Morgunblaðið - 28.08.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.08.2018, Qupperneq 23
Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Lífið kemur okkur sífellt á óvart. Að missa kæra vinkonu langt fyrir aldur fram er okkur mikið áfall sem erfitt er að vinna úr. Hún greindist með heilaæxli í lok maí sem í upp- hafi var talið læknanlegt en annað kom á daginn. Þó að henni hrakaði mjög hratt var Hrafnhildur alltaf svo ótrúlega æðrulaus og sterk í veikindum sínum. Hrafnhildur var mikill fag- urkeri og vildi hafa fallegt og flott í kringum sig og lét það eftir sér og naut þess. Hún var líka ótrúlega framsækin á tæknisviðinu og var alltaf með nýjasta appið í símanum og tölvunni sinni og var langt á undan okkur hinum á því svið- inu. Erum búin að þekkja hana í rúm 40 ár sem öll hafa verið dásamleg. Við höfum ferðast saman fjögur og fleiri vinir saman til Prag, Tyrklands og í bændaferð um Evrópu. Við áttum eftir og ætluðum að gera svo margt skemmtilegt saman. Hrafnhildur var alltaf hrókur alls fagnaðar og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Hún var upphafsmanneskja að hinum árlegu þorrablótum okk- ar vinahópsins sem var að vinna saman í Gunnarsholti á árum áður. Fyrsta þorrablótið var haldið 1983. Byrjuðum sex sam- an og enduðum 14. Þau eru nú orðin 36 talsins og klikka aldrei. Súpuklúbburinn okkar var líka hennar uppástunga. Skemmti- legur hittingur allan veturinn með góðum vinum til að rækta sambandið og hittast reglulega einu sinni í mánuði. Bæði súpuklúbburinn og næsta þorrablót eiga að vera hjá okkur og það verður ekki auðvelt að hittast án Hrafnhild- ar. Hennar verður mjög sárt saknað og við munum heiðra minningu hennar með því að klikka ekki á súpunni og þorra- blótinu. Annars „sætum við í súpunni“ eins og hún hefði orð- að það. Orðheppin og hnyttin í til- svörum var hún svo að oft var grátið úr hlátri í vinahópnum. Í Teigsholti við Gíslholtsvatn er annað heimili þeirra samstilltu hjóna og þangað hefur verið yndislegt að koma og dvelja með þeim Hrafnhildi og Palla. Þar „eigum“ við Stjáni þessa líka flottu svítu hjá þeim. Við eigum eftir að koma þar oft og njóta með Palla og hugsa með hlýhug og söknuði til hennar Hrafnhildar okkar. Við kveðjum með mottóinu hennar: Lífið er núna, njótum! Elsku Palli, Árni Björn, Fann- ar, Hlynur og tengdadætur. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þínir vinir, Sigrún Birna Dagbjarts- dóttir, Kristján Þór Guðmundsson. Fallin er frá langt um aldur fram æskuvinkona mín og jafn- aldra, Hrafnhildur Árnadóttir frá Teigi. Við þau tímamót staldrar maður við og rifjar upp það sem liðið er. Okkar vinátta og samvera hófst þegar við byrjuðum í skóla, þá um sjö ára gamlar. Upp úr því áttum við tíðar ferðir milli bæja, hvor til annarrar til að leika okkur sam- an. Ekki var nú ýkja langt milli bæja, þó yfir Kelduna, sem er djúpt gil, og Grjótána að fara en það settum við nú ekki fyrir okkur. Þetta voru skemmtilegir tímar og margt brallað. Það var alltaf líf og fjör í kringum Hrafnhildi, hún var létt og kát, kannski pínu uppátækjasöm og hvatvís. Ég sé hana ljóslifandi fyrir mér á þessum árum, með geislandi brosið og dökka fal- lega síða hárið sem ég öfundaði hana alltaf svolítið af. Ekki er hægt að rifja þennan tíma upp nema minnast á Bjössa bróður hennar, sem var oftar en ekki að skottast með okkur, enda voru þau samrýnd systkini. Aldrei man ég til þess að neinn skugga bæri á í leikjum okkar, bara gleði og gaman. Ég minn- ist þess, hvað Hrafnhildur var spretthörð, henni var alltaf