Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1999, Side 59

Breiðfirðingur - 01.04.1999, Side 59
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU 57 Sigurður Ingjaldsson (1845-1933) frá Balaskarði segir í Ævisögu sinni frá því að hann fór árið 1872 með gufuskipinu Jóni Sigurðssyni frá Reykjavík og vestur um land: „Skipið lagði af stað vestur um kvöld eftir sólarlag í logni og bezta veðri, og skreið það vel að mér fannst, þó það væri ekki mikil ferð á við það, sem skip fara nú. Um morguninn vorum við komnir vestur undir Jökul (Snæfellsjökul), svo var farið fyrir Öndverðarnes. Þekkti ég þetta, hafði farið það fyrr á skipinu góða. En þegar við fórum fyrir framan höfuðbólið Ingjaldshól, þá langaði mig svo mikið til að vera kominn í land til að skoða þetta stóra og fagra höfuðból, og eins var fyrr, þegar við vorum þar fram undan. Já, mig hefur aldrei langað jafn mikið til að sjá nokkurt pláss, enda hef ég aldrei séð eins fallegt bóndabýli og smábýlin eða sjóbúðimar þar í kring, það var hópur. Já, það var bara hugurinn, sem komst þangað, því skipið hélt tafarlaust áfram, hvað sem ég hugsaði, vestur á Breiðafjörð og inn í Stykkishólm, og komum við þar síðla dags. Ég man ég fór í land, og þótti mér plássið Ijótt. Ég fór í veitingahúsið að kaupa mér máltíð, og var ég með þessu að reyna, hvað fólkið væri gott, að mér fannst. En þetta var sú aumasta máltíð, sem ég hef nokkum tíma keypt, því það var bæði lítið og ómerkilegt, og helmingi dýrara en í Reykjavík. Mér fannst hér vera fólk, sem vildi eiga sitt, hvemig sem það var að öðru leyti.“120 Vorið 1918 var ungur menntamaður, Einar Magnússon, á ferð með Sterling vestur um land frá Reykjavík. Skipið kom við á Hellissandi. Einar fór þar ekki í land en horfði til þorps- ins af skipsfjöl, og skrifar síðan í dagbók sína: „Sandur er ómerkilegt lítið kauptún og öll húsin rauð.“121 Jón Sigurðsson í Ystafelli lýsir staðháttum og umhverfi á Hellissandi þannig í bók sinni Landi og lýð 1933: A hraun- rönd á sjávarbakkanum fyrir neðan Ingjaldshól er þorpið, það fannst honum vera „einkennilegt þorp og víðáttumikið“, mjög smá hús dreifð inn á milli kletta og hraunhóla, við flest þeirra dálítill lóðarblettur, fjárhúskofí og fiskhjallur, hraunið furðanlega ræktað um hóla og dældir. Smá húsin, kofamir og hjallamir setji
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.