Stjarnan - 01.12.1919, Side 11
STJARNAN.
107
Syndajátning
“Sá, sem felur yfirsjónir sínar, mun
ei lánsámur verða, en sá, sem meðgeng-
ur þær og .lætur af þeini, mun miskun
hljóta. ’ ’ Orðskv. 28:13.
Skilyrðin fyrir því að öðlast náð Guðs
eru réttvís, einföld og sanngjörn. Drott-
inn heimtar ekki af oss að inna neinar
þrautir af hendi til þess að geta öðlast-
syndafyrirgefningu. Yér þurfum ekki
að fara langar og erfiðar pílagrímsferð-
ir eða leggja á oss meinlæti, til þess að
fela sálu vora Guði himnanna, eða. bæta
fyrir brot vor, en sá, sem kannast við
synd sína og lætur af henni, skal misk-
un hljóta.
Svo segir postulinn: “Játið hver fyr-
ir öðrum yðar yfirsjórir og biðjið hver
fyrir öðrum, svo að þér verðir heilbrigð-
ir. ” Jak. 5:16. Játiö syndir yðar fyiir
Guði, sem eiinn getur fyrirgefið þær, og
yfirsjópir yðai' hver fyrir öðrum. Ef
þú hefir móðgað vin þinn eða nágranna,
þá átt þú að játa yfirsjón þína, og er
honum skylt að fyringefa þér fúslega.
því næst átt þú að biðja Guð fyrirgefn-
ingar', því að sá bróðir, sem þú hefir
sært, heyrir Guði til, og þú hefir syngað
móti skapara þínum og endurlausnara
með því að vinna honum mein. Málið
er lagt fyrir hinn eina sanna milligöngu-
mann, vorn mikla æðsta prest, “sem
freistað er á allan hátt eins og vor, þó
án syndar” og “sampínst getur vorum
veikleika. ” Heb. 4:15. Hann getur af-
máð sérhvern ranglætisblett.
þeir, sem ekki hafa auðmýkt sálir
sínar fyrir Guði, liafa eigi enn uppfylt
hið fyrsta skilyrði, sem sett er fyrir því,
að Guð taki þá að sér. Vér höfum aldrei
í sannleika sóst eftir synda fyrirgefn-
ingu, ef vér höfum ekki reynt það aft-
urhvarf, sem enginn iðrast eftir, játað
syndir vorar með sannri auðmýkt og
sundurkrömdum anda og fengið við-
bjóð á ranglæti voru. Og ef vér höfum
aldrei leitað friðar Guðs, þá höfum vér
ahlrei fundið hann. Eina ástæð'an iiI
þess að vér höfum ekki fengið fyrir-
gefningu fyrir drýgðar syndir, er sú, að
vér crum ekki fúsir til að auðmýkja
hjörtu vor og laga oss eftir skilyrðum
þeim, er Guðs orð setur. Vér höfum
fengið greinilega fræðslu um þetta efni.
Syndajátningin á að vera hjartanleg,
hvort sem hún fer fram opinberlega
eða í einrúmi, og ekkert má draga
undan. það á ekki að neyða synd-
arann til hennar. það á ckki að
láta syndir sínar með léttúð og kæru-
leysi, og það á ekki að knýja þá til
syndajátningar, sem ekki hafa ljósa hug
mynd um hið viðbjóðslega eðli synd-
arinnar. Sú játning, sem kcmur frá
insta. grunni hjartans, kcmst fyrir eyru
hins eilífa, miskunsama Guðs. Svo segir
sálmaskáldið hebreska: “Drottinn er
þeim nálægur, scm hafa sundurkramið
hjarta, og frelsar þá, sem hafa niður-
beygðan anda.