Breiðfirðingur - 01.04.1999, Blaðsíða 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
vera í staðinn fyrir fjelagsritin? Mér er farið að förla mest
minnið.
Þér minnist á þjóðhátíðarhald okkar Dalamanna:
Samkomustaðurinn á þjóðhátíðarfundinum var á Staðarfelli 4.
júlí mán. og hafði sýslumaður okkar sem fundarstjóri boðað
hann og sett nefnd fyrir fram að afla fanga til veitinga mót 2rd
andvirði fyrir hvem er sókti fundinn, en ekkert tekið fram um að
konur mættu líka sækja hann. Ekki gat það heitið, að hann væri
fjölsóttur. Fundarstjóri kom seint að deginum á staðinn, er þóttu
beinaspjöll á boðinu, samt eptir mjög langa bið opnaði prófastur
okkar fundinn með allgóðri og viðeigandi ræðu í kirkju, en
vegna biðarinnar eptir fundarstjóra varð sumum á, einkum
bændafólkinu, að halla ofsnemma að sér áfengum drykk, er
vakti þá nokkuð skvaldur; en eptir að fundarstjóri kom loksins
var að aptni gengið til borðs með siðsemd, og að því búnu hófust
drykkjur, og mælt fyrir skálum ýmsra yfirmanna álíka og víða
hefur tíðkast annarstaðar, aðeins af fundarstjóra og prestum, og
fórst það flestum sæmilega, en þó lipurlegast, einsog mér fannst,
Jakob presti á Sauðafelli; að sönnu heyrðist illa fyrir hávaða-
mælgi innst í stofunni, því þar var drukkið fast, er fundarstjóri
rjeði eigi við svo hljóð fengist, nema rétt í svip, en þó var þar að
öðruleyti samlyndi og siðsemi í raun réttri yfir höfuð, einsog
fundurinn byrjaði og lyktaði. Ekki heyrði eg hreyft neinum sam-
tökum viðvíkjandi endurbótum í búnaði manna; en fundarstjóri
greip á því að fá gufuskip til ferða kringum landið, og var því
eigi fjarri tekið, ef það yrði almenn samtök landsmanna.
Hvað skoðun mína til vesturfara snertir bar eg upp við þetta
tækifæri, og fannst mér því lítill gaumur gefinn. Þegar nafni
minn kom hjer í svip bað eg hann að færa yður uppkast af því
sem eg flutti því ferð hans og Boga bar svo fljótt að og óvænt.
Mig furðaði á því, að sumir greindarmenn sem eg þekkti inn-
an sýslu skyldu ekki sækja fund þenna, þó orsakir til hans fá-
mennis gætu verið sumra ferðalög um þann tíma, og hitt að eg
heyrði eptir á suma bera fyrir, að konur þeirra hefðu ekki haft