Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 33
SJÓMANNAFÉLAGIÐ ÆGIR í STYKKISHÓLMI
31
Fyrstu árin urðu fundirnir tveir og þrír, flestir sex árið 1906,
en eftir 1910 var árlega oftast haldinn einn fundur, helst á
Forláksmessu. En einnig bar við að af honum yrði ekki.
Fundarsókn var mjög misjöfn. Fæstir voru 11 á fundi, en
flestir 40.
Fyrsta umræðuefnið var um kaup á mótorbát og því sam-
fara haldnir fjórir fundir 1906. Nefnd var kosin til að „íhuga
mótorbátsmálið“, eins og það var orðað. Ekkert varð úr
kaupum á slíkum bát af hálfu félagsins, en þar sem Hólm-
arar höfðu 1907 eignast mótorbáta var þá á Þorláksmessu-
fundinum rætt um tryggingar þeirra og nefnd kjörin til að
hafa samráð við eigendur um að koma því nauðsynjamáli í
höfn. En gjörðabók félagsins varðveitir ekkert um framhald-
ið.
Baldvin Bergvinsson Bárðdal fluttist til Stykkishólms um
1910 og stundaði þar ýmis störf, var meðal annars bókavörð-
ur. Á fundinum, sem haldinn var 1911, bauðst Baldvin til að
flytja fyrirlestur á næstu skemmtisamkomu félagsins og héti
hann Farmaðurinn. Fundarmenn tóku boði hans með
þökkum, en töldu heppilegra að fyrirlesturinn yrði fluttur
annan dag og þá seldur inngangur. En hvort af hefur orðið
bera skjöl félagsins ekki með sér.
Á fundinum 1910 kom fram uppástunga um, hvort félagið
sæi sér fært að koma upp sjúkraskýli í Stykkishólmi. Fund-
armenn töldu félagið ekki þess umkomið að framkvæma
neitt í þá veru til fullnustu, en hinsvegar halda því vakandi
eins og hverju öðru góðu málefni. - Þegar á öðru ári félags-
ins var rætt um að halda hlutaveltu og kosin sjö manna nefnd
til að safna munum. Ágóðinn átti að renna til styrktarsjóðs
félagsins. Svipað áform var rætt á fundum næstu árin án þess
að úr framkvæmd yrði fyrr en 1910, og varð eftirtekjan tvö
hundruð krónur.
Á Þorláksmessufundunum var sjaldnast annað rætt en
styrkveiting úr sjóðnum og val á mönnum til að veita forstöðu
árlegri skemmtun félagsins. Sama árið og sjómannafélagið
var stofnað, eða 1901, var efnt til dansleiks á vegum þess.