Morgunblaðið - 28.08.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er ekki nóg að vita hvað er manni
fyrir bestu heldur er nauðsynlegt að tileinka
sér það. Ekki gefa upp vonina því fólk mun
endurskoða afstöðu sína gagnvart þér síðar í
vikunni.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur verið dýrkeypt að blanda sér
í annarra mál að ástæðulausu. Hugsaðu þig
ekki tvisvar um þegar þú færð atvinnutilboð
sem þig hefur dreymt um.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Leggðu þitt af mörkum svo sam-
starfið gangi áfallalaust fyrir sig. Vertu
óhrædd/ur þegar þú útskýrir hugmyndir þín-
ar fyrir öðrum. Þú leggur blessun þína yfir
ástarsamband vinar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Notaðu daginn til hugleiðslu eða
jógaiðkunar eða njóttu fegurðar í kyrrlátu
umhverfi. Haustið er þinn tími, þú fyllist orku
og bjartsýni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú mátt ekki láta leiðindi þín bitna á
þínum nánustu. Kenndu unglingnum að bera
sig eftir björginni. Það er gott veganesti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf
þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um
sinn. Kurteisi kostar ekkert. Upp úr þurru
birtist gamall ástvinur og biður um annan
séns.
23. sept. - 22. okt.
Vog Búðu til lista yfir ólokin verkefni og
reyndu að ljúka þeim á tilsettum tíma. Þú
snýrð baki við skemmtanalífinu, búin/n að fá
nóg.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú þarf að hefja viðræður og
komast að samkomulagi. Árekstrar við ná-
komna munu reyna töluvert á þig. Þú hefur
stundum veðjað á vitlausan hest í ásta-
málum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitt og annað er að angra þig
bæði heima og í vinnunni. Róaðu hugann og
þá kemur svarið fljótt. Þú ert stoð og stytta
foreldra þinna.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér lætur vel að stjórna en ástvin-
ur þarf að læra hvernig hann á að bjarga sér í
lífinu. Segðu já ef þú færð boð í brúðkaup.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert svo kappsfull/ur að þér
hættir til að sýna öðrum sem fara sér hægar
óþolinmæði. Sýndu skoðunum annarra virð-
ingu og leitaðu samkomulags við þá.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hugsaðu þig vel um áður en þú hleyp-
ur eftir hugdettum. Hlýddu á alla málavexti
áður en þú lætur til skarar skríða.
Ég hitti karlinn á Laugaveginumvið Laugaveg 66. Hann var
snöggur upp á lagið og sagði: „Ég
er að koma ofan af Holtinu, fékk
grjónagraut og slátur eins og vant
er á laugardögum. Áttræðisafmæli
þitt bar á góma:
„Víst er sá karl okkur kær,“
sagði kerling mín, eiður sær!
„Samt finnst mér um of
þetta endemis lof
sem yfir hann helltist í gær.““
Og með það var hann þotinn, –
gaf sér ekki tíma til að kveðja.
Ég er þakklátur og snortinn vil
ég segja fyrir góðar kveðjur sem ég
fékk áttræður. Ég var hikandi við
að birta vísur en Pétur sonur minn
rak mig til þess – og ég læt skeika
að sköpuðu. Ólafur Stefánsson reið
á vaðið 19. ágúst: „Í næstu viku fyll-
ir vinur okkar, Halldór Blöndal,
áttugasta árið og af því tilefni er
kjörið að senda honum vísu á Leir-
inn. Ég byrja þá svona:
Sjálfstæður í sól og hlýju,
semur kíminn brag.
Hann er orðinn áttatíu,
ára loks í dag.“
Við Guðmundur Arnfinnsson
voru saman í MA og kváðumst þá á:
Sú er einlæg óskin mín
innst í sölum Braga
undu sæll við óð og vín
eins og forðum daga.
Síðan kemur Sigrún Haralds-
dóttir:
Fylgi þér gleðin fótmál hvert,
fagni þér glit á bárum,
minnstu þess helst sem mest er vert
að muna frá liðnum árum.
