Morgunblaðið - 28.08.2018, Blaðsíða 14
ganga vel. Nú bíðum við eftir að
fyrsta uppskeran komi til okkar,“
segir Hrefna um félagið Víkurskel.
Skelfiskmarkaðurinn tekur 160
manns í sæti. Þá er salur í kjallara
sem rúmar 40 manns og útisvæði
fyrir allt að 110 manns. Alls verður
því rúm fyrir 310 gesti þegar staður-
inn verður kominn í fullan rekstur á
næstu vikum. Tæplega 30 manna
starfslið er á einni vakt og á annað
hundrað manns á öllum vöktum.
„Okkur langar til að hafa fjórar
vaktir á Skelfiskmarkaðnum, þannig
að fólk sé ekki að vinna jafn langar
vaktir og algengt er á veitinga-
húsum. Þá frekar fleiri daga og
styttri vaktir. Það er stefnan.“
Hrefna rekur jafnframt veitinga-
staðina Fiskmarkaðinn og Grill-
markaðinn í félagi við meðeigendur.
Fiskmarkaðurinn tekur 85 í sæti og
Grillmarkaðurinn 150 manns. Alls
taka staðirnir þrír 545 manns í sæti.
Þá kemur hún að rekstri Skúla Craft
Bar skammt hjá Fiskmarkaðnum.
Starfsmenn á þessum þremur
stöðum eru á þriðja hundraðið.
Fiskmarkaðurinn er opinn á
kvöldin en Grillmarkaðurinn í há-
deginu og á kvöldin. Skelfiskmark-
aðurinn verður hins vegar opinn frá
11 til 23 virka daga og frá 11 til eitt
eftir miðnætti á föstudögum og
laugardögum. Boðið verður upp á
dögurð (e. brunch) og síðdegiste um
helgar. Plötusnúður verður á föstu-
dögum og laugardögum í horninu
þar sem Sirkus stóð áður. Boðið
verður upp á tónleika-/leik-
húsmatseðil. „Gestir geta komið í
forrétt og aðalrétt og svo átt eft-
irréttinn inni,“ segir Hrefna.
Í kjallaranum verður einkasalur
og eldhús fyrir fundi og sérveislur.
Hrefna segir ekki marga svona sali í
Reykjavík þar sem gestir geti fengið
mat á sínum hraða. Á efri hæðinni
verði eitt opnasta eldhús landsins.
Vesturhluti staðarins snýr að nýju
torgi. Þar verða hitarar og markísa
og hægt að njóta veitinga utandyra.
Með stærri veitingahúsum landsins
Skelfiskmarkaðurinn verður opnaður í hádeginu á morgun Mun fullbúinn rúma 310 gesti
Hægt að leigja einkaeldhús í kjallara Opið lengur en á öðrum stöðum hjá sömu eigendum
Morgunblaðið/Valli
Kokkur Hrefna Sætran er einn fimm eigenda staðarins. Hinir eru Ágúst
Reynisson, Guðlaugur Frímannsson, Eysteinn O. Valsson og Axel Clausen.
Fyrir fordrykk Þetta rými er byggt
þar sem barinn Sirkus stóð áður.
Veitingasalur Innréttingar og húsgögn eru sérhönnuð og sérsmíðuð.
Þjónanemi Elísabet Ösp Guð-
mundsdóttir er í starfsliðinu.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nýtt veitingahús, Skelfiskmark-
aðurinn, verður formlega opnað á
hádegi á morgun, miðvikudag. Það
er eitt stærsta veitingahús landsins.
Skelfiskmarkaðurinn er á þremur
hæðum á Klapparstíg 28 og 30. Hluti
staðarins er í nýbyggingu sem til-
heyrir Hljómalindarreitnum. Var
opnað milli hennar og gamla hússins
á Klapparstíg 28 sem var endur-
byggt. Á Klapparstíg 30 var lengi
skemmtistaðurinn Sirkus.
Hrefna Sætran kokkur er einn
fimm eigenda Skelfiskmarkaðarins.
Greinilegt er að miklu hefur verið
kostað til. Gullitað látún er í innrétt-
ingum og glansandi marmari í gólf-
um og burðarsúlum.
