Morgunblaðið - 28.08.2018, Side 31

Morgunblaðið - 28.08.2018, Side 31
spenntur fyrir því að koma og leik- stýra hér. „Þessi sýning á sér- kennilega vel við í dag, nú þegar ým- is teikn eru á lofti um uppgang fasískrar hugsunar, hvort sem litið er til Bandaríkjanna, Mið-Evrópu eða jafnvel Norðurlanda. Samt er svo ótrúlega skammt síðan heim- urinn gekk gegnum hörmungar vegna slíkra hugmynda,“ segir Ari. „Það er merkilegt að Chaplin skuli hafa gert þessa kvikmynd, Einræð- isherrann, árið 1939, en í henni er svo mikil tilfinning fyrir því sem átti eftir að gerast. Þetta er satíra en gríðarlega falleg saga. Og mikið leikhús, heldur betur, og gleðilegt að fá að sjá Sigga Sigurjóns leika Chaplin, þann listamann sem Siggi hefur dáð mest af öllum. Ilmur Kristjánsdóttir er í öðru aðal- hlutverki og margir aðrir frábærir leikarar taka þátt. Leikgerðin er ótrúlega skemmtileg og ég hlakka mikið til.“ Kjósa um framvinduna Þitt eigið leikrit – Goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson verður frumsýnt í Kúlunni seint í janúar, í leikstjórn Stefáns Halls Stefáns- sonar. Bókaröð Ævars Þórs „Þín eigin saga…“ hefur notið mikilla vinsælda en þar geta lesendur ráðið miklu um það hvernig sagan þróast. Eins verður það í leiksýningunni þar sem áhorfendur fá að kjósa hvaða stefnu leikurinn tekur. Ari segir þá Ævar Þór og Stefán Hall hafa komið til sín og sagst hafa áhuga á að gera þá spennandi til- raun, að heimfæra aðferð Ævars í sögunum upp á leiksviðið. „Og það er frábær hugmynd,“ segir hann. „Við leggjum Kúluna undir verkið og gjörbreytum henni, meðal annars með því að nota nýja vídeótækni sem hefur ekki verið reynd hér á landi áður, en verðum samtímis með alveg hefðbundið frásagnarleikhús. En það verða rafrænar kosningar í sýningunni og engar tvær því eins.“ Í febrúar verður fyrra klassíska leikritið á leikárinu frumsýnt, Jóns- messunæturdraumur, einn vinsæl- asti gamanleikur Williams Shake- speare í leikstjórn Hilmars Jónssonar. „Nú heitir verkið ekki Draumur á Jónsmessunótt heldur Jónsmessunæturdraumur, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns. Við er- um lánsamari en Englendingarnir sem sitja alltaf uppi með gömlu gerðina af leiktextanum,“ segir Ari og brosir kankvíslega. Við höfum látið þýða nokkur klassísk verk fyrir okkur upp á nýtt á síðustu árum en með nýrri þýðingu færist verkið nær áhorfendum í samtímanum. Ég hef sagt í hálfkæringi að það sé lán okkar hér hvað illa sé búið að íslenskum höfundum, að við getum ráðið þá til að þýða fyrir okkur. Þór- arinn leggur sinn húmor og lífssýn í þýðinguna. Hann er líka að þýða Hamlet fyrir okkur og það sem ég hef séð er frábærlega gert. Hilmar Jónsson hefur ekki leik- stýrt hjá okkur í nokkur ár en hefur verið að gera það gott í Svíþjóð. Hann hefur mjög skemmtilegar hugmyndir um sviðsetninguna en við færum verkið í nútímann. Þess má geta að Eva Signý Berger gerir leikmyndina og Karen Briem bún- ingana; hún er nýliði hér en gerði frábæra búninga fyrir uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar á Eddu í Hannover. Í verkinu leika nokkrir af okkar allra yngstu útskrifuðum leikurum, ásamt öðrum marg- reyndum. Þetta er fallegt og skemmtilegt leikrit, mikið ævintýri.