Morgunblaðið - 28.08.2018, Síða 27
1950-51, við unglingaskólann að Brú-
arlandi í Mosfellssveit 1953-54 og var
skrifari fjárveitinganefndar Alþingis
1956-57.
Sigurjón var sóknarprestur í
Brjánslækjarprestakalli 1959-60 og
kennari við Gagnfræðaskólann í
Kópavogi 1960-63. Stærstan hluta
starfsævinnar var Sigurjón sóknar-
prestur í Kirkjubæjarklausturs-
prestakalli, árin 1963-98, og var pró-
fastur Skaftafellsprófastsdæmis
1989-98.
Sigurjón og kona hans, Jóna Þor-
steinsdóttir, héldu unglingaskóla á
Kirkjubæjarklaustri 1965-68. Hann
var marga vetur kennari við Kirkju-
bæjarskóla á Síðu og stundakennari
við guðfræðideild HÍ, á haustmisseri
1990 og á vormisseri 1998.
Sigurjón sat í stjórn Ungmenna-
félagsins Morguns í Arnarfirði 1941-
45, sat í sambandsstjórn Æskulýðs-
fylkingarinnar 1953-57, í Æskulýðs-
ráði Kópavogskaupstaðar 1961-63,
var formaður skólanefndar Kirkju-
bæjarskóla á Síðu frá stofnun 1970-
98, formaður fræðsluráðs Vestur-
Skaftafellssýslu 1964-74, í skólanefnd
Skógaskóla 1974-98, í skólanefnd
Fjölbrautaskóla Suðurlands 1982-96,
í Fræðsluráði Suðurlands 1982-94 og
formaður þess 1990-94.
Sigurjón var formaður Þjóðhátíð-
arnefndar Vestur-Skaftafellssýslu
1974, oddviti Kirkjubæjarhrepps
1978-82, sat í stjórn Sambands sunn-
lenskra sveitarfélaga 1979-83, for-
maður byggingarnefndar Kirkjubæj-
arskóla og Minningarkapellu séra
Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæj-
arklaustri og undirbúningsnefndar
vegna tvö hundruð ára afmælis
Skaftárelda 1983.
Sigurjón sat í sýslunefnd Vestur-
Skaftafellssýslu 1985-90. Hann var
kirkjuþingsmaður Suðurlands 1986-
98, kirkjuráðsmaður frá ársbyrjun
1998, í stjórn Menningar- og fram-
farasjóðs Sparisjóðs Vestur-
Skaftafellssýslu 1980-98 og formaður
frá 1991, í héraðsnefnd Skaftafells-
prófastsdæmis frá 1985 og formaður
frá 1989 og formaður ritstjórnar
Kristnisögu Íslands í tilefni þúsund
ára afmælis kristnitökunnar árið
2000.
Sigurjón hefur skrifað fjölda
greina í blöð og tímarit um sögulegt
efni, var ritstjóri Nýja stúdenta-
blaðsins og Stúdentablaðsins 1954,
ritstýrði Dynskógum, héraðsriti
Vestur-Skaftfellinga, I-VI bindi,
1982-97, Afmælisriti Prestafélags
Suðurlands 1987, og Verslunarsögu
Vestur-Skaftfellinga í þremur bind-
um, 1987-93. Árið 2006 kom út ævi-
saga Sigurjóns, Undir hamrastáli:
Uppvaxtarsaga og mannlífsmyndir
úr Arnarfirði.
Fjölskylda
Sigurjón kvæntist 12.3. 1955 Jónu
Þorsteinsdóttur, f. 21.2. 1927, d. 6.1.
2001, bókasafnsfræðingi. Hún var
dóttir Þorsteins Kristjánssonar, f.
31.8. 1891, sem fórst með ms. Þor-
móði 18.2. 1943, sóknarprests í Sauð-
lauksdal, og k.h., Guðrúnar Petreu
Jónsdóttur, f. 24.12. 1901, d. 2.5. 1977.
Börn Sigurjóns og Jónu eru Æsa
Sigurjónsdóttir, f. 23.9. 1959, dósent í
listfræði, og Ketill, f. 19.8. 1966, lög-
fræðingur og framkvæmdastjóri.
Barnabörn þeirra Sigurjóns og Jónu
eru sex talsins.
Fóstursystkini Sigurjóns voru
Stefán Ólafsson Thoroddsen, f. 12.6.
1922, d. 1998, útibússtjóri Vesturbæj-
arútibús Búnaðarbankans í Reykja-
vík, og Rut Salómonsdóttir, f. 30.7.
1936, d. 2014, fiskverkunarkona og
húsmóðir á Patreksfirði.
Foreldrar Sigurjóns voru Einar
Bogi Gíslason, f. 3.9. 1906, d. 14.3.