teflt á móti þeim hraðasta í stráka- liðinu þegar boðhlaup voru iðk- uð í frímínútum í skólanum. Hún var einstaklega hláturmild og gamansöm. Svo upp úr ung- lingsaldrinum urðu samskipti okkar minni og strjálli, hún fór í annan skóla og fluttist síðan burt úr sveitinni, var svo lán- söm að kynnast honum Palla sínum og stofnuðu þau sitt heimili í Reykjavík. Þar eign- uðust þau synina sína þrjá. En svo kom nú að því að við tókum upp þráðinn aftur fyrir um það bil 20 árum. Það var mér mikils virði og ég held það hafi verið gagnkvæmt. Ég mun seint gleyma heimsókn minni til hennar og Palla í bústaðinn þeirra, Teigsholt, fyrir um ári. Það var mikið notaleg stund og enn dýrmætari núna. Við gleymdum okkur alveg í að rifja upp gamlar stundir og nýjar. Gaman var að sjá hvað þau voru búin að koma sér vel og fallega fyrir þarna og nutu þess svo sannarlega að vera í sveitinni. Allt svo vandað og vel gert, snyrtimennskan í fyrirrúmi. Sárt er til þess að hugsa að Hrafnhildur fái ekki að njóta þess lengur og margs annars. Ég er þakklát fyrir símtalið okkar í júní, þá var hún ótrú- lega hress og bjartsýn á að allt færi vel, við töluðum um það sem var vont og sárt, við töl- uðum líka um það góða, hún sagði mér frá sonum sínum, sem hún var svo stolt af og mátti svo sannarlega vera það. En ekki fer allt eins og mað- ur vill, leiðin lá hratt niður á við. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa getað hitt þig og kvatt viku fyrir andlátið, elsku Hrafnhildur mín. Að lokum vil ég votta Palla, sonum þeirra og tengdadætrum og Bjössa og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill og sár. Hvíl í friði elsku vinkona. Ásta Þorbjörnsdóttir. „Síst vil ég tala um svefn við þig“ orti Jónas Hallgrímsson um vin sinn austur í Fljótshlíð, Tómas Sæmundsson. Þessi ljóð- lína kemur mér í hug þegar vin- kona okkar, Hrafnhildur frá Teigi, hefur fallið frá um miðjan ævidag með skömmum fyrir- vara. „Nú er tími til að njóta,“ sagði hún oft í Teigsholti, sum- arbústaðnum þeirra við Gísl- holtsvatn í Holtum. Þar hafa þau hjónin haft af því mikla ánægju að búa í haginn fyrir framtíðina og höfum við Magga notið gestrisni þeirra á þeim góða stað. Það er leitt til þess að hugsa að Hrafnhildur fékk ekki lengri tíma til þess að njóta þar tilverunnar. En þeim mun verðmætari eru þær góðu stundir sem að baki eru. Hrafnhildur var sérstaklega líflegur persónuleiki eins og hún á ætt til. Eins og hún færi um lífið á svífandi tölti og skipti þá engu hvort reiðleiðin væri greiðfær eða torfær. Hún gat verið fljót til og ýmislegt dottið upp úr henni sem hún hló að jafnt og hinir. Nálgun hennar á lífið og tilveruna gat verið mjög frumleg og skemmtileg og bauð upp á ný sjónarhorn. Holl nær- ing og heilbrigði voru henni jafnan ofarlega í huga og hag- aði hún lífi sínu samkvæmt því. Af henni var margt hægt að læra í þeim efnum. Hún var mikil fjölskyldukona og stolt af drengjunum sínum sem full ástæða er til. Ég kynntist henni fyrst í Stuttgart í Þýskalandi á náms- árum mínum og þá sem systur hans Bjössa sem kom og heim- sótti bróður sinn ásamt Palla sínum. Þá var ekki leiðinlegt að vera til og þau hjónin glaðleg og fjörug eins og jafnan. Svo hafa þau eflaust verið send heim með flugi frá Lúxemborg ásamt einhverju dóti sem Bjössi var að redda fyrir sveitunga þeirra, oftast hnakkur eða bíla- varahlutur. Við hin sem vorum á svæðinu á þeim árum tókum iðulega það sama að okkur þeg- ar flogið var heim. Seinna átt- um við Magga eftir að vera í talsverðu sambandi við þau hjónin og við minnumst