Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 13

Þróttur - 01.06.1943, Blaðsíða 13
hann, að. hann gleymir því allt- af að hann er í. R.-ingur þang- að til reikningur fyrir árgjald- ið kemur, en þá brosir hann og borgar, og þetta hefur endur- tekið sig í bráðum þrjátíu ár' Þökk sé honum. Allir þekkja Erlend, og er því óþarfi að hafa þessar línur fleiri. Aðeins vil ég þakka hon- um samvinnuna fyrr og síðar, og óska þess að enn fáum við að njóta þessa góða drengs lengi. Manstu þegar þú varst kall- aður Lindi í Götuhúsiun og ég Hallijóh.? Tennis Tennis og bad- minton hafa ver- ið iðkuð mjög í Reykja- yík und- anfarin ár. Nu virðist sem meira fjör vera að færast í þessar í- þróttir, sem hafa þann stóra kost fram yfir margar aðrar, að þær geta inenn á öllum aldri iðkað. K. R. hefur marga iðk- endur á sínum tveim völum, og 1. R. hefur 60 fasta á sínum ný- byggðu tennisvöllum. T. L. R. er að byggja einn völl, svo nú verða tennisvellirnir fimm í Reykjavík, sem almenningur hefur aðgang að. Islandsglíman Islandsglíman fór fram 1. júní s. 1. Keppendur voru 13, en einn gekk úr leik vegna meiðsla eftir þrjár glímur. Sigurvegari varð að þessu sinni Guðmundur Ágústsson U. M.P. Vöku, hlaut bæði nafnbót- ina Glímukonungur Islands og glímusnillingur Islands og þar með gripi þá, sem um er keppt í þessari íþróttagrein, glímu- beltið og glímusnillingsskjöld- inn. Fyrvefandi beltishafi, — Kristmundur Sigurðsson, K. R., varð að þessu sinni í.unar að vinningum, fékk tvær bvltur fyrir þeim Guðmundi Ágústs- syni og Jóh. Olfassyni, Á., er varð næstur Kristmundi að vinningum. Islandsglíman hefur verið háð allt frá árinu 1905 með þriggja ára hvíldartímabili ó- friðarárin fyrri, 1914—18. Lengst af hefur glíman vak- ið óskifta athygli æskumanna landsins og draumur margs snáðans verið sá, að komast í þessa keppni, eftir að hafa tek- ið í buxnastreng félaga síns á túni og fundið þennan óskemti- lega fyrring í taugunum, sem almennt er nefndur glímu- skjálfti. Um jiessa glímu er hægt að segja, að vel hefðu mátt sjást fleiri brögð, meiri léttleiki, en minna af bolinu, áníðslunni og sviftingum án bragða. Yfirleitt fannst mér lítið til- þrif vera hjá keppendum, enda eðlilegt, þar sem margir hver.j- ir eru byrjendur í glímu, enda kom það hai'ðast niður á þeim, sem lengst eru komnir og telj- ast góðir glímumenn. Um glímukónginn má segja, að hann sé vel að verðlaunun- um kominn, en þó hefði ég frekar kosið hann hreyfanlegri og ekki jafn negldan við gólf- ið sem raun varð á. Hann var sýnilega sterkastur, en beitti aðeins einu og sama bragði all- ar sínar glímur út, þó að slíkt sé að öllu jöfnu ágætur glímur máti í harðri keppni, ■ er þó hægt að sýna við jafn mikinn mismun á þeim versta og þeim bezta, sem þarna var, ýfið meiri kunnáttu og leikni, en fram kom í glímum hans. Kristmundur glímdi yfirleitt vel. Var fjölbrögðóttastur, en átti þó tvær herfilega ljótar glímur, sem án efa eyðilögðu möguleika hans fyrir glímu- snillingsheitinu. Davíð Guðmundsson fannst mér vera drengilegastur, með ágæta glímutækni, þó vinninga- fjöldinn væri ekki ýkja-hár. Andrés Guðnason glímdi á- gætlega, en vantar úthald í keppni, sem þessa, og kom það berlega í ljós seinni helming glímunnar. Áhorfendasvæðið var að þessu sinni ágætt, upphækkaður pall- ui' með sætum, þó húsið væri of lítið fyrir allan þann fjölda, sem þar var. Vp. Kaupið - lesið og útbreiðið Þ R Ö T T ÞRÓTTUR 7

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.