Stjarnan - 01.04.1920, Side 8
56
STJARNAN
upp í lestimii á “ Yokoliama”. Mig ]aug-
ar til að þ.jóna honum eins og móðir mín
gerði. Munið þér ekki eftir ræðunni,
sem þér hélduð fyrir okkur piltunum
um biblíuna og fyrirheit hennar?”
“Jú, eg man eftir því öllu, en ekki
að ræðan hefði nein áhrif til þess betra
á þig.”
“Nei, herra skipstjóri, því að'sama
daginn fleygði ag biblíunni, sem móðir
mín hafði gefið mér, fyrir borð. Hún
viar þó búin að undirstrika hana mín
vegna- Og vitið þér hvað; hún var bú-
in að merkja þau vers, sem þér sögðuð
að hefðu frelsað okkur frá eldinum. En
nú hefi eg fengið aðra biblíu, sem
einnig er undirstrikuð. Hin sömu vers
í Sálrnunum og tíu boðorðin eru undir-
strikuð og margar aðrar ritningargrein-
ar. ”
“Hvar fanst þú þesskonar biblíu?”
spurði skipstjórinn vingjarnlega. ,
Haraldur sagði honum andlát móður
sinnar, rrm það Jíf, sem hann sjálfur var
búinn að lifa, urn fangelsisvistina, dóm-
inn sem hafði verið uppkveðinn yfir
honum og samtalið við gamla manninn
á ferjustöðinni í Oakiand.
“Já, eg þekki þann mann, ” sagði
skipstjórinn. ” Hann tilheyrir einkenni-
legum trúflokk, sem heklur laugardag-
inn heilagan í staðinn fyrir sunnudag-
inn. Hann skikli eftir hér í lestrarsaln-
um á skipinu allmikið af blöðum og
smáritum, sem skipshöfnin og farþeg-
amir geta lesið á leiðinni.”
“Já, hann sá mig lesa í biblíunni á
fci'justöðinni og þegar hann fann út að
,mig langaði til að eiga han, lét hann
mig hafa hana. Eg sbal bara segja yð-
ur, að hann var hinn bezti maður, sem
eg nokkurn tíma hefi mætt. ITann
skildi sálarástand mitt. þegar eg skýrði
honum frá, hve djúpt eg hefði sokki!ð,
vöknaði honum um augun og hann bað
fyrir mér, að eg' mætti öðlast lausn frá
öllum ástríðum og verða hluttakandi
þess hjartafriðar, sem Kristur lofaði
fylgjendum sínum. það sem hann sagði
gerði mér skilja.nlegt hvað eg ætti að
gera og nú hefi eg ákveðið að lifa reglu
lífi. Mig langar einnig ,til að biðja yð-
ur, herra skipstjóri, að hjálpa mér. ”
“Eg ætla vissulega að gera mitt
bezta til að hjálpa þér til að verða
kristinn; en eg er hræddur um að eg
geti ekki hjálpað þér til að trúa eins
og garnli maðunnn á ferjustöðinni, því
að eg held að honum skjátlist þegar
hann heldur laugardaginn. það eru einn
ig fleiri laf þessum mönnum á skipinu
— trúboðum á leið til Kína. þeir munu
hjálpa þér; en vara þú þig, að þú verð-
ir ekki afvegaleiddur. ”
Eftir að hafa talað þes,si fáu orð,
gekk skipstjórinn frá honum og Harald-
ur hélt áfram verki sínu, en mangar
spurningar komu honum til hugar-
“Hvað meinti hann, þegar hann hélt
að gamla manninum skjátlaðist? Og
í hverju var þessi trúflokkur einkenni-
legur? Og hvemig myndi eg verða af-
vegaleiddur með því að hitta og öðlast
hjálp hjá þessum trúboöum? Ekki get
eg ímyndað mér að gamli maðurinn á
ferjustöðinn myndi afvegaleiða neina
sá.l"? ’’ þannig luigsaði Haraldur við
sjálfan sig. Framhald.