Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 33

Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 33
SJÓMANNAFÉLAGIÐ ÆGIR í STYKKISHÓLMI 31 Fyrstu árin urðu fundirnir tveir og þrír, flestir sex árið 1906, en eftir 1910 var árlega oftast haldinn einn fundur, helst á Forláksmessu. En einnig bar við að af honum yrði ekki. Fundarsókn var mjög misjöfn. Fæstir voru 11 á fundi, en flestir 40. Fyrsta umræðuefnið var um kaup á mótorbát og því sam- fara haldnir fjórir fundir 1906. Nefnd var kosin til að „íhuga mótorbátsmálið“, eins og það var orðað. Ekkert varð úr kaupum á slíkum bát af hálfu félagsins, en þar sem Hólm- arar höfðu 1907 eignast mótorbáta var þá á Þorláksmessu- fundinum rætt um tryggingar þeirra og nefnd kjörin til að hafa samráð við eigendur um að koma því nauðsynjamáli í höfn. En gjörðabók félagsins varðveitir ekkert um framhald- ið. Baldvin Bergvinsson Bárðdal fluttist til Stykkishólms um 1910 og stundaði þar ýmis störf, var meðal annars bókavörð- ur. Á fundinum, sem haldinn var 1911, bauðst Baldvin til að flytja fyrirlestur á næstu skemmtisamkomu félagsins og héti hann Farmaðurinn. Fundarmenn tóku boði hans með þökkum, en töldu heppilegra að fyrirlesturinn yrði fluttur annan dag og þá seldur inngangur. En hvort af hefur orðið bera skjöl félagsins ekki með sér. Á fundinum 1910 kom fram uppástunga um, hvort félagið sæi sér fært að koma upp sjúkraskýli í Stykkishólmi. Fund- armenn töldu félagið ekki þess umkomið að framkvæma neitt í þá veru til fullnustu, en hinsvegar halda því vakandi eins og hverju öðru góðu málefni. - Þegar á öðru ári félags- ins var rætt um að halda hlutaveltu og kosin sjö manna nefnd til að safna munum. Ágóðinn átti að renna til styrktarsjóðs félagsins. Svipað áform var rætt á fundum næstu árin án þess að úr framkvæmd yrði fyrr en 1910, og varð eftirtekjan tvö hundruð krónur. Á Þorláksmessufundunum var sjaldnast annað rætt en styrkveiting úr sjóðnum og val á mönnum til að veita forstöðu árlegri skemmtun félagsins. Sama árið og sjómannafélagið var stofnað, eða 1901, var efnt til dansleiks á vegum þess.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.