Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 93
UMRÆÐUR UM SELINN
91
sama friðhelgi á sel fyrir skotum sé á öllu sviðinu
innan sjónhendíngar-línuna frá Öndverðarnesi á Akra-
ness Skipaskagatá“.
3. Frá Asgeiri Einarssyni:
„ef viðauka-atkvæði þíngmannsins úr Dalasýslu fellur:
„að allur landselur (látur- og út-selur) sé friðhelgur
fyrir byssuskotum á öllum fjörðum og víkum kríng um
Flúnaflóa, og á þeim flóa sjálfum, fyrir innan þverlín-
una milli Florns á Hornströndum og Skagatáar“.
Önnur breytingartillaga kom frá Ásgeiri Einarssyni
varðandi sektir á skotum.
4. Frá Hannesi Stephensen:
1. aðalbreytíngaratkvæði: „að selur allur, innlendur
hér, land-, látra- og út-selur, verði friðaður fyrir
skotum kríng um land allt“.
2. vara-breytíngaratkvæði, ef aðalbreytíngaratkvæðið
fellur: „að friðun selsins sé óbreytt eptir veiðilaga
tilskipuninni frá 20. júní 1849.“38)
Framsögumaður nefndarinnar um Veiðilögin, Ólafur
Sívertsen, taldi að þó að meiningar manna væru nokkuð í
tvær áttir, sýndist flestum full nauðsyn á því að takmarka
eða jafnvel banna selaskot, einkum á Breiðafirði. Hann gat
þess í sambandi við þá athugasemd að menn gæfu ekki upp
til tekna æðarvarp og selveiði, að í Flateyjarhreppi væri í
jarðamatinu greinilega getið hlunninda, bæði varps og sel-
veiða á hverri byggðri ey, og þau væru fólgin í jarðatíund-
inni. Hver vildi ætla að eyjajarðir, þegar sumar eyjarnar eru
ekki stærri en „Reykjavíkubær hérna“, að þær væru metnar
til „40 hndr. hver ey“, ef ekki væri litið mest til hlunnind-
anna? „Væri það lögboðið, að telja fram dún og selafla, af
konunginum, ætla ég víst, að Breiðfirðíngar mundu finna sér
skylt, ei síður en aðrir, að vera hlýðnir við guðs og konúngs-
ins lög.“39)
Eiríkur Kúld benti á það í sambandi við breytingartillögu
þingmanns Mýrasýslu, að „sjónhendíngarlínan frá Akranes-
skagatá og á Öndverðames verður í gegnum sjálfan Snæfells-