Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 99
UMRÆÐUR UM SELINN
97
Jón Hjaltalín (1807-1882) landlæknir, konungkjörinn,
sagði mikið af sel frá Grænlandi koma inn á Breiðafjörð og
enginn hefði gagn af honum, Hann kvað Alþingi eiga „að sjá
við slíkri skaðlegri og dæmalausri einokun“ sem banninu við
skotum á sel. „Ef helga skal allan Breiðafjörð fyrir skotum,
vegna einstakra manna, því þá eigi og svo Faxafjörð, ísa-
fjörð, Húnaflóa og jafnvel sjálft Grænlandshaf?“52)
Jón Sigurðsson í Tandraseli, taldi það ekki gera gagn að
taka þetta mál upp aftur nú. Hann væri þó á þeirri skoðun að
byssuskotaveiði fældi selinn frá og spillti veiðinni fyrir
framtíð og eftirkomendum.
Ásgeir Einarsson hélt að bænarskrá þessi mundi fella sig
sjálf og hann vildi því ekki vera að „hoppa á dauðu ljóni“.
Hvað „Jöklamenn“ snerti gætu þeir fengið nóga beitu, áleit
hann, frá Hvammsfirði og Skarðsströnd og jafnvel úr Barða-
strandarsýslu, hjá þeim sem veiða í lögnum og með uppi-
drápi.
Benedikt Eórðarson (1800-1882) prestur á Brjánslæk, vara-
þingmaður Barðastrandarsýslu, áleit bænarskrána viðsjár-
verðan grip, og spurði hvort beiðendurnir vissu ekki „að
konúngsfulltrúinn og helztu og beztu menn þíngsins, sem þá
voru, eru hér enn á þíngi hinir sömu?“ Hvernig gætu þeir
ætlað slíkum mönnum þá „varmennsku“ að brjóta niður í
dag það sem þeir byggðu í gær. Þeir mundu líklega ætla „að
hleypa fíflunum á foræðið“ þar sem nýju þingmennirnir
væru. Benedikt sagði allan almenning kring um Breiðafjörð
unna „Iöggjöfinni hugástum“, og vilji „fyrir eingan mun
missa hana.“ Hann sagði menn úr Stykkishólmi, sem væri
aðal „griðastaður selskotavíkínganna“ hafa ætt „um Breiða-
fjörð þveran og endilángan, og létu eingum sel óhætt, sem
þeir festu sjónir á. Hver veit nema forínginn lifi þar enn, og
sitji efstur á bænarskránni.“
Páll Sigurðsson kvaðst vilja gefa atkvæði sitt fyrir friðun
Breiðafjarðar.
Jón Hjaltalín kvaðst aðeins vilja mæla með því almenn-
ingsgagni sem eigi spilli fyrir öðrum.