1987, búfræðingur, bóndi, sjómaður
og hreppstjóri á Bakka í Arnarfirði,
síðar iðnverkamaður í Reykjavík, og
k.h., Vigdís Andrésdóttir, f. 3.9. 1891,
d. 30.3. 1986, ljósmóðir.
Sigurjón Einarsson
Kristjana Þórðardóttir
vinnukona á Siglunesi
Einar Guðbrandsson
vinnum. á Siglunesi
Jóna Einarsdóttir
húsfreyja á Vaðli, síðar ekkja í Dufansdal í Arnarfirði
Kristjana Vigdís Andrésdóttir
ljósmóðir í Rvík
Andrés Björnsson
b. á Vaðli, Barðaströnd og
form. í Oddbjarnarskeri
Rósa Ketilsdóttir
húsfr. á Barðaströnd
Björn Sigurðsson
b. á ýmsum bæjum á Barðaströnd
Ásthildur
Ólafsdóttir
húsfreyja í
Hafnarfirði
Kristján Bersi Ólafsson
skólam. í Hafnarfirði
Tryggvi Harðarson fyrrv.
bæjarfulltr. og bæjarstj.
Ólafur Þ.Harðarson
prófessor í
stjórnmálafr. við HÍ
Ragnhildur
Gísladóttir
húsfreyja í
Hafnarfirði
Ólína
Andrés-
dóttir
húsfr. í
Vatnsdal
Magdalena
Thoroddsen
blaðamaður
Ólína Þorvarðardóttir fv.
skólameistari og alþm.
sr.Halldóra J. Þorvarðar-
dóttir prófastur
Suðurprófastsdæmis
Stefán Thoroddsen
bankaútibússtjóri í Rvík
Björn
Thoroddsen
gítarleikari
Sigríður Jónsdóttir
húsfr. í Feigsdal
Jens Þorvaldsson
b. í Feigsdal í Arnarfirði
Ragnhildur Jensdóttir
húsfreyja á Króki
Gísli Árnason
b. á Króki í Selárdal
Jóhanna Einarsdóttir
húsfr. á Öskubrekku
Árni Árnason
b. á Öskubrekku í Arnarfirði
Úr frændgarði Sigurjóns Einarssonar
Einar Bogi Gíslason
b. og sjóm., síðar iðnverkam. í Rvík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Mikið úrval af snögum
og snagabrettum
Snagabretti frá kr. 930
Snagar frá kr. 265
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Ný
vefverslunbrynja.is
Anna Margrjet Þuríður Claes-sen fæddist 28.8. 1846, dóttirChristian Ludvich Möller,
gestgjafa og kaupmanns í Rvík, og
Sigríðar Magnúsdóttur, f. Norðfjörð.
Fyrri maður Önnu var Jósef Blön-
dal, f. 1839, verslunarstjóri í Graf-
arósi og á Akureyri, síðar veit-
ingamaður í Rvík, er lést 1880. Börn
þeirra voru Kristján, póstafgreiðslu-
maður á Sauðárkróki, Guðrún, hús-
freyja þar, og Óli póstmálaritari.
Síðari eiginmaður Önnu var Jean
Valgard van Deurs Claessen, f. 1850,
kaupmaður á Sauðárkróki og lands-
féhirðir. Anna gekk fjórum börnum
hans í móðurstað er fyrri kona hans,
Kristín Eggertsdóttir Briem, f. 1849,
hafði látist frá kornungum. Í ritinu
Heiðnar hugvekjur og mannaminni
getur Sigurður Guðmundsson skóla-
meistari þess hve Önnu tókst „að
verða eins blíð og nærgætin móðir
stjúpbörnum sínum og sjálfs sín
börnum“, en Sigurður taldi Önnu
bestu manneskju sem hann hafði
kynnst. Börn Valgards voru Eggert
hrl., Ingibjörg, eiginkona Jóns Þor-
lákssonar forsætisráðherra, María,
móðir Gunnars Thoroddsen forsætis-
ráðherra, og Gunnlaugur, brautryðj-
andi röntgenlækninga hér á landi.
Börn Önnu og Valgards sem upp
komust voru Arent stórkpm., afi
Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar borg-
arverkfræðings og Gunnlaugs Claes-
sen hrd., og Anna Valgerða, móðir
Valgarðs Briem hrl. og amma Ólafs
Egilssonar, fv. sendiherra.
Anna var öflug í fjáröflun til bygg-
ingar Sauðárkrókskirkju, var einn
stofnenda Hins skagfirska kvenfélags
1895, forstöðukona þess og mótaði
mjög starf þess langa hríð. Félagið
stofnaði Ekknasjóð Skagafjarðar-
sýslu árið 1900, sá t.d. sængurkonum
fyrir matargjöfum í viku eftir barns-
burð og veitti stúlkum tilsögn í
handavinnu. Við lát Önnu, 20.2. 1918,
stofnaði kvenfélagið „Minningarsjóð
Önnu Claessen“ til að styrkja fátæka
og sjúka.
