Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 107
UMRÆÐUR UM SELINN
105
á fundi nr. 26, 31. júlí, þar samþykkt til 3. umræðu á 28.
fundi 2. ágúst.62* Þar voru haldnar margar og langar ræður,
en síðan sent til efri deildar.63) Á fundi nr. 40, 15. ágúst var
það fellt með 6 atkv. gegn 4.
Draugur á þingi
Á 7. fundi Alþingis 9. júlí 1885 flutti Jakob Guðmundsson
(1817-1890) þingm. Dalasýslu Frumvarp til laga um afnám
fyrirmæla í opnu brjefi 22. marz 1855 um selaskot á Breiða-
firði. Hann sagði m.a.:
Hjer liggur fyrir beiðni frá flestöllum kring um Breiða-
fjörð, sem hlut eiga að máli, og yfir höfuð flestöllum
lagnaeigendum. Málið hefur með miklum samtökum og
fylgi verið nákvæmlega rætt heima í hjeraði. Það var rætt
á svo kölluðum Þórsnesfundi 20. júní síðastl., og var
fundurinn samhuga þeirrar sömu skoðunar, sem bænar-
skrárnar lýsa.“64)
Urðu um þetta miklar umræður. Ásgeir Einarsson (1809-
1885) þingmaður Strandasýslu sagði m.a.:
Jeg skal svo snúa mjer með fám orðum að bænar-
skránum. Bænarskrárnar nr. 1 bera með sjer sjálfar, að
þær eru skrifaðar með sömu hendi, nfl. manns, sem er í
Stykkishólmi; svo hafa þær verið sendar út um alla heima
og geima til þess að ná undir þær nöfnum þeirra, sem
fáanlegir voru.
Bænarskráin nr. 2, sú, sem send hefir verið til
Barðastrandarsýslu, er undirskrifuð af 13 manns, hvar af
8 nöfn eru með sömu hendi, og 3 með hendi herra Haf-
liða Eyjólfssonar, og allir þekkja, hvað hann hefir skrifað
í blöðunum; 6 af þessum 13 hafa að nafninu til lítilfjör-
legar vorkópalagnir, hvar af 3 eru eigi teljandi sökum
þess, að skot hafa eyðilagt þær. Á þessa bænarskrá vantar
dagsetningu.
Nr. 3 er bænarskrá úr Neshrepp innan Ennis; vantar
dagsetningu. í hvorugum Neshreppnum er nokkur lögn