Breiðfirðingur - 01.04.1999, Blaðsíða 53
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
51
nesi er t. d. hver landseti og hver búðarmaður bundinn óþol-
andi kvöðum. Það var ómögulegt fyrir slíka menn að verða
sjálfstæða, þó þeir fegnir vildu. Ég tek dæmi holt og bolt:
Bárðarbúð á Hellnum. Þar hvílir sú kvöð á ábúanda: „eitt skip
landsdrottins að annast, formaður fyrir vera, háseta sjálfur
útvega og um skipsábata allan hirða, inn á Stapaeyri flytja og í
landsdrottins reikning innsetja“, o. s. frv. Svona var allsstaðar,
kvaðirnar rígbundu hvern húsbónda, sem ekki var sjálfur
landsdrottinn. Á Snæfellsnesi hafa slíkar kvaðir haldist lengur
en annarsstaðar, og sumir kaupmenn hafa fram á 19. öld notað
vinnuafl landseta sinna og skuldunauta í sínar þarfir gegn litlu
eða engu endurgjaldi.“110 Það má segja að svæðið undir Jökli
hafi verið eins konar nýlenda í nýlendunni, og þessi lýsing úr
Jarðabókinni segir mikið um það hver staða manna var og hve
möguleikar þeirra voru takmarkaðir, þá og alllengi eftir það,
og þessi kjör og aðstaða mótuðu viðhorfin til þessa fólks öld
eftir öld.
Anna Thorlacius var fædd 1839 í Grundarfirði, dóttir Jóns
Daníelssonar kaupmanns, föðurbróður dr. Jóns Stefánssonar
(1862-1952). Hún segir í endurminningum sínum árið 1914,
að á hverju sumri hafi komið „aumingja flökkukonur undan
Jökli,“ og voru flestar á leið inn í Dali í sláttarbyrjun í kaupa-
vinnu. Þegar Anna var 6 ára sá hún fyrst „þessa sjón“, kona
„með bami“ og tvö böm með sér sem hún reiddi í „bak og
fyrir. En að sjá klæðnaðinn!" Henni blöskraði þó ung væri út-
gangurinn á fólkinu, og varð starsýnt á það „einkum börnin.
... Nei, þetta leizt okkur ekki á ... Ég var yngst, en ég man, að
ég var hálfhrædd við þessi börn, og aldrei lék ég við þau.“m
Fátækt fólks mun óvíða hafa verið meiri en undir Jökli á
þessum tíma og þar mun einna flest fólk örsnautt hafa verið
saman komið, og fólk hefur borið þess menjar í klæðaburði og
útliti, því „kjörin setja á manninn mark.“ Undirritaður telur sig
hafa orðið varan við svipuð viðbrögð hjá fólki tæpri öld síðar,
þegar í ljós kom að einhver var „undan Jökli“. í sambandi við
sögu Önnu um kaupakonuna sem var „með bami“ og með tvö
börn með sér, þá bregður því sama fyrir hjá séra Árna Þórar-