Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
hreppa.45) Segja þeir uppidráp ekki vera í ísafjarðardjúpi en
lagnir víða, og mundu vera víðar „ef friður fyrir skot-
mönnum feingist.“ Þeir segjast ekki sjá annað framundan en
að þessi arðsama veiði „bráðum eyðileggist", og þeir fari því
fram á: „Að öll byssuskot verði framvegis bönnuð, með
sama hætti og tiltekið er í opnu bréfi 22. marz 1855 innan
þessara takmarka: á ísafjarðardjúpi öllu frá hamrinum fyrir
innan Arnardal í Snæfjallabryggju; og á Jökulfjörðum öllum
frá Nesi í Grunnavík í Sléttu í Aðalvík.
Skrifað á tveggja hreppa þíngi í Reykjarfirði 12. maí
1857.“46)
Forseti þingsins, Jón Sigurðsson alþingismaður ísafjarðar-
sýslu, mun hafa Iesið bænarskrána, en hann kvaðst ekki geta
mælt með henni þar sem hún væri einungis frá fáeinum
mönnum í tveimur hreppum, en næði til mestalls Djúps og
Jökulfjarða og fyrir landi margra hreppa. Sér þætti „ísjár-
vert“ að fylgja fram slíku máli, en hann vildi koma bænar-
skránni til skila. Honum fannst frekari umræða óþörf og
hvatti þingmenn til að vera sammála um það að taka fyrir
næsta mál á dagskrá.
Ásgeir Einarsson vildi ekki að í væntanlegum Þingtíð-
indum liti svo út sem þingmenn hefðu í blindni og þegjandi
fallist á tillögu forseta og vildi ræða málið, kvaðst alltaf hafa
verið því hlynntur að selur væri friðaður fyrir skotum, en
hann kvað það vera óvarlegt að taka til greina bænarskrá frá
svo fáum.
Jón Sigurðsson í Tandraseli kvaðst alltaf hafa verið því
hlynntur,
að á öllum þeim fjörðum og flóum við landið, sem lagna-
og uppidrápsselveiðin yfirgnæfir skotmannaveiðina ætti
að vera algjörleg friðhelgi á sel fyrir öllum byssuskotum,
og fyrir allri Mýrasýslu hygg eg að ráðstöfun þessi ætti vel
við; og eg hygg að menn muni það, að 1853 hafði eg til
flutníngs hér á þíngi bænarskrá þess efnis frá nokkuð
mörgurn mönnum í Mýrasýslu, og alþíngi féllst á málið
með 12 atkvæðum móti 5, að sama friðhelgi á sel, sem á