“ Fullt af „gnarrískum“ húmor Snemma í apríl verður nýtt leikrit Jóns Gnarr, Súper – þar sem kjöt snýst um fólk síðan frumsýnt. Það er sagt bráðfyndið og fullt af „gnarr- ískum“ húmor og pælingum. Í verk- inu hittist fólk í stórmarkaði og á í einlægum samræðum – eða er það að tala við sjálft sig? Benedikt Erl- ingsson leikstýrir. „Hann er í miklu og góðu stuði, hann Benni,“ segir Ari og það er svo sannarlega rétt, kvikmynd hans Kona fer í stríð hefur hlotið verð- skuldað lof. „Hann er hlýr og góður leikstjóri og ég hef mikla trú á sam- starfi þeirra Jóns Gnarr. Ég hef lengi átt þann draum að sviðsetja Sköllóttu söngkonuna eft- ir Ionesco en það er bara klukku- tíma langt verk og mig vantar ann- að að sýna á móti því. Jón var hér og ég fór að ræða hvort hann væri til í skrifa slíkt verk og hann var með hugmynd sem við lögðum upp með. En það stækkaði, karakter- unum fjölgaði og þegar stefndi í sýningu í fullri lengd þá var Sköll- óttu söngkonunni ýtt út.“ Hann brosir. „Þetta leikrit er algjörlega í anda Jóns Gnarr. Það er nokkuð súrt og fjallar jafnt um þjóðernisrembing sem ástina og lífið – og það er mjög skemmtilegt. Þar á eftir sýnum við svo aðra klassík, Loddarann eftir Molière, mjög skemmtilegt leikrit sem er reglulega sett upp víða um lönd og er um hræsnarann Tartuffe sem fer alla leið og fokkar öllu upp!“ Öll almennileg þjóðleikhús verða reglulega að sýna verk eftir Molière og það er gaman að geta sýnt verk eftir þá Shakespeare á sama leik- árinu. Til að leikstýra því kemur Stefan Metz sem hefur sett upp nokkrar sýningar hjá okkur. Hann hefur undanfarið leikstýrt á Dramaten og Stadsteater í Stokk- hólmi, á Spáni og í Þýskalandi. Hann er frábær leikara-leikstjóri, bæði kröfuharður og nákvæmur. Leikarahópurinn er líka frábær, með Hilmi Snæ fremstan sem Tar- tuffe. Við verðum með glænýja þýðingu eftir Hallgrím Helgason. Karl Guð- mundsson þýddi leikritið á sínum tíma í bundnu máli og svo þýddi Pétur Gunnarsson leikgerð sem var ekki í bundnu máli og var sýnd í Borgarleikhúsinu fyrir um 25 árum – ég lék einmitt í henni. En Hall- grímur fer eftir bragarhætti Mol- ière og það er mjög spennandi enda er Hallgrímur mikill orðsins mað- ur.“ Forvitnileg samstarfsverkefni Auk fyrrnefndra sýninga Þjóð- leikhússins verða nokkur forvitnileg samstarfsverkefni með ýmsum leik- hópum færð á svið hússins. Athygli vekur að hópurinn Leikhúslista- konur 50+ hefur flutt sig frá Iðnó í Þjóðleikhúskjallarann og setur í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur í nóvember upp sýninguna Fjall- konan fríð – eða hefur hún hátt? Ari fagnar því að þær séu komnar í hús- ið og vonar að þær finni þar bæði skjól og stuðning. „Þetta eru snjall- ar og þroskaðar listakonur sem styrkja ásýnd stofnunarinnar og geta leiðbeint okkur hinum með fal- legum hætti,“ segir Ari og bætir við að varðandi samstarfssamninga þá hafi hann ekki stundað að leita til þeirra hópa sem fái hæstu styrkina hjá Leiklistarráði, vegna þess að þeir séu vel fjármagnaðir. „Ef við göngum til samstarfs þá styðjum við hópana eftir megni. Leik- húslistakonur 50+ verða með tvær sýningar í kjallaranum í vetur og ég hlakka til að sjá þær. Áður, eða í október, setur Pálína Jónsdóttir í samstarfi við Leikhóp- inn Leiktóna upp í Kúlunni sýn- inguna Ég heiti Guðrún. Þetta er frábært leikrit, sorglegur gaman- leikur um vináttu fjögurra kvenna en ein greinist með Alzheimer. Sig- rún Waage leikur aðalhlutverkið.