Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 4

Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI æli- & frystiklefar í öllum stærðum K Óhætt er að fullyrða að ágústmán- uður hafi bjargað sumrinu fyrir Reykvíkinga. Sólskinsstundir til þessa í ágúst hafa mælst 164,5 í Reykjavík. Eru þetta fleiri sólskinsstundir en sam- anlagt í júní og júlí en þær voru 159,9 í þeim mánuðum tveimur samtals, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að sólargangur er mun skemmri í ágúst en t.d. í júní, þegar hann er lengstur. Sólskinsstundirnar voru aðeins 70 í júní, 91 stund færri en að meðaltali árin 1961 til 1990. Ekki hafa mælst eins fáar sólskinsstundir í Reykjavík í júnímánuði síðan 1914, þegar stund- irnar voru 65,6. Einnig var afar sólarlítið í Reyka- vík í júlí. Sólskinsstundirnar mæld- ust þá 89,9, sem er 81 stund undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 150,7 í maí, sem er 41 stund undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Fleiri sólskinsstundir gætu bæst við áður en mánuðurinn er allur. Trausti hefur einnig tekið saman yfirlit yfir hita ársins 2018. Á Suður- landi, Faxaflóa og Miðhálendinu er sá hluti ársins sem liðinn er sá þriðji kaldasti á öldinni (í 16. sæti af 18) – en aftur á móti er hann sá fimmti hlýjasti á Austurlandi og Aust- fjörðum. Hitinn í Reykjavík er í 43. sæti á 144-ára listanum og á Ak- ureyri er hitinn í 17. hlýjasta sæti, en mælt hefur verið í 137 ár. sisi@mbl.is Ágúst bjargaði sumrinu  Sólskinsstundir í mánuðinum fleiri en í júní og júlí saman- lagt  Árið 2018 til þessa er það þriðja kaldasta á öldinni Morgunblaðið/Hari Skoðaðir hafa verið 82 staðir á Norð- urlandi vestra þar sem til greina kemur að koma upp smáum vatns- aflsvirkjunum. Frumúttektin nær til svæðisins frá Hrútafirði og í Skaga- fjörð. Samtök sveitarfélaga á Norður- landi eystra fékk verkfræðistofuna Mannvit til að gera úttektina og verður niðurstaðan kynnt á fundi á Blönduósi næstkomandi fimmtudag, 30. ágúst. Þarf að mæla rennsli Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, segir að ekki hafi verið farið djúpt í hvert verkefni en þau flokkuð eftir líklegri hagkvæmni. „Það er sívaxandi áhugi hjá bændum á að nýta virkjanakosti í ám og lækjum á jörðum þeirra. Það er síðan hvers landeiganda fyrir sig að ákveða um framhaldið,“ segir Unnur en tekur fram að hugmyndin sé að styðja frekar við þessi áform. Hún segir að næsta skref sé að hefja rennslismælingar. Þær þurfi að vera samfelldar í 2-3 ár, ef vel eigi að vera. Tekur hún fram að á nokkr- um stöðum hafi rennsli þegar verið mælt. Ef möguleikinn virðist góður þurfi að fara í skipulagsferli. „Þeir sem hafa verið að virkja annars stað- ar á landinu telja að fjárfesting í smávirkjun geti borgað sig upp á 20 árum og þykir það góður kostur,“ segir Unnur. helgi@mbl.is Úttekt á 82 smávirkjunum Morgunblaðið/Golli Foss Margir lækir á Norðurlandi vestra eru taldir vænlegir til virkjunar.  Vilja virkja á Norðurlandi vestra Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Starfsmenn verktakafyrirtækjanna Suðurverks og Metrostav a.s. frá Tékklandi eru nú komnir um 3.400 metra inn í fjallið Arnarfjarðar- megin, sem er nærri 65% af heild- arlengd ganganna. Næsti punktur- inn inni í göngunum er 3.700 metra inni í fjallinu og þangað á að ná fyrir lok september, en þá ætla bormenn verkáætlunum samkvæmt að færa sig um set og byrja gangagröft Dýrafjarðarmegin frá. Þar er nú verið að útbúa vegi og aðstöðu en forskering er tilbúin svo að ekkert er að vanbúnaði til að þar megi byrja að sprengja sig inn í bergið. Alls verða göngin 5,3 kílómetra löng og verða tilbúin eftir tvö ár. „Það tekur alltaf svolítinn tíma að færa búnað milli staða en við byrjum að grafa ekki seinna en um miðjan október Dýrafjarðarmegin frá. Það- an tökum við 1,6 kílómetra uns slegið verður í gegn, en því ætlum við að ná næsta snemma