Breiðfirðingur - 01.04.1999, Blaðsíða 33
Olafur Elímundarson
Viðhorf til Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu,
landkosta, búskaparhátta og íbúa, 1750-1940
Inngangur
Þórsnesþing hið foma mun hafa náð yfir landið frá Hítará og
vestur í Gilsfjarðarbotn. Seinna var þessu umdæmi skipt í
nokkrar sýslur, fyrst Dalimir, og er sú skipting um garð geng-
in um miðja 15. öld (Dipl. Isl. V., nr. 169, 556). Snæfellsnesið
hélt nafninu Þórsnesþing (Dipl. Isl. VII., nr. 411 (1498)), en
um miðja 16. öld er farið að kalla það Snæfellsnessýslu (Dipl.
Isl. XI., nr. 446 (1546)). Snemma á 17. öld voru þrjár syðstu
þingsóknirnar eða hreppamir í sýslunni gerðir að sérstakri
sýslu, og þeir kallaðir Hnappadalssýsla, og var hún sérstök
sýsla þar til seint á 18. öldinni, eða 1786, að hún var sameinuð
Mýrasýslu (Konungs úrsk., 9. ág. 1786, Lovs. f. Isl. V., bls.
299), og var hún það þar til tæpum 100 árum seinna að hún
var sameinuð Snæfellsnessýslu á ný, eða til 4. mars 1871 (Tíð.
um stjórnarmál. ísl. III, bls. 153. Ólafur Lárusson: Landnám á
Snæfellsnesi, 11-12. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í
Reykjavík. Reykjavík 1945).
í þeim ritum flestum sem hér verður stuðst við er þessu
svæði lýst sem einni heild hvað snertir atvinnuhætti, og í
þessari ritgerð verður fjallað um viðhorf til þessa landshluta
og dregið fram hvernig þau birtast í völdum ritum manna sem