“ Insomnia eftir Amalie Olesen verður sett upp í Kassanum í nóv- ember, í samstarfi við Stertabendu og í leikstjórn Grétu Kristínar Óm- arsdóttur. Í verkinu eru skoðuð áhrifin sem gamanþættirnir Friends hafa haft á sjálfsmynd kynslóða, í sýningu sem er sögð bæði beitt og fyndin. Ari segir Grétu Kristínu vera einn allra efnilegasta unga leik- stjórann og kröftugur leikhópurinn muni leyfa sér að fara út á ystu mörk í satírunni. Sviðslistahópurinn Marble Crowd flytur dansverkið Moving Mount- ains á sviðslistahátíð í nóvember en verkið var frumflutt í Hamborg í fyrra og tilnefnt til verðlauna í Þýskalandi. Velkomin heim! eftir Maríu Thelmu Smáradóttir verður frum- sýnt í Kassanum í febrúar, í leik- stjórn Andreu Vilhjálmsdóttur og í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Ari segir verkið byggt á einleik sem María Thelma flutti í leiklistarnámi og hefur unnið áfram. „Hann byggist á ævi og sögu móður hennar sem var fátæk og mun- aðarlaus í Taílandi og veit ekki einu sinni hvaða dag hún fæddist, bara að það hafi verið á monsúntímanum,“ segir Ari. „Nú mun dóttir hennar flytja verkið hér á sviði, fyrsta leik- konan af asískum uppruna sem út- skrifast hér úr leiklistardeildinni. Hún er hæfileikarík, lék hjá okkur í vetur og ég vona að hún geri það áfram.“ Ari bætir við að Þjóðleikhúsið eigi að vera fyrir alla Íslendinga, jöfnum höndum bókmenntafræðinga og tré- smiði; allir séu velkomnir í húsið. „Í kjallaranum starfa tveir frábærir hópar til, Improv Ísland og Mið- Ísland. Á sýningar þess síðarnefnda komu þúsundir gesta árlega og þar á meðal fólk sem hefur aldrei áður komið í húsið; ég vona að það öðlist áhuga á að koma víðar hér við í hús- inu og sjá fleiri sýningar.“ Fólk sem brennur fyrir listina Athygli vekur að þegar litið er til kynjaskiptingar höfunda og leik- stjóra verkanna sem fara á svið í vetur þá virðist hún vera hnífjöfn. „Það er eins og best verður á kosið,“ segir Ari. „Stundum hallar aðeins í aðra áttina, eða hina. Samfélagið er byggt til helminga af körlum og kon- um og það er eðlilegt að við segjum til jafns sögur karla og kvenna og að sjónarmið karla og kvenna ráði jafnt för um listræna útfærslu. Stundum tekst það vel, stundum aðeins verr, og þá er markmiðið að lagfæra það. Þá er líka mikilvægt að gefa bæði tækifæri yngri sem eldri listrænum stjórnendum. Það er markmið mitt að hér í Þjóðleikhúsinu sé breiðfylk- ing ólíkra listrænna stjórnenda. Þetta er mjög stór menningar- stofnun, hvernig sem á er litið, og um 300 manns á launaskrá. Fólk sem býr yfir miklu listfengi, í raun brennur fyrir listina, og gerir eins og það getur í að skapa mikilvægar og eftirminnilegar sýningar fyrir gesti okkar,“ segir Ari. verði frábært“ Morgunblaðið/Einar Falur » Það er eðlilegt að viðsegjum til jafns sög- ur karla og kvenna og að sjónarmið karla og kvenna ráði jafnt för um listræna útfærslu. Þjóðleikhússtjórinn Ari Matt- híasson við innganginn að leik- húsinu, þar sem stórsýningin Ronja Ræningjadóttir er aug- lýst. „Það verður risastór sýn- ing, 30 manns á sviðinu og öllu tjaldað til!“ segir hann. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.