Stjarnan - 01.04.1920, Qupperneq 1
STJARNAN
Vorið.
Meðan veturinn enn var hjá oss, meðan frostið
var napurt og snjókoman mikil, óskuðum vér oft og
tíðum að vorið myndi koma. Og þegar mælirinn
sýndi “fjörutíu fyrir neðan” var eins og efinn hvísl-
aði í eyrun mannanna: “Eg held ekki að neitt vor
geti komið upp úr þessu.”
En hvað er skeð? Vorið er komið. Og veiztu
hvers vegna þetta á sér stað? — Árstíðirnar koma
af því að skapari himins og jarðar man til fyrirheita
sinna og efnir ætíð loforð sitt á réttum tíma. Einu
sinni lofaði hann þessu: “Meðan jörðin er við lýði,
skal hvorki linna sáð nq uppskera, frost né hiti,
sumar né vetur, dagur né nótt.”
Jörðin er enn við lýði, og eins lengi eru öll Guðs
fyrirheit órjúfanleg. Hann man til þeirra allra og
ekki seinkar Drottinn sínum fyrirheitum.
Innan skamms “skal upprenna sól réttlætisins
(Kristur), undir hverrar vængjum hjálpræðið er.”
Ef þig langar til að njóta þeirrar sólar, verður þú að
vera vinur hans, sem er “Ijós heimsins”
Apríl, 1920
Verð 10 Cents