Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 53
ÆSKUMINNINGAR FRÁ RÚFEYJUM KRINGUM 1920
51
steinana úr sveskjunum og þá fór nú ein og ein sveskja upp
í mann, en þó aðeins ef mamma leyfði það. Svo bakaði
mamma líka hálfmána með sveskjusultu, kanelhringi, smjör-
lausar kökur og auðvitað gyðingakökur, einnig eina eða tvær
smákökusortir í viðbót sem ég bara man ekki hverjar voru.
Nafna bakaði eitthvað svipað en bara mikið minna. Mamma
átti kökur framundir páska, en þá var bakað smávegis, aðal-
lega kleinur og hveitibrauð og formkökur. Það komu oft
gestir heim og þá varð alltaf að vera til eitthvað með kaffinu.
Gestirnir fengu auðvitað líka mat, því þeir voru þá oftast um
matmálstíma og þá var tínt til allt sem best var. Ég sá heil-
mikið eftir hænueggjunum ofan í karlana, en mér þóttu hænu-
egg og þykja enn bestu egg sem ég fæ.
Tóvinna
Svo var nú byrjað að vinna ullina, taka togið ofan af þelinu
og spann amma þráð úr toginu en mamma spann þelið og lit-
aði allavega litt, því hún óf og prjónaði líka sjöl sem hún
seldi. Ég var lítil þegar hún fór að láta mig prjóna leppa í skó
og ferkantaðar smádúllur allavega litar í teppi. Ég man að
mér fannst nóg um hvað hún reyndi að halda mér að þessu
og var ekkert viljug frekar við þetta en annað. Við krakk-
arnir vorum látin toga ull því þá var ekki lopi. Þá var öll ullin
kembd í ullarkömbum, misgrófum. Grófastur fyrir togið, en
amma spann hárfínan þráð úr því.
Stundum voru stúlkur heima til hjálpar á vetrum og þá gat
mamma meira gefið sig að ullarvinnslunni. Það var oft um
og yfir 20 manns í heimilinu í allt. Ég skil ekki núna hvernig
þetta gat allt sofið því rúmin voru ekki nema 11 í allt. En
þetta voru stór og mikil rúm og þegar gestir komu, þá svaf
mamma og við krakkarnir í flatsæng á gólfinu og stundum
strákarnir úti í hlöðu.
Okkur krökkunum fannst sport í þessu, en blessuð mamma
mín hefði nú þurft betri hvílustað, því hún vann alltaf mest
af öllum á heimilinu, fór fyrst á fætur og síðust í rúmið. Það