margra ánægjustunda með þeim sem oftast voru tengdar hesta- mennskunni. Við Hrafnhildur áttum það sameiginlegt að vera þar heldur á hliðarlínunni. Með- al annarra stunda er minnis- stæður kvöldverður í tjaldbúð- um á Vindheimamelum á lokakvöldi landsmóts hesta- manna árið 2006. Þar sátum við mörg saman í litlu tjaldi í úr- hellisrigningu og gæddum okk- ur á grilluðu lambakjöti. Árni í Teigi sat við borðsendann á ónýtum útilegukolli, Hrafnhild- ur skammtaði kartöflusalat á plastdiska, Palli stóð við kolag- rillið með regnhlíf og við Bjössi létum alls kyns vitleysu vaða. Þá hlógu þeir mágar hátt með þindarstuðningi. Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við höfum átt með Hrafnhildi og hennar fólki. Við sendum Palla, Hlyni, Fannari, Árna Birni, Bjössa og Hlín og þeirra fólki öllu innilegar sam- úðarkveðjur á þessari kveðju- stund. „Nú er tími til að njóta.“ Þessi orð Hrafnhildar skulum við hafa í huga því eitt er víst að allt á sér afmarkaðan tíma sem enginn veit hvað verður langur. Arinbjörn Vilhjálmsson. Það er gæfa hvers manns að eiga góða og trausta vini. Nú við andlát Hrafnhildur vinkonu okkar koma upp í hugann fal- legar minningar um lífsgleði, kærleika og hlátur. Við vinirnir frá Gunnarsholtsárunum höfum átt margar gleðistundir saman í yf- ir 40 ár. Sumrin sem við vin- irnir vorum að vinna hjá Land- græðslunni í Gunnarsholti var nokkrum þúsundum tonna af áburði og fræjum dreift um landið til uppgræðslu með flug- vélinni Páli Sveinssyni. Við vor- um ungir og sprækir strákar sem unnum við að lyfta 50 kg áburðarpokum og blanda fræinu, fjögur tonn fyrir hverja flugferð. Það var gefin smá pása til að fara á sveitaböll á laugardagskvöldum og fram til kl. 10 á sunnudagsmorgnum. Á þessum árum kynntist Palli henni Hrafnhildi, fallegu og brosmildu heimasætunni úr Fljótshlíðinni. Allar götur síðan hafa þau staðið saman og eign- uðust sína þrjá góðu drengi. Skyndilega í blóma lífsins er ferðalagi Hrafnhildar í þessari jarðvist lokið. Enn og aftur er- um við minnt á að lífsþráðurinn er viðkvæmur og hversu dýr- mætur hver dagur er. Vinahóp- urinn, Gunnarsholtsgengið, hef- ur í 36 ár haldið þorrablót. Það hafa alltaf verðið miklir fagn- aðarfundir. Hrafnhildur var alltaf búin að taka saman skemmtisögur og brandara. Fallega brosið hennar og dill- andi hlátur var smitandi. And- litið ljómaði þegar hún sagði skemmtisögurnar og gleðin kom frá hjartanu. Hrafnhildur starfaði um ára- bil í heimahjúkrun Reykjavík- urborgar. Skjólstæðingarnir voru heppnir að fá að njóta hjálpsemi hennar og jákvæðni. Hún lagði alltaf gott til og hlúði að öllum sem voru henni nærri. Drengirnir hafa alla tíð notið öryggis og kærleika foreldr- anna. Missir þeirra og söknuð- ur er mikill en huggun í sorg- inni eru minningarnar frá öllum góðu gleðistundunum. Hrafn- hildur mun lifa áfram í hjörtum okkar sem hana þekktu. Við minnumst hennar með virðingu og þakklæti fyrir hennar lífs- viðhorf, heiðarleika og gleði. Kæri vinur, Páll Theódórs, synir og fjölskylda, við Sigur- borg vottum ykkur dýpstu sam- úð. Við þökkum Hrafnhildi fyrir allar gleðistundirnar og biðjum þess að minning hennar og lífs- viðhorf megi lifa. Ljós hennar lýsi ykkur til gleði og gæfu um ókomin ár. Þorvaldur Ingi Jónsson. Við viljum minnast okkar kæru vinkonu, Hrafnhildar, sem var okkur svo mikils virði. Við kynntumst á leiðtog- anámskeiði kvenna í apríl 2010 og héldum áfram að hittast og höfum gert það reglulega til dagsins í dag. Við skírðum klúbbinn okkar Hugkraft og kynntum áhugamál okkar hver fyrri