„Okkur langaði að gera brasserie-
stað. Hugsunin var sú að gera hann
klassískan, eins og hann hefði alltaf
verið hérna. Við leituðum til Haf
Studio. Ágúst Reynisson, meðeig-
andi minn, er lærður þjónn. Hann
tók virkan þátt í hönnun staðarins.
Hönnuðir Haf Studio teiknuðu hús-
gögnin og ljósin. Hvort tveggja var
sérsmíðað á Ítalíu og í Póllandi.
Marmarinn kemur frá Ítalíu. Hann
var skorinn þar,“ segir Hrefna.
Hún segir margt annað á matseðl-
inum en skelfisk. Boðið sé upp á
kjöt, andalæri, smokkfisk, laxatartar
og vegan-rétti og svo mætti lengi
telja. „Hér verður allt fyrir alla. Við
verðum heldur í ódýrari kantinum,“
segir Hrefna.
Rækta ostrurnar sjálf
Hrefna segir hugmyndina að nýja
veitingastaðnum hafa kviknað við
lestur blaðagreinar.
„Fyrir fjórum árum lásum við
grein í blöðunum um stráka á Húsa-
vík sem voru að reyna fyrir sér í
ostrurækt. Ég tók upp símann og
hringdi í þá. Þeir sögðust vera
hættir. Þetta væri allt of mikil fyrir-
höfn. Við hófum hins vegar samstarf
og gat annar þeirra þá einbeitt sér
að ræktuninni. Þá byrjaði allt að
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Hafrannsóknastofnun metur
burðarþol Seyðisfjarðar með tilliti
til sjókvíaeldis allt að tíu þúsund
tonn á ári. „Vegna aðstæðna í
Seyðisfirði og varúðarnálgunar
varðandi raunveruleg áhrif áætlaðs
eldis á vatnsgæði og botndýralíf,
telur Hafrannsóknastofnun að
hægt sé að leyfa allt að 10.000
tonna lífmassa í Seyðisfirði á ári,“
segir á heimasíðu Hafrann-
sóknastofnunar.
Jafnframt kemur þar fram að
vöktun á áhrifum eldisins fari fram
og hún yrði forsenda fyrir hugsan-
legu endurmati á burðarþoli
fjarðarins, til hækkunar eða lækk-
unar, sem byggt væri á raun-
gögnum. Þá er bent á í greinargerð
með burðarþolsmatinu að æski-
legra sé að eldismassi sé frekar ut-
ar í firðinum en innar.
Þar kemur fram að í Seyðisfirði
er mesta dýpi 89 metrar utarlega í
firðinum og grunn eða nokkurs
konar þröskuldur er utan fjarðar-
ins með um 69 m dýpi. Nokkurt
svæði í ytri hluta fjarðarins er
dýpra en 80 metrar, en meðaldýpi
fjarðarins er um 55 metrar.
Dýpi fjarðarins er þannig háttað
að frá grunni ofan 20 metra dýpkar
hratt niður á meira en 60 metra og
því má gera ráð fyrir að botnfall
frá fiskeldi falli og skríði nokkuð
hratt niður í djúplag fjarðarins,
segir í greinargerðinni. Lengd
fjarðarins er um 17,5 kílómetrar,
flatarmál er um 34 ferkílómetrar
og rúmmálið er um 1,88 rúmkíló-
metrar.
Burðarþolsmat
fylgi rekstrarleyfi
Í lögum um fiskeldi er ákvæði
um að rekstrarleyfi skuli fylgja
burðarþolsmat sem framkvæmt sé
af Hafrannsóknastofnun. Í lögunum
er mat á burðarþoli svæða skil-
greint sem þol þeirra til að taka á
móti auknu lífrænu álagi án þess
að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið
þannig að viðkomandi vatnshlot
uppfylli umhverfismarkmið.
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar
er hugtakið vatnshlot skýrt með
því að það sé notað um allt það
vatn sem er að finna í t.d.
strandsjó eða stöðuvatni.
aij@mbl.is
Burðarþol Seyðis-
fjarðar metið
tíu þúsund tonn
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC