heldur fyrirlestur annað kvöld,
þriðjudagskvöld, kl. 19.30 í Veröld –
húsi Vigdísar. Uppvaxtarsaga hennar,
Einu sinni var í austri, kom út á ís-
lensku fyrir skömmu. Að fyrirlestri og
umræðum loknum verður sýnd heim-
ildarmynd sem Xiaolu Guo gerði um
heimsókn foreldra sinna til Evrópu.
Landsbókasafn
Íslands – Há-
skólabókasafn er
200 ára um þess-
ar mundir og er
opinber afmælis-
dagur 28. ágúst.
Af því tilefni eru
ýmsir viðburðir í
safninu í ár en á
afmælisdaginn á morgun er almenn-
ingi boðið að koma í heimsókn og
skoða húsakynnin. Kl. 13 verður leið-
sögn um sýninguna Tímanna safn.
Boðið í heimsókn á
200 ára afmælinu
Finnski uppistandarinn Ismo
Leikola ferðast nú um heiminn und-
ir yfirskriftinni Words Apart og í
kvöld klukkan 20
verður hann með
uppistand á og
um ensku í
Tjarnarbíói.
Ismo hefur unnið
keppnina
„Fyndnasta per-
sóna jarðar“ í
Laugh Factory
í Hollywood.
Ismo kannar ýmsa
kima enskunnar
Á þriðjudag Austan- og síðar norðanátt, 8-15 m/s norðvestan-
lands og með norðurströndinni en hægari vestlæg eða breytileg
átt annars staðar. Rigning í flestum landshlutum fram eftir morgni.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s sunnan- og vestantil
en 15-20 syðst síðdegis. Rigning, talsverð á köflum en hægari
vindur og úrkomulítið nyrðra og eystra. Hiti 6 til 13 stig.
VEÐUR
KR heldur þriggja stiga for-
skoti á FH í baráttunni um 4.
sæti Pepsi-deildar karla í
knattspyrnu eftir leiki helg-
arinnar, nú þegar fjórar um-
ferðir eru eftir af deildinni.
KR rúllaði yfir ÍBV og FH
vann Keflavík suður með sjó
þar sem tvö sjálfsmörk voru
skoruð. Tap Keflvíkinga þýð-
ir að þeir eru fallnir aftur
niður í 1. deild en þeir hafa
ekki unnið neinn af 18 leikj-
um sínum hingað til. »4
FH og KR bítast
um Evrópusæti
Maurizio Sarri ætlar að gefa leik-
mönnum sínum hjá Chelsea 1-2 mán-
uði til að læra að vinna eftir sinni
hugmyndafræði. Ítalski stjórinn sá lið
sitt vinna þriðja sig-
urinn í röð í ensku
úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gær
og gera ýmislegt
það sem fellur
að hans hug-
myndum. »6
Safna sigrum í miðju
aðlögunarferli
Breiðablik og Þór/KA gerðu ekki nein
stór mistök þegar 15. umferð Pepsi-
deildar kvenna í knattspyrnu var öll
leikin um helgina. Tvö stig skilja liðin
að á toppi deildarinnar og þau mæt-
ast einmitt á Akureyri næstkomandi
laugardag. HK/Víkingur og KR fóru
langt með að tryggja sér áframhald-
andi veru í deildinni en fall blasir við
FH og Grindavík. »5
Titill í húfi á Akureyri
um næstu helgi?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Lísbet Sigurðardóttir
lisbet@mbl.is
Gunnar Gíslason, bráðum 92 ára
gamall, mætir daglega til vinnu á
smurstöðina Klöpp sem hann hefur
rekið í yfir 50 ár. Gunnar, sem hefur
starfað við smurningu bíla og fleira
því tengt frá árinu 1945, gaf sér tíma
milli anna til þess að setjast niður
með blaðamanni og stikla á stóru um
það sem hefur drifið á daga hans.
