Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1999, Blaðsíða 53

Breiðfirðingur - 01.04.1999, Blaðsíða 53
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU 51 nesi er t. d. hver landseti og hver búðarmaður bundinn óþol- andi kvöðum. Það var ómögulegt fyrir slíka menn að verða sjálfstæða, þó þeir fegnir vildu. Ég tek dæmi holt og bolt: Bárðarbúð á Hellnum. Þar hvílir sú kvöð á ábúanda: „eitt skip landsdrottins að annast, formaður fyrir vera, háseta sjálfur útvega og um skipsábata allan hirða, inn á Stapaeyri flytja og í landsdrottins reikning innsetja“, o. s. frv. Svona var allsstaðar, kvaðirnar rígbundu hvern húsbónda, sem ekki var sjálfur landsdrottinn. Á Snæfellsnesi hafa slíkar kvaðir haldist lengur en annarsstaðar, og sumir kaupmenn hafa fram á 19. öld notað vinnuafl landseta sinna og skuldunauta í sínar þarfir gegn litlu eða engu endurgjaldi.“110 Það má segja að svæðið undir Jökli hafi verið eins konar nýlenda í nýlendunni, og þessi lýsing úr Jarðabókinni segir mikið um það hver staða manna var og hve möguleikar þeirra voru takmarkaðir, þá og alllengi eftir það, og þessi kjör og aðstaða mótuðu viðhorfin til þessa fólks öld eftir öld. Anna Thorlacius var fædd 1839 í Grundarfirði, dóttir Jóns Daníelssonar kaupmanns, föðurbróður dr. Jóns Stefánssonar (1862-1952). Hún segir í endurminningum sínum árið 1914, að á hverju sumri hafi komið „aumingja flökkukonur undan Jökli,“ og voru flestar á leið inn í Dali í sláttarbyrjun í kaupa- vinnu. Þegar Anna var 6 ára sá hún fyrst „þessa sjón“, kona „með bami“ og tvö böm með sér sem hún reiddi í „bak og fyrir. En að sjá klæðnaðinn!" Henni blöskraði þó ung væri út- gangurinn á fólkinu, og varð starsýnt á það „einkum börnin. ... Nei, þetta leizt okkur ekki á ... Ég var yngst, en ég man, að ég var hálfhrædd við þessi börn, og aldrei lék ég við þau.“m Fátækt fólks mun óvíða hafa verið meiri en undir Jökli á þessum tíma og þar mun einna flest fólk örsnautt hafa verið saman komið, og fólk hefur borið þess menjar í klæðaburði og útliti, því „kjörin setja á manninn mark.“ Undirritaður telur sig hafa orðið varan við svipuð viðbrögð hjá fólki tæpri öld síðar, þegar í ljós kom að einhver var „undan Jökli“. í sambandi við sögu Önnu um kaupakonuna sem var „með bami“ og með tvö börn með sér, þá bregður því sama fyrir hjá séra Árna Þórar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.