Morgunblaðið - 28.08.2018, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Tjaldað við Þingvallavatn Ungir ferðalangar koma sér notalega fyrir á tjaldsvæðinu í Vatnskoti á bökkum Þingvallavatns, sem er stærsta stöðuvatn Íslands og var til forna kallað Ölfusvatn.
Kristinn Magnússon
Nú í sumar komst í
fréttirnar mál ungs
húsasmiðs sem sótti
um nám í lög-
reglufræðum við Há-
skólann á Akureyri.
Þessum unga manni
var hafnað á þeim
forsendum að hann
væri með sveinspróf
en ekki stúdentspróf.
Eftir að storminn í kringum fjöl-
miðlafárið hafði lægt ákváðu stjórn-
endur háskólans að samþykkja um-
sókn húsasmiðsins. Eru þessar
hindranir sem iðnaðarmenn mæta
mögulega af hentistefnu eða van-
þekkingu? Hvað breyttist skyndi-
lega? Öllum mætti vera það fullljóst
að störf lögreglumanna og reynsla
myndast ekki af tómum lestri bóka.
Fram á ritvöllinn spruttu stjórn-
málamenn og sjálfskipaðir velgjörð-
armenn iðnaðarmanna og fordæmdu
hina augljósu mismunun. Meðal
annars forvígismenn Samtaka iðn-
aðarins sem sögðu það alla tíð hafa
verið „baráttumál hjá Samtökum
iðnaðarins að hindranir séu fjar-
lægðar úr vegi þeirra sem ákveða að
leggja stund á iðnnám“. En er það
svo?
Svo merkilega vill til að Háskólinn
í Reykjavík, sem er í eigu Viðskipta-
ráðs Íslands og Samtaka iðnaðarins,
tekur ekki við iðnaðarmönnum til
háskólanáms nema að undangengnu
grunnnámi. Það nám er tvær annir
og kostar veturinn 284.000 kr., sem
er ekki lítill peningur fyrir utan
vinnutap í heilt ár. Það sem er enn
merkilegra er að í umræddum há-
skóla eiga formenn samtakanna og
SA sæti í stjórn og háskólaráði. Það
eru því hæg heimatökin að ryðja
hindrunum úr vegi ef vilji er fyrir
hendi.
Í hátíðarræðu fyrrverandi skóla-
meistara Tækniskólans og í við-
tölum við formann SI tala þau ítrek-
að um mikilvægi þess að hindranir
séu fjarlægðar. Aldrei hefur komið
fram hverjar þær hindranir séu. Eru
það kannski iðnmeistararnir í SI
enda hafa samtökin talað fyrir fyr-
irbrigðinu „iðnmentor“ sem er
ómenntaður iðnþjálfari í stað iðn-
meistara. Hvernig er hægt að kenna
það sem maður hefur sjálfur aldrei
lært?
Það er ljóst að múrarameistarar
og aðrir iðnmeistarar bygginga-
greina, sem læra síðar byggingar-
verkfræði eða hliðstæða menntun,
stefna á að skipta um starfsvettvang
og brotthvarf þeirra mun ekki efla
né bæta upp vöntun á iðnaðarmönn-
um. Ef iðnaðarmenn hafa nóg að
gera blómstra iðnfyrirtækin og
minni hætta er á brotthvarfi úr iðn-
greinunum. Þrátt fyrir þessa aug-
ljósu hluti virðast Samtök iðnaðarins
ekki hafa áhuga á öðru en að klæð-
ast nýju fötum keisarans.
Hinn 23. júlí síðastliðinn kom
fram í viðtali við varaþingflokks-
formann CDU í Frankfurter Allge-
meinen Zeitung að afnám meistara-
skyldu á fjölmörgum iðngreinum
árið 2004 hafi verið mistök. Orðrétt
sagði Carsten Linnemann: „Gæði
vinnu í nokkrum greinum hafa áber-
andi minnkað, auk þess hefur fjöldi
nýnema hrapað.“ Undir orð hans
tekur Sören Bartol, varaformaður
SPD. Fjöldi fyrirtækja í flísalögnum
var árið 2004 25.500 en árið 2016
69.700 og meirihlutinn einstaklings-
fyrirtæki sem ekki ná einu sinni
fimm ára aldri. Kærufrestur vegna
galla í Þýskalandi er fimm ár og sitja
því neytendur í súpunni og geta ekki
leitað réttar síns. Auk þess hefur
fjöldi nema farið úr 3.000 árið 2004
niður í 2.200 nemendur árið 2016.