Filli – Friðrik Steingrímsson
Þó að ellin þrífi völd
þú skalt lifa glaður,
sáttur fram á síðsta kvöld
sóma og heiðurs maður.
Sigurlín Hermannsdóttir sendi
stöku:
Kveðju einnig kveða vil
kátum aldurs hali
er vísum heldur haga til
– hann má kallast smali.
Hafsteinn Reykjalín frá Hauga-
nesi sendi kveðju:
Ég hamingju óskir þér Halldór sendi,
Hafsteinn sem eitt sinn var nemi þinn.
Líf þitt var gjöfult með góðan endi,
gæfan þér fylgi enn, vinur minn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vegna áttræðisafmælis
míns
„ÞEIR ÞURFA ÞESSA UPPFÆRSLU STRAX.
NETIÐ LIGGUR ENN NIÐRI, ÞANNIG AÐ
ÞÚ VERÐUR AÐ NOTA STIGANN.“
„ÉG ER ALVEG BÚINN AÐ STEINGLEYMA
ÞVÍ, ER ÁRIÐ EIN MILLJÓN F.KR. EÐA
TVÆR MILLJÓNIR F.KR.?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fatta að það
er snillingur í
fjölskyldunni.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA FÍLAR
BROSIÐ MITT
MIG
VERKJAR
GJALD
ÁSTARINNAR ER
HÁTT
HÆTTU AÐ VORKENNA ÞÉR! FARÐU OG GERÐU
ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR BEST! RÁN, RUPL OG AÐ
SKILJA EFTIR ÞIG SLÓÐ EYÐILEGGINGAR!
HÆTTU AÐ REYNA AÐ
KÆTA MIG!
Þrátt fyrir að telja sig nokkuðframbærilegan þjóðfélagsþegn
getur Víkverji vel fallist á að hann er
ekki gallalaus. Sjálfsagt mætti eitt
og annað betur fara en sumu verður
vart breytt úr þessu. Til að mynda
því að Víkverji er stundum dálítið
seinn að tileinka sér nýjungar. Ekki
vantar að hann er vel með á nót-
unum og veit af öllu sem er í gangi í
kringum hann. Það vantar bara
stundum að taka skrefið.
x x x
Um liðna helgi lét Víkverji loksinsverða af því að fara á alvörubíla-
þvottastöð. Einhverra hluta vegna
hafði Víkverji fram til þess aðeins
notast við snertilausar stöðvar, þeg-
ar ekki var hægt að plata einhvern í
fjölskyldunni til að sjá um verkið.
Snertilausu stöðvarnar eru svo sem
ágætar. Maður situr inni í kyrr-
stæðum bílnum meðan það er spúlað
og sprautað á hann. En engir eru
burstarnir því þetta er jú snertilaus
stöð.
x x x
Nema hvað. Fyrir einhverja rælnirenndi Víkverji amerískri bif-
reið sinni hinum megin að þvotta-
stöðinni að þessu sinni. Þar var hon-
um vísað aftast í röð (kannski að
röðin hafi fælt hann frá áður …) og
fyrr en varði hófust leikar. Sá amer-
íski var settur í hlutlausan gír og
rann í rólegheitum í gegnum mikinn
ævintýraheim.
x x x
Fyrst sprautuðu kallarnir sápu ogefnum á bílinn en svo tóku vél-
arnar við. Og þá byrjaði fjörið. Bón í
öllum regnbogans litum, vatns-
sprautur og kústar léku við sjálf-
rennireiðina í nokkrar mínútur áður
en ógnarsterk ryksuga þurrkaði
hana að endingu. Víkverji yngri
skríkti af gleði í aftursætinu og sá
eldri gat vart leynt gleði sinni held-
ur. Þegar verkið var tekið út verður
að viðurkennast að þetta var
kannski ekki besta bónmeðferð sem
bíllinn hefur fengið. En það skrifast
að einhverju leyti á Víkverja sem
hefur vanrækt farartækið og þrif á
því. Það mun ekki líða svo langt á
milli ferða aftur.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Eins og faðir sýnir miskunn börnum
sínum, eins hefur Drottinn sýnt mis-
kunn þeim er óttast hann.
(Sálm: 103.13)