Morgunblaðið - 28.08.2018, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
ICQC 2018-20
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir mánudaginn 3. september
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Börn &
uppeldi
Víða verður komið við í uppeldi barna í
tómstundum, þroska og öllu því sem
viðkemur börnum frá fæðingu
til 12 ára aldurs.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 7. sept.
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ fara
fram nk. föstudagskvöld í Hörpu og
verður sjónvarpað beint. Er það í
þriðja sinn sem Sinfóníuhljómsveit
Íslands og RÚV taka höndum sam-
an og halda tónleika í beinni með
verkum sem almenningur hefur
fengið að velja. Í tilefni af 100 ára
fullveldisafmælinu í ár er áherslan
nú sett á íslenska tónlist 20. og 21.
aldar.
Í nýjum búningi
Að sögn Höllu Oddnýjar Magn-
úsdóttur, annars kynna tónleik-
anna, gat almenningur valið á milli
yfir fjörutíu verka en búið var að
forvelja verkin til að auðvelda kosn-
inguna. „Verkin eru úr öllum flokk-
um íslenskrar tónlistar og var það
mikilvægt að fólk gat valið eftir
flokkum, hvort sem um ræddi kór-
verk eða hljómsveitarverk, til að
tryggja að fjölbreytnin væri í fyrir-
rúmi. Flestir þekkja sennilega ís-
lensku einsöngslögin sem eru sung-
in við mörg tilefni og það er gaman
að hafa tækifæri til að hampa þeim,
en svo er ekki síðra að fá ástæðu til
að grúska í og kynnast þeim frá-
bæru íslensku tónverkum sem
færri þekkja. Ég get sagt það fyrir
mína parta að það er margt á list-
anum sem telst til okkar öndvegis-
tónverka, en hljómar ekki endilega
oft á tónleikapalli og maður þekkir
kannski alls ekki vel. Þetta á líka
við um frábær íslensk tónverk frá
síðustu áratugum, en samtíma-
tónlistin á einmitt mjög sterka full-
trúa á þessum tónleikum og nýjasta
tónverkið á dagskránni er frá
2010.“
Af þessum sökum var ráðist í
gerð útvarpsþátta á Rás 1 samhliða
kosningunni sem Guðni Tómasson
gerði, þar sem farið var í gegnum
verkalistann og hann kynntur fyrir
almenningi. Lokaútfærsla tónleika-
dagskrárinnar var svo í höndum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Halla Oddný segir að athygl-
isvert verði að hlýða á lög sem allir
þekkja í nýjum og glæsilegum bún-
ingi.
„Það hefur oft komið mér á óvart
í Klassíkinni okkar hvað kunnugleg
verk sem maður hefur margsinnis
heyrt, stundum jafnvel bara í kvik-
myndum eða auglýsingum, virka
sterkt og ferskt á mann þegar mað-
ur heyrir þau á tónleikum í fram-
úrskarandi flutningi. Maður endur-
uppgötvar þau algjörlega.“
Fimm kórar koma fram á tón-
leikunum; Gradualekór Langholts-
kirkju, Hamrahlíðarkórinn, Karla-
kórinn Fóstbræður, Skólakór
Kársness og Söngsveitin Fílharm-
ónía. Að sögn Höllu hafa þeir allir
sinn eigin hljóm sem gefur tónverk-
unum aukna dýpt. „Þetta verður
mikil veisla fyrir kóráhugafólk,“
segir Halla.
Útsett fyrir hljómsveit
Mikil vinna fór í að útsetja lögin
fyrir stóra hljómsveit að sögn
Höllu. „Fyrstu eiginlegu íslensku
tónskáldin eru að koma fram í lok
19. aldar svo þetta er bara rétt rúm
öld, íslenska tónlistarsenan. Frum-
kvöðlar íslenskrar tónlistar voru að
semja músík meðan það voru ekki
til starfandi hljómsveitir hérna, svo
þeir voru að búa til tónlistarlíf
hérna alveg úr engu. það eina sem
þeir höfðu í raun í höndunum voru
góðir söngvarar og píanóleikarar.
Það hefur því þurft að útsetja þessi
lög fyrir hljómsveit. En það er
merkilegt að hugsa til þess – og til-
efni til að gleðjast yfir því hvað ís-
lensk tónlist hefur vaxið og dafnað.
Við erum orðin svo vön því Íslend-
ingar að eiga frábæra sinfóníu-
hljómsveit og tónlistarmenn á öllum
sviðum, en það er svo stutt síðan
hér var nánast ekki neitt,“ segir
Halla Oddný hlæjandi.
