Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 49
ÆSKUMINNINGAR FRÁ RÚFEYJUM KRINGUM 1920
47
kaupa smávegis til jólanna, þar á meðal kerti og spil og ég
hafði alltaf þau sérréttindi hjá pabba að velja mér fallegasta
spilapakkann. Annars voru þá spilin afskaplega falleg með
gylltum hornum og mjög fallegar spilamyndirnar. En það
var bakið á spilunum sem ég fór eftir, því þau voru í glærum
pappír svo það sást vel í gegnum pappírinn. Það voru
keyptir margir pakkar, allir krakkarnir fengu spil og kerta-
pakka á aðfangadagskvöld. Svo átti pabbi ein spil, því þegar
komu gestir, var alltaf spilað.
Jæja, nú var skipið komið til Flateyjar og pabbi líka.
Hann fór um borð með kassa sem Siggu frænku var sendur:
hangikjöt og riklingur, rafarbelti og eitthvað fleira, og tók
skipstjórinn þetta. Pabbi þekkti hann vel og hann kom aftur
með kassa, stóran í þetta skipti og ofan á hann var bundið
stórt grenitré. Við höfðum aldrei séð svoleiðis tré. Það var
nú heldur betur fögnuður og svo það sem var í kassanum,
það var ekkert smáræði. Heilmikið jólaskraut, 2 fuglar, 2
lúðrar, ótal kúlur, þetta var svo fallegt að við vorum alveg
orðlaus. Einnig var heilmikið af sælgæti og vínber sem við
höfðum aldrei séð né smakkað áður og epli, ávaxtahlaup í
krukku, spennur á jólatréð til að láta kertin í og 3 pakkar af
kertum á jólatréð. Amma fékk 4 pakka af reyktóbaki í mjög
fallegum umbúðum sem við fengum svo fyrir næstu jól. Svo
sendi hún okkur stelpunum bleikar perlufestar og brjóstnæl-
ur með eins steinum. Eg man ekki hvað strákarnir fengu, en
allir fengu eitthvað.
Þegar heim var komið með þetta, tók amma þetta undir
sinn verndarvæng og hvað sem við vorum forvitin að sjá í
kassann, fengum við það ekki fyrr en á aðfangadag, að við
vorum orðin hrein og fín útúr og innúr. Pá fyrst fór amma að
tína upp úr kassanum. Pabbi smíðaði fót undir jólatréð og
þegar búið var að punta það þá beið það eftir að farið yrði að
lesa jólalesturinn sem amma gjörði þegar allir voru búnir að
borða steikt kálfakjöt og búðing með jarðarberjasaftblöndu
út á. Okkur fannst þetta mjög gott.