Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 12

Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 12
að reyna einu sinni óþreyttur og með langri atrennu. Sverrir er óviss á plankann en hefur á- gæt uppstökk að öðru leyti. Hástökk: 1. Olíver Steinn F. H. 1,75. 2. Ingólfur Steinsson I. R. 1,65. Olíver hefur lengdina í há- stökkið en þyrfti að vera mýkri og slappari bæði fyrir og eftir uppstökkið. Spjótkast: 1. Jón Hjartar K. R. 50,92 m. 2. Oddur Helgason Á. 44,53 metra. Jón er að líkindum búinn að ná sínum bezta árangri í spjót- kasti, hefur sérstæðan stíl, sem þyrfti lagfæringar við. Mótið fór vel fram og var mótstjórninni til sóma. 17. júní Allt frá árinu 1911 hafa í- þróttamenn tileinkað fæðingar- degi Jóns Sigurðssonar forseta, hug sinn og starf, fjölmennt til ýmiskonar leikja og kappmóta og fengið almenning í lið með sér. Um það, hvort eitthvað hafi áunnist, má deila., en hitt er víst, að sá þjóðhátíðarblær, sem nú er kominn á 17. júní, ber að þakka íþróttahreyfing- unni. I ár héldu ýms félög og fé- lagasambönd daginn hátíðlegan og mun hér verða skýrt frá helztu úrslitum í mótinii hér í Reykjavík, með örfáum línum. Um úrslít í 100 metra hlaupi voru áhorfendur einna áhuga- samastir, enda leiddu þeir enn á ný saman hesta sína þeir Olíver, Finnbjörn og Brynjólf- ur að viðbættum Jóh. Bernhard sem um nokkur ár hefur verið sá sterki á þessari vegalengd. Úrslitin urðu þessi: 1. Finnbjörn Þorvaldsson L R. á 11,4. 2. Brynjólfur Ing- ólfsson K. R. á 11,6 og skák- aði þar með Oliver Steini F. H. , sem lét sér nægja 3ja sætið að þesu sinni. Jóh. Bernhard K. R. varð 3. í milliriðli á móti þeim Finnbirni og Oliver og komst þar af leiðandi ekki í úrslit. 1 hástökki sigraði Skúli Cluð- mundsson K.R. og stökk 1,80 m. sem er ágætt afrek svo snemma sumars og hann lítið æfður vegna anna við stúdentspróf. 2. varð Olíver Steinn F.H.með 1,75 m. og 3. Sigurður Norðdál Á. I, 65. I kúluvarpi sigraði Jóel í. R. og náði sínu bezta afreki 13,47 Finnbjörn Þorvaldsson m. 2. varð Jens Magnússon K. R. með 12,00 m. Kringlukastið var aumasta í- þróttin hvað afrek snerti, enda hvorugur með, Ólafur, methaf- inn, eða Iiuseby. Jens Magnús- son varð þarna 1. kastaði 33,8 metra. Langstökkið vann Oliver. — Stökk 6,38 m. 2. Sverrir Emils- son K. R., stökk 6,17 m. • Enginn hinna 8 sem einnig stukku, komst í nálægð við 6 metrana. Form. K.R. fimmtugur Erlendur Ó.. Pétursson, form. K. R., varð fimmtugur 30. maí síðastl. Það hefur margt verið um hann ritað í tilefni afmælis- Form. í. R. óskar form. K. R. tilhamingjuá 50ára afmælinu. ins og mikið lof á hann borið. Við því 'er ekkert að segja, því hann mun eiga það allt. En af því að við erum gamlir félagar bæði úr í. R., K. R. og fleiri félögum, auk þess skólabræður úr Verzlunarskóla Islands, þá langar mig til að spila með. Það, sem sérstaklega liefur einkennt Erlend í mínum aug- um, er hans góða hjarta, glaða viðmót og tryggð hans við alla og allt, sem honum er trúað fyrir. Þessir kostir hans hafa æfinlega yfirhöndina í hverju máli sem hann vinnur fyrir. Svo mikill K. R.-ingur er Iveppni í öðrum greinum bíð- ur þar til síðar í sumar vegna gagngerðra viðgerða á hlaupa- brautum vallarins. 6 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.