Þróttur - 22.04.1920, Side 12
48
Þróttur
II.
Barnatennurnar.
Til skýringar á eftirfarandi iínum,
hugsum vér oss lóðrétta línu, sem dreg-
inn sé milli fremstu framtannanna, og
að sú lína skifti munninum í tvo helm-
inga, hægri og vinstri, línuna köllum
vér miðlínu.
Barnatennurnar eru 20 talins, 10 í
efri kjálka og 10 í neðri kjálka. í efri
kjálka eru 3 framtennur hvorar sínu
megin miðlínu (6 alls) og nefnast (frá
miðlínu til hliðar) miðframtönn (central),
hliðframtönn (lateral) augnatönn (cuspid
eða conine), fyrir aftan hvora augntönn
koma 2 jaxlar (molars) og nefnist sá
er nær augntönn er, fyrsti jaxl (1.
molar), hinn nefnist annar jaxl (2.
molar), í neðri kjálka bera samsvarandi
tennur sama heiti.
Það er nokkuð misjafnt á hvaða aldri
hörn taka tennur, en að jafnaði er kveð-
ið svo að orði, að börn taki tennurnar
eins og hér segir:
Mið-framtennur ....... 5— 7 mánaða
Hlið-framtennur....... 6—10--------
Augntennur ........... 14—21--------
Fyrstu jaxla ......... 11 —16--------
Aðra jaxla ........... 20 — 36 -----
Fullorðins tennurnar eru 32 að tölu,
16 í efri kjálka og 16 í neðri kjálka.
I efri kjálka eru 3 framlennur hvorar
sínu megin miðlínu, og nefnast (frá
miðlínu og til hliðar) mið-framtönn,
hlið-framtönn, augntönn, fyrir aftan
hvora augnatönn koma 5 jaxlar og
nefnast (frá augntönn lil hliðar) fyrsti
forjaxl (1. premolar), annar forjaxl (2.
premolar), fyrsti jaxl (1. molar), annar
jaxl (2. molar) þriðji jaxl eða endajaxl eða
vísdómstönn (3. molar). í neðri kjálka
hafa samsvarandi tennur sama heiti.
Fullorðins lennurnar lætur nærri að
menn taki eins og nú segir:
Mið-framtennur ................ 7 ára
Hlið-framtennur ............... 8 —
Augntennur ................... 12 —
1. Forjaxl...................... 10 —
2. Forjaxl.. ................... 11 —
1. Jaxl ................... 6
2. Jaxl ........................ 12 —
3. Jaxl ..................... 18—25 —
Á þessu sést, að menn taka fyrstu
fullorðins tönnina (1. jaxl) um 6 ára
aldurinn, en það er sérstaklega athuga-
vert, að þessi tönn er tekin áður en
menn missa nokkra barnatönn, og er
það oft, að fólk heldur, að þessi tönn
sé ein af bárnatönnunum, og þá komi
önnur í staðinn og skeytir því þess
vegna síður þó að hún fúni (»brenni»),
en þetta er hættulegur misskilningur
vegna þess, að þessi tönn er, ef svo
mætti að orði komast, mest áríðandi
allra tanna; hún er grundvöllur fyrir
röð tannanna sem á eftir koma, hún
er stærsta tönnin í munninum, henni
ættu börn að geta haldið, ekki skemur
en til 12—14 ára aldurs, helzt alla æfi;
þessari tönn ætti að veita sérstaka at-
hygli; fólk ætti, oftar en það gerir, að
ráðfæra sig við tannlækni á meðan
börnin eru að taka tennur.
Sú venja ætti að ríkja hér, eins og í
öðrum siðuðum löndum, að láta tann-
lækni skoða tennurnar minst einu sinni
eða tvisvar á ári, það gerir tannlæknin-
um auðveldara fyrir, að leiðrétta mis-
fellur og hefta frekari skemdir ef þær
eru byrjaðar, auk þess sparar fólk þá
óþarfa sársauka og óþarfa kostnað síð-
ar meir. Það má ekki draga það að
ráðfæra sig við tannlækni um tennur
barna, þangað til þau fá tannverk, því
að þá er það oftast of seint, þá er
sársauki því oftast samfara og börnin
fá ótta fyrir tannlæknum og skoða þá
sem nokkurs kouar grýlu; en með
tímabæru eftirliti eru tannlækningar
venjulega sársaukalitlar, og þá skapast
samúð og traust milli þessara litlu sjúk-
linga og tannlæknisins, og er það mjög
eftirsóknarvert fyrir hlutaðeigendur.
__________ [Framh.].