Þróttur - 22.04.1920, Page 6

Þróttur - 22.04.1920, Page 6
42 Þróttúr Barnaskóli Reykjavíkur. í honum hafa verið í vetur 1350 börn, sem skift var í 46 kensludeildir. Hver deild hefir meðal annars, eina kenslustund í fimleikum, í viku hverri. En þar sem að fimleikahús skólans er enn án baðlækja, ltemur þessi fimleika- kensla ekki að tilælluðum notum. Hefir og verið á það bent af ýmsum máls- metandi mönnum. En ekkert stoðar. Enn er Barnaskólinn án baðtækja, og þó eru útsvör bæjarmanna orðin um tvær miljónir króna (1,800000 kr.). — Það verður ekki sagt að blessuð börnin kynnist þar hreinlæti því og þrifnaði, sem böðum er samfara. En hvað lengi geta menn þolað slíkt?------- Nú í vetur hefir skólinn verið tekinn fyrir sjúkrahús, — vegna innflúenzunn- ar. Hvað svo sem menn vilja segja um þá ráðstöfun, sem vitanlega er gerð vegna húsnæðisvandræðanna, skal látið liggja á milli hluta, en þegar það er athugað: 1) að þetta er í annað skiflið sem Barnaskólinn er tekinn fyrir sjúkra- hús, og 2) að: hvern sjúkling þarf að baða, áður en hann útskrifast, þ. e. fer þaðan albata eða á batavegi; getur maður eigi annað en furðað sig á þeirri óhagsjmi, sem lýsir sér í því, að bað- tækjum — og baðklefa — skuli eigi vera komið þar upp. Má þó búast við að enginn gjald- skyldur borgari bæjarins, mundi leggj- ast á móti því. En hvað getur tafið fyrir framkvæmd þessa nauðsynja máls? Á kanske að bíða, með að koma þar upp baði, þar til að innflúenzan heim- sækir oss á ný, og gripið verður til skólans í þriðja sinnið? »Spyr sá sem ekki veitff. En eigi er að undra þótt hreinlæti Islendinga aukist ekki, þegar börnunum í skólunum er ekki einu sinni kent að baða sig eftir fimleikaæfingarnar, sem þar er þó verið að burðast við að kenna. Betra væri að leggja þær alveg niður, ef menn sjá sér eigi fært að hafa kensluna fullkomna, eða að minsta kosti samkvæmt kröfu tímans. Til framtíðarmanna. Samband tóbaksbindindisfélaganna a Þýzkalandi, sendi fyrir skömmu póstkort, með eftirfarandi ummæluni merkra manna. Athugið þau og hugleiðið. »Reykingamaðurinn eitrar loftið 1 kringum sig, og gerir með því mein öllum almennilegum mönnum, sem ekki hafa vanið sig á tóbaksnautmr. W. von Goethe. »Allir menn hafa rétt til að anda að sér hreinu lofti, af því það er nauðsyn- legt fyrir lífið. Reykingamaðurinn viður- kennir ekki þenna rétt annara í verk- inu, hann álítur sig jafnvel hafa rétt til þess beinlínis, að eyðileggja andrúms- loftið fyrir meðbræðrum sínum með tóbaksreyknum«. Próf. dr. K. A. Martin Hartmann. »Það er kjánalegt, að sjá mann dæla heilum skýjum af reyk út og inn um munninn«. Andrew Carnegie. »Baráttan gegn tóbaksnautn, er að minsta kosti eins þýðingarmikil og bar- báttan gegn áfengisnauln, því að tó- baksmaðurinn eitrar loftið og eitrar aðra menn með reyknum. Það ætti að liggja refsing við að reykja í búðum, einkum malvælabúðum, íbönkum, póst- húsum, biðsölum, skrifstofum og yfir höfuð alls staðar, þar sem aðrir geta

x

Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.