Breiðfirðingur - 01.04.1999, Blaðsíða 59
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
57
Sigurður Ingjaldsson (1845-1933) frá Balaskarði segir í
Ævisögu sinni frá því að hann fór árið 1872 með gufuskipinu
Jóni Sigurðssyni frá Reykjavík og vestur um land: „Skipið
lagði af stað vestur um kvöld eftir sólarlag í logni og bezta
veðri, og skreið það vel að mér fannst, þó það væri ekki mikil
ferð á við það, sem skip fara nú. Um morguninn vorum við
komnir vestur undir Jökul (Snæfellsjökul), svo var farið fyrir
Öndverðarnes. Þekkti ég þetta, hafði farið það fyrr á skipinu
góða. En þegar við fórum fyrir framan höfuðbólið Ingjaldshól,
þá langaði mig svo mikið til að vera kominn í land til að
skoða þetta stóra og fagra höfuðból, og eins var fyrr, þegar við
vorum þar fram undan. Já, mig hefur aldrei langað jafn mikið
til að sjá nokkurt pláss, enda hef ég aldrei séð eins fallegt
bóndabýli og smábýlin eða sjóbúðimar þar í kring, það var
hópur. Já, það var bara hugurinn, sem komst þangað, því skipið
hélt tafarlaust áfram, hvað sem ég hugsaði, vestur á Breiðafjörð
og inn í Stykkishólm, og komum við þar síðla dags.
Ég man ég fór í land, og þótti mér plássið Ijótt. Ég fór í
veitingahúsið að kaupa mér máltíð, og var ég með þessu að
reyna, hvað fólkið væri gott, að mér fannst. En þetta var sú
aumasta máltíð, sem ég hef nokkum tíma keypt, því það var
bæði lítið og ómerkilegt, og helmingi dýrara en í Reykjavík.
Mér fannst hér vera fólk, sem vildi eiga sitt, hvemig sem það
var að öðru leyti.“120
Vorið 1918 var ungur menntamaður, Einar Magnússon, á
ferð með Sterling vestur um land frá Reykjavík. Skipið kom
við á Hellissandi. Einar fór þar ekki í land en horfði til þorps-
ins af skipsfjöl, og skrifar síðan í dagbók sína: „Sandur er
ómerkilegt lítið kauptún og öll húsin rauð.“121
Jón Sigurðsson í Ystafelli lýsir staðháttum og umhverfi á
Hellissandi þannig í bók sinni Landi og lýð 1933: A hraun-
rönd á sjávarbakkanum fyrir neðan Ingjaldshól er þorpið, það
fannst honum vera „einkennilegt þorp og víðáttumikið“, mjög
smá hús dreifð inn á milli kletta og hraunhóla, við flest þeirra
dálítill lóðarblettur, fjárhúskofí og fiskhjallur, hraunið furðanlega
ræktað um hóla og dældir. Smá húsin, kofamir og hjallamir setji