Tónleikarnir fara fram í Eldborg-
arsal Hörpu kl. 20 nk. föstudag, 31.
ágúst.
Fjölbreytt klassíkin okkar
Verk úr öllum flokkum íslenskrar tónlistar, valin af almenningi, flutt í Hörpu
Samtímatónlistin á sterka fulltrúa, að sögn annars tveggja kynna tónleikanna
Morgunblaðið/Hari
Tónlistarunnendur Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson gramsa í einstöku hljómplötu- og diskasafni
ríkisútvarpsins. Þau sjá um Klassíkina okkar sem verður í beinni útsendingu frá Eldborg í Hörpu á föstudaginn.
Bandaríski leikarinn Ethan Hawke
sagði í viðtali nýverið að ofurhetju-
myndir væru ekki eins frábærar og
margir vildu vera að láta. Breska
dagblaðið The Guardian greinir frá
þessu. Hawke tjáði sig sérstaklega
um ofurhetjumyndina Logan.
„Vandamálið er að okkur er sagt
að Logan sé frábær mynd. Hún er
vissulega frábær ofurhetjumynd en
persónur hennar eru samt sem áður
klæddar í níðþröngar buxur og á
þær settar járnhendur. Logan er
hvorki Bresson né Bergman en samt
er látið eins og svo sé,“ sagði Hawke.
Kvikmyndin Logan vann til verð-
launa fyrir mikla tilfinningalega
dýpt sem er ekki algeng í kvik-
myndagrein ofurhetjumynda. Hand-
rit myndarinnar var sömuleiðis til-
nefnt til margra verðlauna.
Ummæli Hawke hafa farið fyrir
brjóstið á mörgum og einhverjir hafa
sakað hann um flottræfilshátt.
Hawke var sakaður um svipaðan
elítisma fyrir fimm árum þegar hann
sagði Óskarsverðlaunin hampa auð-
gleymanlegum og heimskulegum
kvikmyndum.
AFP
Skoðanaglaður Hawke þykir of
mikið gert úr ofurhetjumyndum.
Ofurhetjumyndir
aldrei frábærar
Í umfjöllun um Reykjavík Kabarett í
blaðinu í gær birtist röng dagsetn-
ing fyrir opnar áheyrnarprufur. Þær
fara fram í Þjóðleikhúskjallaranum
fimmtudaginn 30. ágúst kl. 21.
Á baksíðu sama blaðs birtist röng
dagsetning á uppistandi hins finnska
Ismo Leikola. Sýningin, sem nefnist
Words Apart, verður í Tjarnarbíói í
kvöld, þriðjudag, kl. 20.
LEIÐRÉTT
Rangar dagsetningar á prufum og uppistandi
Bandaríska leik-
skáldið Neil
Simon lést úr
lungnabólgu á
sjúkrahúsi í
Manhattan á
sunnudags-
morgun. Simon
var 91 árs að
aldri þegar hann
lést en sam-
kvæmt The New
York Times var hann þekktur fyr-
ir kómedíur sínar sem sýndar voru
á Broadway í áratugi. Simon tók
þátt í því að endurskilgreina am-
erískan húmor með áherslu á líf í
borg og deilur fjölskyldna.
Snemma á ferli sínum skrifaði
Simon fyrir vinsælar sjónvarps-
stjörnur, þar á meðal Phil Silvers
og Sid Caesar.
Síðar skrifaði Simon einnig
kvikmyndahandrit. Hann er þó
þekktastur fyrir leikritahandrit
sín.
Ferill Simon sem leikritaskáld
hófst fyrir alvöru með leikritinu
Barefoot in the Park, sem var
fyrst sett á svið árið 1963 og öðl-
aðist miklar vinsældir. Þar á eftir
kom hver byltingarkenndi gam-
anleikurinn á fætur öðrum frá
Simon, The Odd Couple, Plaza
Suite, The Prisoner of Second
Avenue og The Sunshine Boys.
Frá 1969 til 1980 voru leikrit
hans flutt meira en 9000 sinnum.
Það er met sem ekkert leikskáld
hefur komist nálægt að slá. Árið
1966 voru fjögur leikrit eftir hann
sýnd samtímis á Broadway.
Í grein The New York Times er
Simon sagður hafa „stjórnað
Broadway þegar það var enn eftir-
sóknarvert að stjórna Broadway.“
Endurskil-
greindi
húmorinn
Leikskáldið
Neil Simon