Nú á dögunum var tilkynnt um 64
milljóna aukaframlag til eftirlits
með heimagistingu á Íslandi. Er það
væntanlega tilkomið eftir ábend-
ingar aðila í ferðaþjónustunni. En
hvar er eftirlit með ólöglegum iðnaði
og brotum á iðnaðarlögum? Hafa
Samtök iðnaðarins engan áhuga á
þeim? Lögin eru skynsamleg og
sanngjörn en framkvæmd þeirra
hefur einkennst af lausatökum og
tómlæti þeirra sem eiga að fram-
fylgja þeim. Án skilvirkrar fram-
kvæmdar eru lagaákvæði einskis
virði.
Eitt af því, sem hefur veitt iðn-
námi ákveðna sérstöðu, er að það
veitir starfsréttindi að loknu námi,
þ.e. „rétt til iðnaðarstarfa í slíkum
iðngreinum hafa meistarar, sveinar
og nemendur í iðngreininni“. Hvern-
ig stendur á því að stjórnmálamenn
hafa látið það óátalið og afskipta-
laust þegar ómenntað fólk gengur í
störf iðnmenntaðs fólks? Ef áfram
verður haldið á þessari braut mun
gríðarleg fagþekking glatast og ungt
fólk mun enn síður sjá hag sinn í að
leggja iðnnám fyrir sig. Vegið er að
iðngreinum úr öllum áttum og ekki
er hægt að ætlast til að það laði ungt
fólk að iðnnámi.
Sérhagsmunasamtökin fengu fjör-
egg iðnnáms í landinu, Iðnskólann í
Reykjavík, á silfurfati 2008 og Iðn-
skólann í Hafnarfirði 2015 . Hvernig
tókst til? Alvarleg skýrsla Ríkisend-
urskoðunar til Alþingis í apríl 2017
gerir grein fyrir stöðunni:
„Þrátt fyrir áralöng fyrirheit um
að efla starfsnám á framhalds-
skólastigi hafa aðgerðir stjórnvalda
ekki skilað þeim árangri sem stefnt
var að þegar lög nr. 92/2008 um
framhaldsskóla voru samþykkt. Með
þeim átti m.a. að efla verknám og ná
fram sterkara samstarfi skóla,
vinnustaða og atvinnulífsins í heild.
Lögin áttu að verða starfsréttinda-
námi til framdráttar og opna skólum
leið til að efla starfsnám og nám
tengt þjónustugreinum. Það hefur
ekki gengið eftir.“
Ekki hefur orðið vart við umræðu
eða opinbera gagnrýni á hinn há-
vaðasama og auðuga þrýstihóp sér-
hagsmunasamtakanna í Borgartúni
35 sem er búinn að koma sér vel fyr-
ir til áhrifa í stjórnkerfinu.
Rétt er að benda á að þjóðin hefur
kosið sér þingmenn til að stjórna
landinu.
Núverandi menntamálaráðherra,
Lilja Alfreðsdóttir, sem hefur tekið
iðn- og starfsnám föstum tökum, á
þakkir skildar. Hún áttaði sig strax
á alvarleika þeirrar stöðu sem iðn-
og starfsmenntun er í og skýrsla
Ríkisendurskoðunar til Alþingis í
apríl 2017 staðfestir. Með ákvörðun
ráðherra 29. janúar 2018 er tekið
skref um endurskoðun á stjórnun og
stjórnsýslu starfsmenntunar. Vinna
er hafin við greiningu á hvað gera
þarf til að leiðrétta þá stöðu sem iðn-
og starfsnám er í og er þar m.a.
horft til jafnréttis til menntunar í
verki með lagabreytingu ef með
þarf.
