Stjarnan - 01.12.1919, Page 24
120
STJAItNAN.
nægilegan nætursvefn, þá er ekki víst
að hann geti fengið hann; en vantar svo
viljann og maður lætur alla tíð kvelcl-
skemtanir, kveldvinnu eða jiara vanann
til að vaka, sitja í fyrirnimi og ekki
sinnir kröfu líkamans og kalli hans á
svefn, hvernig fer þá?
Á andlitum þúsunda manna, sem við
daglega mætum, má lesa að þeir fá al-
drei nægilegan svefn. Andlisdrættirn-
ir stirðna og vcrða óihreyfanlegir. þessi
stirðleiki hverfur þegar maður er í önn-
um. þá er ekkert að sjá eða finna, og'
það er einmitt í því, að hin mikla lrætta
við ónógan nætursvefn er innifalin, og
maður gefur því engan gaum. En er þess
konar menn eru ekki í önnum, heldur
sinna sínum daglegu störfum í kyrþey,
þá kemur þessi stirðleiki í Ijós og skýr-
leika í hugsunum vantar. Skýrleiki í
hugsunum er það scm kemur í Ijós í um-
hyggju manns. Hver þekkir ekki bæði
sinn eiginn og annara skort á um-
hyggju? 1 fæstum tilfellum er það
skortur góðs vilja og heldur ekki skort-
ur á hæfileikum; nei, það er bara þetta,
að heilinh hefir ekki fengið nægilegan
tíma til að hvíla sig. Hve mikið og á-
gætt vinnuafl eyðist. ekki þannig, bæði
í stórum og smáum stíl? Mörg hcimili
verða að líða vegna þessa ósiðar. Og
hve 'oft förum við ekki á mis við bros-
andi andlit og vingjamleg orð, af því
að menn geta ekki byrjað dagsverk sitt
eftir að hafa ekki fengið nægilegan
svefn? Heilinn hefir ekki fengið þá
hvíld, sem hann þarf með og þessvegna
verða menn þungir í skapi.
Við vitum allir, að þegar við höfum
sofið nóttina í einum dúr, eru við langt
um færari til að bera “hita og þunga”
dagsins”. þetta á einnig við heimilis-
lífið, þar sem við eigum að bera hvert
annars byrðar. það getur skeð, að við
eiguni að gera vingjarnlega athugasemd
eða smáræðisverk, sem engan tíma tek-
ur, en það sýnir að heilinn hefir fengið
hvíld og að lmg'sunin er skýr, en ekki
eins og hún væri storknuð.
Að lokum snertir þetta efni einnig
fegurð mannsins. Sá, sem getur sofið
vel, 'hefir hýrlegt andlit og lítur l)etifr
út en sá, sem hefir ónógan svefn. Svo
við skiljum, að ekkert er.eins nauðsyn-
legt fyrir heilsu, fegurð, æsku og lík-
amskrafta, eins og nægilegur svefn.
HANN VILHJÁLMUR OKKAR
Fyrir nokkru var eg við sérstakt tæki
færi í heimboði á stóru og góðu heimili,
þar sem eg oft var búinn að konia áður.
Eg vissi að þetta fólk ihafði aldrei haft
neinn áhuga fyrir bindindismálinu, svo
eg var hiséa við að sjá, að á hinu mikla
og “praktuglega” borði, þár sem mið-
degisverðurinn beið gestanna, var ekki
eitt einasta vínglas. lig hugsaði fyrst,
að þeta væri gert í virðingarskyni við
mig, svo eg spurði húsmóðurina hvort
þau væru orðin bindindismenn síðan eg
síðast hafði haft þá ánægju að koma á
heimili þeirra. Eg sá strax á henni að
spurning mín hafði snortið viðkvæman
blett í hjarta hennar og' hallaði liún sér
upp að mér og hvíslaði í eyra mér, að
hún ætlaði að skýra mér frá þessu eft-
ir máltíðina.
Stundarkorn eftir að við höfðum far-
ið frá borðinu, kom hún til mín og bað
mig að fara með sér inn í annað her-
bergi og tók eg eftir að rödd hennar
bar vott um mikla geðshræringu, þegar
hún sagði við mig: “þér spurðuð, hvort
við. værum orðin bindindis menn ? ’ ’
“Já”, svaraði eg. “ Eg tók undir
eins eftir, að engin vínglös voru á borð-
inu og varð eg við það forviða. ”