Þróttur - 01.04.1946, Síða 6

Þróttur - 01.04.1946, Síða 6
Ólafur GuðmundSson Magnús Baldvinsson meistaramótinu íékk ÍR 8 Reykjavíkurmeistara af 15, eða rúman helming þeirra. — Á meistaramóti íslands fékk IR 6 íslandsmeistara af 20, og var ekkert félag með fleiri (KR fékk jafnmarga). Finn- björn vantaði á bæði síðasttöldu mótin. Gefur að skilja, að félagið hetði verið enn sterkara á þeim, ef hann hefði getað keppt. — A Septembermótinu átti ÍR aftur á rnóti fyrsta mann i aðeins tveim greinum af 8, en þar vantaði félagið líka sterkan mann, þar sent Kjartan gat ekki verið með. — Þá settu ÍR-ingar þrjú drengjamet, en á drengjamót- unum var félagið heldur óheppið, þó' að það eigi marga góða og efnilega „drengi“, sem gefa miklar vonir. Hér verður skýrt frá helztu afrekum einstakra meðlima félagsins: AAGE STEINSSON, sem er „drengur", varð 3. í 1500 m. hlaupi á drengjamóti Ármanns, hljóp á 4:38,4 mín. og 3. í 3000 m. hlaupi á 10:32,6 mín. — Á drengjameist- aramótinu varð hann aftur þriðji á báðum þessum hlaupum. Hljóp þá 1500 m. á 4:37,6 min. og 3000 m. á 10:09,2 mín. — Á B-mótinu varð hann 2. í 1500 m. hlaupi á 4:37,6 mín. — Á innanfélagsmóti hjá ÍR hljóp hann 1500 m. á 4:39,0 mín. FINNBJÖRN ÞORVALDSSON er sem stendur bezti spretthlauparinn hér á landi, enda var hann ósigrandi í 100 og 200 m. hlaupum og setti íslandsmet á síðari vegalengdinni. Einnig er hann með beztu spjótkösturum landsins. — Á KR-mótinu varð hann 2. í 110 m. grindahlaupi, hljóp á 17,0 sck., sem var þá mettími á þeirri vega- lengd. Hann varð einnig annar í spjótkasti. Kastaði 55,52 m., sem er næstbezta afrekið, sem náðist hér í þeirri grein s.I. ár. — Á 47. júní-mótinu vann Finnbjörn 100 m. hlaup á 11,3 sek., sem er bezti tími ársins. — Á innanfélagsmóti hjá ÍR um svipað leyti sctti hann íslandsmet í 200 ni. hlaupi, hljóp á 23,0 sek. (Gamla metið, 23,1 sek., átti Sveinn Ingvarsson, KR). Þá liljóp hann 60 m. á mettím- anum, sek. í hástökki stökk Finnbjörn 1,73 m. í keppni á Akureyri. Loks vann hann 200 m. hlaup á Septembermótinu á 23,9 sek. — Var hann þó bú- inn að vera frá æfingum mikinn hluta sumars. GÍSLl KRISTJÁNSSON varð 5. í spjótkasti á KR-mótinu, kastaði 43,20 m. — Á 17. júní-mótinu varð hann 4. í kringlukasti, kastaði 33,90 m. og á Septembermótinu varð hann 3. í spjótkasti, kastaði 47,00 m. HALLUR SÍMONARSON, sem er „drengur", varð 4. í milliriðli í 100 m. lilaupi á 17. júní-mótinu á 12,1 sek. — Á drengja- móti Ármanns varð hann 2. í 400 m. hlaupi á 55,8 sek. og 3. í sínum riðli í 80 m. hlaupi á 10,2 sek. Á Reykjavíkurmeistaramótinu varð hann 2. í milli- riðli í 100 m. á 12,3 sek., en komst ekki í úrslit. Hann varð 3. i sínum riðli í 200 m. hlaupi á 25,0 sek. og 3. í sínum riðli í 400 m. hlaupi á 54,8 sek. — Á drengjameistaramótinu varð Hallur 2. í milliriðli í 100 m. hlaupi á 12,3 sek., en komst ekki í úrslit og 2. í 400 m. hlaupi á 54,7 sek. — Á meistaramóti íslands varð hann 4. í 200 m. hlaupi á 24,8 sek. (Hljóp á 24,6 í undanrás). — Á innanfélagsmóti hjá IR hljóp hann 60 m. á 7,6 sek., 300 m. á 39,4 sek. og 400 m. grindahlaup á i :o8,5 mín. HUKUR AÐALGEIRSSON, „drengur", varð 3. í kringlukasti á drengjameist- aramótinu, kastaði 36,47 m., 3. í þrístökki, stökk 12,31 m. og 4. í langstökki, stiikk 5,89 m. — Á meist- aramóti Islands varð hann 6. í kringlukasti, kastaði 31,54 m. Hallur Simonarson . Svavar Gestsson 2 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.