Í Skagfirskum æviskrám segir:
„Anna var glaðlynd og góðlynd og
hvers manns hugljúfi er henni kynnt-
ist.“
Merkir Íslendingar
Anna M.Þ.
Claessen
95 ára
Ásdís Stefánsdóttir
90 ára
Ásmundur Jónsson
Klara Kristjánsdóttir
Sigríður G. Guðjohnsen
85 ára
Laufey A. Lúðvíksdóttir
Sólveig G. Eysteinsdóttir
Steinunn D. Sveinsdóttir
80 ára
Aðalgeir Gísli Finnsson
Dagbjört Kristín Torfadóttir
Friðrik M. Árnason
Margrét Þóra Vilbergsdóttir
María Andrea Hreinsdóttir
75 ára
Daði Þröstur Þorgrímsson
Edda Sigríður Sigfúsdóttir
Gunnar Snorrason
Helgi Gunnarsson
Hjörtur Guðjónsson
Kristján Á. Ögmundsson
Ólöf Erla I. Waage
Sturlaugur Jón Einarsson
Zophonías Baldvinsson
70 ára
Erla Guðrún Hafsteinsdóttir
Erna Hlöðversdóttir
Erna Jóna Arnþórsdóttir
Guðlaugur Loftsson
Kolbrún Gunnarsdóttir
Michael E. Fitzgerald
60 ára
Atli Elfar Atlason
Hallgrímur Bergsson
Iðunn Gestsdóttir
Ingólfur Freysson
Jóhann Sigurólason
Jóhann S. Kristbergsson
Kristín Ágústsdóttir
Sigurður Egilsson
Valdimar Stefánsson
50 ára
Albert Hilmarsson
Aldís Kristjánsdóttir
Bragi Rúnar Jónsson
Frosti Friðriksson
Guðmundur Jónsson
Halldór Þráinsson
Hrafn Ómar Gylfason
Jóhann Haukur Sigurðsson
Kristjana Hafliðadóttir
Normunds Jansons
Skúli Tómas Gunnlaugsson
Steinunn Arnars Ólafsdóttir
Unnsteinn B. Árnason
40 ára
Alketa Telati
Ásta Lovísa Pálsdóttir
Björn Bender
Catalin A. Sipoteanu
Edda Fanney Jónsdóttir
Guðbjörn Dan Gunnarsson
Halldór Tinni Sveinsson
Jónas Þór Gunnarsson
Linda Kristín Adolfsdóttir
Oddný Svana Friðriksdóttir
Ólafur Ragnar Ingvarsson
Priyanka Sahariah
Rebekka Rut Rúnarsdóttir
Sigríður Vigdís Þórðardóttir
Tomasz Kedzierski
Þóra Ósk Guðjónsdóttir
30 ára
Birgitta Dröfn Hraundal
Dúna Arnórsdóttir
Einar Hjörleifsson
Elvis Gudkovs
Erling Þór Birgisson
Ragna Þyri Ragnarsdóttir
Sandra Ýr Andrésdóttir
Snorri Helgason
Þórdís Erlingsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Ólafur ólst upp í
Grundafirði, býr í Reykja-
vík og er lagermaður hjá
Iðnvélum í Reykjavík.
Maki: Elísa Hallfreðs-
dóttir Nielsen, f .1993, í
móttöku hjá Heilsubót.
Foreldrar: Skarphéðinn
Ólafsson, f. 1962, skip-
stjóri á hvalaskoðunar-
skipi frá Grundarfirði, og
Lilja Magnúsdóttir, f.
1965, ritari við Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga. Þau
búa í Grundarfirði.
Ólafur Kristinn
Skarphéðinsson
30 ára Kristín ólst upp í
Eyjum, býr í Reykjavík,
lauk meistaraprófi í lög-
fræði frá HÍ og var að
flytja heim frá útlöndum.
Maki: Jóhannes Eiríks-
son, f. 1983, yfirlögfræð-
ingur Creditinfo Group.
Börn: Katrín Eva, f. 2013,
og Jón Helgi, f. 2016.
Foreldrar: Helga Guð-
jónsdóttir, f. 1952, og
Grímur Jón Grímsson, f.
1949. Þau búa í Hafnar-
firði.
Kristín Alda
Jónsdóttir
30 ára Gunnur ólst upp í
Reykjavík, lauk BA-prófi í
leikstjórn frá Tónlistar- og
leiklistarháskólanum í
Hamborg, stefnir á tökur
á stuttmynd, heldur nám-
skeið í haust í Hinu hús-
inu og mun síðan leika
Kasper Hauser í sam-
nefndu leikriti í Berlín.
Foreldrar: Ásdís Thor-
oddsen, f. 1959, kvik-
myndagerðarmaður, og
Martin Schlüter, f. 1957,
kvikmyndagerðarmaður.
Gunnur
Martinsdóttir