Gunnar er fæddur árið 1926 í
Reykjavík. Hann bjó lengst af í
miðbæ Reykjavíkur, á Óðinsgötu, en
þar var nokkuð öðruvísi um að litast í
uppvexti Gunnars en nú er. „Ég rak
kýr frá Óðinsgötu út á Reykjavík-
urflugvöll, yfir Valsvöllinn,“ segir
Gunnar þegar hann hefur boðið
blaðamanni inn á kaffistofu smur-
stöðvarinnar við Vegmúla.
Hóf eigin rekstur þrítugur
Gunnar gerðist sendill fyrir Veð-
urstofu Íslands þegar hann var átta
ára gamall og bar út veðurskeyti sem
komu til landsins. Það var hans fyrsta
starf. Hann gekk í Miðbæjarskólann
við Fríkirkjuveg og fékk þá vinnu, 15
ára gamall, í sænska frystihúsinu
sem var við Sæbraut, við ýmis störf.
„Þaðan fór ég í Blikksmiðju
Reykjavíkur. Ég minnist þess að einn
morguninn þegar ég var að koma til
vinnu klukkan átta um morguninn,
flaug þýsk herflugvél rétt yfir haus-
inn á mér,“ segir Gunnar. Hann hóf
svo störf hjá Olíuverslun Íslands í
Hafnarstræti við smurningu bíla árið
1945, þá 18 ára gamall. Þar lærði
hann til verka en hann kveðst þó allt-
af hafa haft áhuga á tækjum og við-
gerðum.
„Þegar ég átti heima á Óðinsgöt-
unni var verkstæði fyrir ofan húsið.
Þar voru þeir að búa ýmislegt til,
skíðasleða, bedda og fleira. Ég fékk
að fara þarna og var stundum að
hjálpa þeim,“ segir Gunnar sem jafn-
framt hefur smíðað þrjú hús um æv-
ina.
Þegar Gunnar var ungur að árum
var hann einnig liðtækur í íþróttum
og keppti í flestum þeim íþróttum
sem hann komst í fyrir Ármann og
Val. „Ég keppti m.a. í spretthlaupi og
vann til verðlauna. En svo var maður
að gera svo mikið, vinna og annað. Á
þessum tíma var lítill mannskapur og
allir þurftu bara að vinna,“ segir
Gunnar.
Árið 1957 hóf Gunnar eigin rekstur
í félagi við nokkra félaga sína. Fyrst
var smurstöðin á Skúlagötu en árið
1988 flutti Gunnar reksturinn í Veg-
múla ásamt sonum sínum þar sem
smurstöðin Klöpp er í dag. Hann
mætir enn til vinnu daglega og tekur
daginn snemma, er kominn fyrstur á
morgnana og fer síðastur heim.
Enn í smurþjónustu 92 ára
Mætir fyrstur
Fólk fái að ráða
starfslokum sínum
Morgunblaðið/Hari
Starfandi Gunnar tekur daginn snemma, vaknar klukkan fimm á morgnana og mætir stundvíslega til vinnu.
Ekki stendur til hjá Gunnari að hætta að vinna á meðan hann hefur
heilsu til og þykir honum synd að svo margt fólk sé skikkað til þess að
hætta að vinna um sjötugt, en samkvæmt lögum um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna skal veita ríkisstarfsmanni lausn frá og með
næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri. „Það eru svo
margir sem vilja vinna lengur en fá það ekki. Menn eru bara reknir
heim. Mér finnst bara bull að skikka fólk til þess að hætta. Það á ekki
að reka fólk heim, fólk á að fá að ráða því alveg hvort það vinnur, á
meðan það fólk getur unnið og vill vinna.“ Utan vinnutíma nýtur Gunnar
þess að horfa á knattspyrnuleiki og missir helst aldrei af leik hjá liði
sínu, Manchester United.
Engin ástæða til að hætta
VINNUR Á MEÐAN HEILSAN LEYFIR