Morgunblaðið - 28.08.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.08.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Einu dagdvalarúrræði fyrir ein- staklinga með heilabilun á Suður- landi eru á Selfossi. Það er varla hægt að ætlast til þess að fólk með heilabilun sé sent með Herjólfi að morgni og heim aftur að kvöldi,“ seg- ir Sólrún Erla Gunnarsdóttir, deild- arstjóri öldrunarmála á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. „Það er ekkert sértækt dagdval- arúrræði fyrir einstaklinga með heilabilun í Eyjum. Við höfum tekið þá einstaklinga í almenn dagdvalar- rými. Það er ekki sanngjarnt gagn- vart sveitarfélaginu þar sem úrræði fyrir heilabilaða eru dýrari auk þess að teppa almenn dagdvalarrými,“ segir Sólrún og bætir við að meira umstang og umönnum fylgi einstak- lingum með heilabilun. Bíða svara eftir fyrstu neitun Sólrún segir að Hraunbúðir þurfi að meðaltali tvö heilsdagspláss fyrir heilabilaða þar sem mjög mikilvægt sé fyrir þennan hóp að hafa reglu á hlutunum og því mikilvægt að ein- staklingar hafi úrræði alla vikuna. „Við sóttum um tvö pláss árið 2016 og fengum neitun, 2017 þurftum við að rökstyðja í hvað fjármagnið færi og hvaða sérúrræði við myndum bjóða einstaklingum í dagþjálfun með heilabilun. Við svöruðum því til að við hefðum þegar komið upp minningarherbergi þangað sem hægt væri að draga einstaklinganna út úr hópnum og vinna með þá. Við réðum iðjuþjálfa og við erum með teymi sem ákvarðar um inntöku í dagþjálfunarúrræði,“ segir Sólrún sem taldi að þessar aðgerðir ættu að nægja. Hún segir að engin niður- staða hafi fengist vegna umsóknar- innar árið 2017. Í ár hafi ekki verið sótt um, heldur beðið um svar við síðustu umsókn. Kjartan Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Hjúkrunar- og dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi, segir að einstaklingar með heilabilun séu í almennum dagdvalarrýmum á Höfða. Sótt hafi verið um 10 dag- dvalarrými fyrir heilabilaða og bið eftir svari sé komin á annað ár. Erla Rósa Marinósdóttir, yfirmað- ur færni- og heilsumats á Vestur- landi, segir að þörf sé á dagþjálfun- arúrræðum fyrir einstaklinga með heilabilun á Vesturlandi en sem standi séu þeir í almennri dagþjálf- un. Áhersla á samfellda dvöl „Við reynum að forðast biðlista eins og við getum. Eins og stendur erum við með 18 dagþjálfunarpláss fyrir heilabilaða og í bígerð er að taka við fjórum frá nágrannasveit- arfélögunum á Reykjanesi,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, deildarstjóri í Selinu, dagþjálfun í Reykjanesbæ. Sigrún segir að lögð sé áhersla á að allir geti verið frá 8 til 16 alla virka daga. Eitt pláss fyrir Eyjafjarðarsveit Í Hlíð á Akureyri eru 16 sértæk dagþjálfunarúrræði fyrir einstak- linga með heilabilunarsjúkdóma. 15 eru fyrir íbúa Akureyrar og eitt er fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar. Að sögn Friðnýjar Sigurðardóttur, for- stöðumanns stoðþjónustu hjá Öldr- unarheimilum Akureyrar, voru átta einstaklingar með heilabilunarsjúk- dóma á biðlista í síðustu viku eftir dagþjálfun á Akureyri, Samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá því á fimmtudag voru 179 ein- staklingar á biðlista eftir sértækum dagþjálfunarúrræðum á höfuðborg- arsvæðinu en sértæk úrræði á höf- uðborgarsvæðinu samkvæmt vel- ferðarráðuneytinu eru 180. Við vinnslu fréttarinnar var stuðst við upplýsingar um fjölda dvalar- rýma árið 2017 fyrir einstaklinga með heilabilun sem velferðarráðu- neyti tók saman. Miðað við þær upp- lýsingar eru engin sértæk dagþjálf- unarúrræði í þremur heilbrigðis- umdæmum, á Austurlandi, Vestur- landi og Vestfjörðum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hversu margir einstaklingar með heilabilun eru í almennum dag- þjálfunarplássum Innan við 40 úrræði á landsbyggðinni  Varla hægt að senda fólk með heilabilun með Herjólfi fram og til baka daglega  Bið eftir svari kom- in á annað ár  Engin úrræði í Heilbrigðisumdæmum á Austurlandi, Vestfjörðum og Vesturlandi Fjöldi dagþjálfunarrýma eftir heilbrigðisumdæmum *Fjöldi staða í svigum ef fleiri en einn Heilbrigðisumdæmi Norðurlands Akureyri 16 Heilbrigðisumdæmi Suðurlands Selfoss 10 Heilbrigðisumdæmi Vesturlands Engin dagþjálfunarúrræði Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða Engin dagþjálfunarúrræði Heilbrigðisumdæmi Austurlands Engin dagþjálfunarúrræði Heilbrigðisumdæmi Suðurness Reykjanesbær 18 Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins* Reykjavík (6) 128 Hafnafjörður 22 Kópavogur (2) 26 Garðabær 4 Samtals (10) 180 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. Slakaðu á. EyeSight er staðalbúnaður í Subaru Forester LUX, bensín. Subaru Forester Premium, sjálfskiptur. Verð frá: 4.990.000 kr. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 2 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.