annarri sem voru oft tengd heilsueflingu, andlegum málefnum og öllu mögulegu öðru. Við fórum saman í fallega bú- staðinn þeirra hjóna og þar galdraði Hrafnhildur ætíð fram holla og góða rétti af sinni ein- skæru snilld. Fastur punktur var jólafundur Hugkrafts- kvenna. Þar skiptumst við á pökkum og jólahugleiðingum yfir ilmandi jólaglöggi og bakk- elsi. Hrafnhildur var alltaf létt í lund og naut þess að segja sög- ur og alltaf var mikið stuð í kringum hana. Hún hélt mjög upp á söngkonuna Adele, sem ómaði oft í hátalaranum þegar við hittumst heima hjá henni. Hrafnhildur var dugleg að hóa okkur saman og var límið í hópnum. Ef okkur vantaði góða uppskrif þá var gott að leita til hennar, hún gat alltaf fundið þá réttu. Hún var mjög tæknilega sinnuð og kenndi okkur margt gagnlegt. Hrafnhildur deildi öllu mögulegu til okkar, var at- hugul og úrræðagóð. Við kveðjum með kærleik í hjarta þessa yndislegu konu og erum þakklátar fyrir að hafa átt dýrmæta samverustund með henni nú síðast í byrjun júní. Nú komið er að kveðjustund elsku kæra vina. Minningin um mætan vin, í hjörtum okkar geymist. Þú gafst frá þér ljós og lit á öllum okkar stundum. Við kerti tendrum, heiðrum þig á okkar Hugkraftsfundum. Við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til Palla og sona. Megi almættið styrkja fjölskylduna alla. Hvíldu í friði, kæra vinkona. Hugkraftskonur, Áróra Bryndís Ásgeirs- dóttir, Guðrún Indriða- dóttir, Klara Stefánsdóttir, Sandra Björgvinsdóttir. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 Guðmundur Konráðsson ✝ Guð-mundur Konráðsson fæddist á Sel- tjarnanesi 24. ágúst 1944. Hann lést 12. nóvember árið 2015 á hjúkrunarheimilinu Ísa- fold. Foreldrar hans eru þau Guð- rún Svava Guðmundsdóttir fædd í Reykjavík og Konráð Gíslason fæddur í Hafnarfirði. Hann átti tvær systur, þær Málfríði og Guðlaugu, og tvö hálf systkini, þau Bertu og Al- bert. Guðmundur ólst upp á Seltjarnanesi og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla. Í níu sumur var hann í sveit á Þambárvöllum á Ströndum, þar undi hann sér einstaklega vel. Um 16 ára aldur fór hann til sjós, bæði á varðskipum og farskipum, undi hann hag sín- um vel þar næstu árin. Hann hóf nám við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík 19 ára gamall og lauk þar farmannaprófi árið 1966, þá tæplega 22 ára gam- all. Að útskrift lokinni réð hann sig sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni þar sem hann starfaði í tvö ár og var farsæll og framtíðin björt hjá ungum stýrimanninum. En þá gripu örlögin inn í sem hafði afgerandi áhrif á líf hans næstu 20 árin. Árið 1968 gerðist hann kompásviðgerðar- og leiðrétt- ingamaður áttavita í skipum er faðir hans veiktist, en faðir hans starfrækti kompás- viðgerðir og leiðréttingar. Guðmundur giftist eiginkonu sinni, Guðmundu Andr- ésdóttur, fæddri á jólum í Vestmannaeyjum árið 1945, hinn 22. júlí 1967 en þau höfðu kynnst nokkrum árum áður. Guðmunda lést 23. febrúar 2018. Þau eignuðust fjögur börn, þau Konráð járnsmið, Bryndísi handverkskonu, Svav- ar sjávarútvegsfræðing, og Guðlaugu þjónustufulltrúa. Aft- ur gripu örlögin inn í líf Guð- mundar með grimmilegum hætti í desember 1987 sem lamaði allt starfsþrek hans allt til æviloka. Útför Guðmundar var gerð frá Garðakirkju 19. nóvember 2015. Meira: mbl.is/minningar Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR TÓMASSONAR, Sólheimatungu. Rita Larsen Helle Larsen Júlíus Árni Rafnsson Kristín Sigríður Sigurðardóttir og afabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.