Í aðdraganda síðustu kosninga
kepptust frambjóðendur hinna ýmsu
flokka við að lýsa nauðsyn þess að
efla iðnnám. Ekki varð vart við að
þeir, sem sóttust eftir sæti á löggjaf-
arþingi Íslendinga, gætu bent á
raunhæfar leiðir til þess að bæta
iðnnám.
Stjórnmálamenn verða að átta sig
á því að setja verður iðnaðinn á þann
stall sem hann á skilið ef efla á hann.
Stöðva þarf iðnaðarlagabrot og
tryggja vinnustaðanámssjóði nauð-
synlega fjármuni sem handiðnaður
framtíðarinnar þarfnast. Til þess að
kennslan skili tilætluðum árangri og
komist upp úr núverandi hjólförum
er best að hún sé í höndum þeirra
sem best hafa tökin á iðninni, sjálf-
um iðnmeisturunum, og hætta að
láta þá sem enga persónulega
reynslu hafa af iðnnámi fikta í því.
Undirritaðir hafa áður bent á fyr-
irhugaða þrepaskiptingu iðnnáms.
Höfum við verið sakaðir um van-
þekkingu og um misskilning sé að
ræða. Á vef Tækniskólans blasir við
nýtt „starfsréttindanám“ sem kallað
er „fatatæknir“ og er tilvonandi
nemendum bent á að loknu námi
geti þeir starfað við saumaskap. Það
skýtur skökku við því í reglugerð um
löggiltar iðngreinar nr. 940/1999 er
greinin fatatæknir ekki tilgreind.
„Námið er undanfari náms í lög-
giltu iðngreinunum kjólasaumi og
klæðskurði. Þetta grunnnám tekur
tvö ár.“ Sérnámið tekur tvö ár,
heildarnámstími að fatatækni með-
töldum eru að jafnaði fjögur ár.
„Eftir að hafa lokið annaðhvort
kjólasaumi eða klæðskurði þarf að
bæta við einni önn til að ljúka hinni
greininni að auki.“ Hér er því er ver-
ið að hvetja til og stuðla að brotum á
iðnaðarlögum með grímulausri
stefnu SI um þrepaskipt starfsrétt-
indi.
Enginn hefur viljað gangast við
réttmætum ábendingum undirrit-
aðra á undanförnum misserum um
áætlanir Tækniskólans og mennta-
stefnu SA og SI um þrepaskipt
starfsnám. En hér að ofan afhjúpast
sannleikurinn.
Stór hópur iðnaðarmanna kýs að
standa utan Samtaka iðnaðarins.
Samtök iðnaðarins gefa sér að vera
talsmenn allra iðnmeistara skv., eig-
in regluverki. Hver gaf þeim vald til
þess?
Áður hafa greinarhöfundar bent á
mikilvægi þess að á Íslandi verði
sett á laggirnar Handiðnaðar-
stofnun eða Handwerkskammer til
að annast málefni handiðnaðarins í
heild. Allt utanumhald menntunar,
eftirlits og leyfisveitinga væri á einni
hendi að þýskri fyrirmynd. Hluti
hina himinháu félagsgjalda, sem iðn-
aðarmenn greiða til sérhagsmuna-
samtakanna, rynnu í staðinn til
handverkstofnunarinnar og með því
myndu stjórnvöld spara gríðarlegar
fjárhæðir.
Það yrði hin eina og sanna iðn-
bylting.
Eftir Sigurð Má
Guðjónsson og
Helga Steinar
Karlsson
»Ef áfram verður
haldið á þessari
braut mun gríðarleg
fagþekking glatast og
ungt fólk mun enn síður
sjá hag sinn í að leggja
iðnnám fyrir sig.
Sigurður Már
Guðjónsson
Sigurð Már er bakara- og kökugerð-
armeistari. Helgi Steinar er múr-
arameistari.
konditor@konditor.is
Iðnbyltingin
Helgi Steinar
Karlsson