Stjarnan - 01.12.1919, Side 3

Stjarnan - 01.12.1919, Side 3
Heimkynni hinna hólpnu Allir elska heimilið; ekki einungis húsið eða jörðina eða landslágið kring- um heimilið, heldur alt þetta og enn meira, nefnilega öll þau bönd og allar þær endurminningar sem heimkynnið vekur hjá oss — húsbónda, húsmóður, eiginmann, eiginkonu, föður, móður, son, dóttur, bróður, systur og alla, sem vér höfum elskað á heimilinu. þegar heilsan er góð og velmegnun til staðar, þá er ekki bjartari blettur til á jarðríki, eða helgidómsstaður, sem getur jafn- ast á við heimilið. Áform Guðs. það er áform (íuðs, að heimili allra manna skyldu vera í þessu ástandi, og það hefir ætíð verið áform hans. Leyf- ið mér að segja yður söguna um heim- ilið eins og hún er sög'ð í hinni gömlu 'bók. í byrjun þessarar bókar finnum vér þessi einföldu og þó svo háleitu orð : "1 upphafi skapaði Guð himin og jörð.” 1. Mós. 1:1. Vissulega hafði hinn al- vitri, eitthvað ákveðið í hyggju, þegar hann gerði þetta. Hann gerði það ekki að gamni sínu og heldur ekki til þess að auka vald sitt; en það var til þess að hafa svæði þar sem kærleikurinn frá hans elskuríka föðurhjarta gæti streymt út, öllum skepnum hans til blessunar. Á þetta svæði setti hann manninn, sem skapaður var “eftir Guðs mynd” og hann (Guð) sbapaði þau karlmann og konu. Og Guð blessaði þau, og sagði til þeirra: “Verið frjvsöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gerið hana ykkur undirgefma! Drotnið yfir fiskum sjáf- arins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum sem hrærast á jörðinni!” 1. Mós. 1:27,28. þannig liljóðar liin inn- blásiia saga um uppruna mannsins. Hve æðri og ágætari er ekki þessi saga öll- um getgátum, hugmyndum og ágiskun mannanma! “Eftir Guðs mynd”, felur ekki ein- ungis í sér hina líkamlegu mynd, heldur siðferðislega líkingu og skyldleika; því að í endurreisn mannkynsins er maður- inn enn Guðs “verk”, nýr maður, “sem endurnýjaður er til þekkingar sam- kvæmt þess mynd, sem hann hefir skap- að, ” Ef. 2:10; 2. Kor. 5:17; Kól. 3:10. Herradæmið, sem gefið var mannin- um, náði yfir alla jörðina og yfir allt, sem á henni var. Jöi ðin skyldi hafa ver ið hans eilífa heimikynni: “SvO' segir Drottinn: .... “Eg hefi tilbúið jörðina og skapað manninn, er á henni býr..... því svo segir Drottinn, sá er himininn liefir skapað, sá Guð, sem jörðina hefir gert og myndað, hann, skóp hana, ekki til þess að hún skyldi óbygð auðn verða, heldur til bjó liana til þess, að hún væri byggileg: Eg em Drottinn, en enginn annar.” Es. 45:11—18. í Guðs eilífa áformi var fjöldinn, sem mundi byggja jörðina, ákveðinn. þegar svo þetta áfo]*m hafði verið uppfylt,, hefðum vér ekki haft jörð, sem á söm- um stöðum væri of þéttbýl og öðrum

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.