Stjarnan - 01.12.1919, Page 22
118
STJARNAN.
Sýrus, sinn smurða. Eg vil ganga á und-
an þér. — Eg vil gefa þér hina huldu
fjársjóðu og hina fólgnu dýr.gripi, svo
þú kannist við, að eg em Drottinn, ís-
raels Guð, sem útvaldi þig. ” petta var
svo merkileg opinberun frá hinum eilífa
föður, að Sýrus kannaðist við hann, sem
hinn allra hæsta Guð. Og þegar hann
enn fremur las í hinum helga spádómi,
að Guð hafði kjörið hann til að “upp-
byggja borg” sína, “og gefa heimfarar-
leyfi” hans “herleidda fólki, án kaup-
gjalds eða lausnarfjár”, þá trúði hann
því einnig. pannig lesum vér um hann:
“Á hinu fyrsta stjórnarári Sýrusar,
Persakonungs, svo að uppfyltist orð
Guðs fyrir munn Jeremia, þá uppvakti
Drottinn anda Sýrusar Persakonungs,
svo að hann lét ganga boðskap um alt
ríki sitt, og líka með bréfum kunngera:
Svo segir Sýrus Persakonungur: “Öll
jarðarinnar ríki hefir Drottinn, himn-
anna Guð, gefið mér og skipað mér að
by@gja sér musteri í Jerúsalem, sem í
Júdeu. Hver sá sem er á meðal yðar af
ölllu hans fólki, með honum mun Guð
vera, hann fari upp til Jerúsalem.”
pessi konungsskipun var géymd í
hinu mikla bókasafni í höllinni í Ekbat-
ana. Esra. 6 -.1,2. IJér um bil 50.000 Gyð-
ingar notuðu þetta tækifæri og sneru
heim til Palestinu. Hann sendi einnig
mcð þeim öll áhöld og ker musterisins,
sem Nebúkanesar hafði fluti til B.abels.
1 535 lögðu hinir heimkomnu Gyð-
ingar hornstein musterisins, en varð eft-
ir stuttan tíma mjög svo erfitt að
halda verkinu áfram. Samverjarnir, sem
sjálfir sóttust eftir að verða drotnarar
yfir Júdeu, reyndu að stöðva verkið.
Eftir að tilraun þeirra til að byggja
musterið í félagi með Gyðingum mis-
hepnaðist, leigðu þeir ráðgjafa, sem
reyndu að koma Sýrus til að leggja
verkið niður.
Daníel, sem enn þá var efsti ráðherra
ríkisins, varð mjög svo hryggur út af
þessu. En í staðinn fyrir að ræða málið
við konunginn, til þess að ónýta það
sem hinir leigðu náðgjafar höfðu komið
til leiðar, lagði hann þetta mál fram
fyrir Guð. pctta var hinn þriðja dag
hins fyrsta mánaðar, árið 534 f. Kr. sem
var þriðja ríkisár Sýrusar. Daníel bað
og syrgði í þrjár vikur og neytti engrar
dýrindis fæðu, hvorki kjöt né vín kom
inh fyrir hans varir. Yið lok þessara
þriiggja vikna, kom engill til hans og
skýrði honum frá, hvcrs vegna hefði
lregist að veita honum bænheyrslu.
“Persaríkishöfðingi stóð í móti mér 21
dag”. ” Svo langan tíma tók það Sýrus
'að rannsaka málið viðvíkjandi bygg-
ingu musterisins í Jerúsalem og, leiða
svik hinna leigðu ráðgjafa í Ijós.
GLEÐILEGAR FRÉTTIR
Mörg þakkarbréf hefir ritstjórinn
meðtekið frá kaupendum ‘Stjömunnar’
síðan hún íor að koma út. Af þessum
bréfum má sjá, að “Stjaman” finnur
alstaðar vini sem keppast um að
lesa fræðigreinar hennar, smásögur
og fréttir. pegar búið er að lesa ‘Stjörn-
una’ er oft sagt: “Stjarnan” er bczta
tímaritið, sem við nokkurn tíma höfum
keypt. Eg held eg verði að skrifa
honum Davíð og biðja hann um að
gefa það út mánaðarlega næsta
ár. ” — Og inn á borð ritstjórans koma
þess konar bréf úr öllum áttum.
Fyrir aðstoð ýmsra manna, cr ákveð-
ið að gefa “Stjörnuna” út 12 sinnum
næsta ár. Hvert hefti verður 16 blað-
síður. Verðið verður að eins $1.00.
Fræðandi saga mun ganga gegnum
allan árgaginri. Svo gleyrnið ekki að
senda inn $1.00 og skýra utanáskrift —
Bezta þakklæti fyrir öll bxéfin D. G.