Morgunblaðið - 28.08.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Meinlokumenn hafa horn í síðuíslensks landbúnaðar. Bænda-
blaðið er fjölbreytt og skemmtilegt
blað og öðru vísi. Þar segir þetta
m.a. í Skoðun blaðsins:
Sauðfjárrækt er frumfram-leiðslugrein sem er mikilvæg
stoð í möguleikum Íslands til raun-
verulegrar sjálfbærni, það er að
fæða og næra
þegna landsins
óháð auðlindum
annarra landa.
Ef við horfum á
„skóginn en
ekki einstaka
tré“ hér á Ís-
landi, sjáum við
mikilvægi þess-
arar greinar í raunverulegum
möguleikum til fæðusköpunar og
viðhalds þjóðarinnar, óháð því hvað
önnur lönd geta aðstoðað okkur
með.
Burtséð frá öllum kerfum, fjár-málastöðu, pólitískum stefnum,
alþjóðaumhverfi og öðru, er sauð-
fjárrækt mikilvægur stólpi í okkar
innlenda fæðuframleiðslubúskap,
rétt eins og var þegar Ísland byggð-
ist fyrst. Byggjum á þeim trausta
grunni sem skapaður hefur verið til
sauðfjárræktar allt frá landnámi til
dagsins í dag og sköpum sauð-
fjárbændum lífvænlegra rekstr-
arumhverfi og möguleika á að gera
íslenska lambakjötið að því verð-
mæti sem það raunverulega er.
Mikilvægt skref í þá átt er aukinheimild til heimaslátrunar í
söluskyni, til starfsemi lítilla hand-
verkssláturhúsa og sölu beint frá
býli og stuðningur við slíkt starf.“
Síðar segir að sauðfjárbændur hafi
„vilja og getu og alla burði og mögu-
leika á að skapa mikil verðmæti úr
afurðum sínum.“
Og svo: „Tökum ekki þessa mögu-leika úr höndum þeirra.“
Glutrum ekki
góðu niður
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 27.8., kl. 18.00
Reykjavík 9 rigning
Bolungarvík 8 alskýjað
Akureyri 11 alskýjað
Nuuk 9 léttskýjað
Þórshöfn 11 heiðskírt
Ósló 14 skýjað
Kaupmannahöfn 15 léttskýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 17 skýjað
Lúxemborg 18 skýjað
Brussel 18 skýjað
Dublin 18 léttskýjað
Glasgow 16 skýjað
London 18 alskýjað
París 22 léttskýjað
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 18 skúrir
Berlín 22 skýjað
Vín 22 heiðskírt
Moskva 25 heiðskírt
Algarve 30 heiðskírt
Madríd 35 heiðskírt
Barcelona 27 skýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 26 heiðskírt
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 14 skýjað
Montreal 23 skýjað
New York 26 þoka
Chicago 28 þoka
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:59 20:59
ÍSAFJÖRÐUR 5:56 21:13
SIGLUFJÖRÐUR 5:38 20:57
DJÚPIVOGUR 5:26 20:31
Fjórir karlmenn á þrítugs- og fer-
tugsaldri hafa verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald til 7. september fyrir
að ráðast á tvo dyraverði á skemmti-
stað í miðborg Reykjavíkur um
helgina. Annar dyravörðurinn slas-
aðist alvarlega.
Lögregla var kölluð að skemmti-
staðnum Shooters aðfaranótt sunnu-
dagsins, vegna slagsmála inni á
staðnum. Í tilkynningu frá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu segir að
í viðtölum við vitni hafi komið fram
að tveir menn, sem hafi verið vísað
af staðnum skömmu áður, hafi kom-
ið aftur með fleiri menn með sér og
ráðist á tvo dyraverði. Annar dyra-
varðanna, karlmaður á fertugsaldri,
var mikið slasaður eftir árásina og
var fluttur strax á spítala, þar sem
hann dvelur enn.
Fjórir karlmenn, á þrítugs- og
fertugsaldri, eru grunaðir um árás-
ina og voru þeir handteknir síðar á
sunnudeginum. Segir lögreglan að
vegna alvarleika málsins hafi verið
ákveðið að óska eftir að þeir sættu
gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar-
hagsmuna. Féllst Héraðsdómur
Reykjavíkur á kröfu um tveggja
vikna gæsluvarðhald.
Fjórir
í gæslu-
varðhaldi
Réðust á dyraverði
á skemmtistað
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála felldi í síðasta mánuði úr
gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafn-
arfjarðar um breytt deiliskipulag
Suðurhafnar vegna Fornubúða 5.
Ákvörðun byggingarfulltrúa um að
samþykkja umsókn um byggingu
skrifstofu- og rannsóknarhúss fyrir
starfsemi Hafrannsóknarstofnunar
á lóðinni var einnig felld úr gildi.
Í niðurstöðum nefndarinnar segir
að sú notkun, þ.e. starfsemi Haf-
rannsóknastofnunar, geti ekki fallið
undir landnotkunarflokk hafna eins
og hann sé skilgreindur í skipulags-
reglugerð eða skilmála aðalskipu-
lags Hafnarfjarðar um hafnarsvæði.
Í kafla skipulagsreglugerðar um
landnotkun sé gert ráð fyrir að þjón-
ustustofnanir falli undir landnotk-
unarflokkinn samfélagsþjónusta eða
eftir atvikun miðsvæði samkvæmt
skipulagsreglugerð.
Niðurstaða úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála hefur verið
til umfjöllunar í skipulags- og bygg-
ingarráði og bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar, sem samþykkti breyting-
ar á aðal- og deiliskipulagi í síðustu
viku. Eftirfarandi hefur verið bætt
inn í almenn ákvæði um hafnarsvæði
í aðalskipulagi: „Á hafnarsvæðum er
einnig gert ráð fyrir öðrum fyrir-
tækjum og stofnunum, sem tengjast
höfn, útgerð, hafrannsóknum og ör-
yggismálum sjófarenda.“ aij@mbl.is
Starfsemi Hafró ekki hafnsækin
Breytingar gerðar á ákvæðum í deili- og aðalskipulagi Hafnarfjarðar
Tölvumyndir/Batteríið Arkitektar ehf.
Við höfnina Fyrirhugað hús fyrir
Hafrannsóknastofnun í Hafnarfirði
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 690
12
POKI
Fyrstu 5
0 viðski
pta-
vinir á d
ag fá flo
ttan
gjafapok
a
GJAFA
DROTTNINGSettu símanúmerið þittí Nova Diskó kúlunaog þú gætir unniðNokia 7+ síma
MÆTIRSérfræðingar frá Nokiaverða á staðnum ogveita góð ráðlaugardag
NOKIA
DISKÓ
NOVA
MÆTIR
Sérfræð
ingar frá
Trust
verða á
staðnum
og
veita gó
ð ráð
laugarda
g
VEISLAMánudag til föstudags10:00 - 18:00Laugardag og sunnudag12:00 - 18:00
AFMÆLIS
2TB örsmár USB3.0 ferðaflakkarifrá Seagate
9.743Þriðjudagstilboð
12.990
Y
Birtm
eð
fyrirvara
um
breytingar,prentvillur
og
m
yndabrengl