ár,“ segir Karl Garð- arsson, sem stýrir verkinu fyrir hönd Suðurverks. Margir óvissuþættir „Framkvæmdin hefur gengið afar vel undanfarna mánuði en auðvitað er svona vinna háð mikilli óvissu. Alltaf geta verið fyrirstöður í bergi eða aðrir óvissuþættir sem jarðfræð- ingar sáu ekki fyrir. Við höfum því alltaf varann á. Að meðaltali höfum við komist áfram um 70 metra á viku en mun meira að undanförnu. Í jan- úar vorum við sjö vikum á eftir áætl- un við gröftinn en í lok júlí vorum við aftur komin á beina braut. Mest höf- um við náð 105 metrum á einni viku,“ segir Karl Garðarsson. Um 60 manns vinna að gerð Dýra- fjarðarganga, þó að aldrei séu allir á verkstað í einu. Skiptingin er annars sú að sprengingar og borun eru í höndum Tékkanna. Alls eru starfs- menn Metrostav um 20 og hafa margir þeirra unnið á Íslandi árum saman; fyrst við gerð ganganna í Héðinsfirði, svo í Norðfjarðargöng- um og nú í Dýrafirði. Suðurverks- menn, sem eru 22, sjá svo um að aka efni út úr göngunum, leggja vegi að þeim og fleira slíkt. Við þetta bætist svo annar mannskapur, svo sem tækni- og mötuneytisfólk. „Við erum með frábæran mann- skap á öllum póstum og þökkum því að vel gengur. Aðalatriðið er að halda áfram slysalaust og halda áætlun sem þótti háleit í upphaf skv. íslenskum mælikvarða,“ segir Karl Auk gerðar sjálfra jarðganganna eru lagðir nýir vegir að þeim beggja vegna frá, alls 13,7 kílómetrar, og byggðar tvær nýjar brýr Arnar- fjarðarmegin. Alls styttir þetta Vest- fjarðaveg um 27,4 km; það er leiðina frá Ísafirði í Arnarfjarðarbotn. Hafa grafið 65% Dýrafjarðarganga  Góður framgangur í stóru verkefni á Vestfjörðum  Bora 70 metra á viku  60 starfsmenn á svæð- inu sem flytja sig senn yfir úr Arnarfirði  Suðurverk og Metrostav a.s. frá Tékklandi sinna verkinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bormaður Inni í enda ganganna þar sem menn sprengja og ná allt að 70 metrum á viku. Á myndinni er Jozef Hromjak, starfsmaður Metrostav. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Aðkoman Horft að gangamunnanum í botni Arnarfjarðar, þar sem lagður er nýr vegur og byggðar tvær býr svo greið leið sé til og frá göngunum nýju. Dýrafjarðar- göng Hrafnseyri Arnarfjörðu r Dýrafjörður DýrafjarðargöngÞingeyri „Þetta átak hófst fyrir um þremur árum síðan, en við höfum nú sett aukinn kraft í þetta undanfarið,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, en stofnun- in á í samstarfi við Landspítala sem ætlað er að fjölga tilkynntum auka- verkunum lyfja frá sjúkrahúsinu. Er reiknað með að þetta samstarf leiði til þess að fleiri alvarlegar aukaverk- anir verði tilkynntar. Landspítali sendi í fyrra 33 til- kynningar um aukaverkanir lyfja til Lyfjastofnunar. Af þeim reyndust 22 lýsa alvarlegum aukaverkunum, en það eru 73% af heildarfjölda slíkra tilkynninga hjá Lyfjastofnun. Til- kynningum um alvarlegar aukaverk- anir fjölgaði um 36% á milli áranna 2016 og 2017. „Alvarlegar aukaverkanir leiða til dauða eða valda því að fólk þarf að leggjast inn á sjúkrahús,“ segir Rúna og bendir á að Íslendingar hafi til þessa verið eftirbátar annarra þjóða á Norðurlöndunum þegar kemur að því að tilkynna aukaverk- anir vegna lyfja og þá sérstaklega al- varlegar aukaverkanir. Þannig var árið 2016 fjöldi tilkynninga um alvar- legar aukaverkanir hér á landi að- eins um fjórðungur af því sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Alls var í fyrra tilkynnt um 222 auka- verkanir og 30 alvarlegar, þar af eitt dauðsfall. „Við viljum fjölga tilkynntum aukaverkunum því það er mjög mikilvægt að þær komi héðan eins og annars staðar frá í Evrópu. Þess- ar tilkynningar enda í gagnagrunni sem nýttur er til að kanna hvort ástæða sé til að athuga með eitthvert sérstakt lyf eða samsetningar.“ Brýnt að tilkynna um aukaverkanir  Íslendingar eftirbátar grannþjóða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.