Stjarnan - 01.04.1920, Síða 9

Stjarnan - 01.04.1920, Síða 9
STJAENAN 57 Trúarbragðakúgun i peg-ar æðstu prestamir forðum gátu ekki komið með kæru gegn Jesii, seim hinn rómverski landstjori mundi taka igilda, söigðu þeir að lokum — og það eftir að Pílaitus hafði í hyggju að láta hann lausan: “Ef þú sleppir honum, þá ert þú ekki vinur keisarar.s. Hver sem gerir sig að konungi, lnann rís á móti keisaranum. ” Jóh. 19:12. pað var þess vegna fölsk kæra um landráð gagnvart hinni rómversku vald stétt, sem var orsök í að sonur Guðs var dæmdur til tað krossfestast. Jesús hafði rétt áður í samitali við Pííatus sagt hon- um, að hann væri konungur og að hann væri kominn í heiminn til að bera sann- leikaum vitni og hann bætti við : “Hver sem elskar sannleikann, sá hlj ðir minni röddu-” En Gyðingarnir vildu eklíi hlusta á sannleikann; því að þeir voru ekki af sannleikarium. Jesú hafði hróp- að vei yfir þeim og afhjúpað hræsni þeirra í áheyrn fólksins. petta var þeim ennþá ferskt í minni. peir höfðu ásett sér að koma honum itil að þegja. Og til þess að komia; þessu til leiðar urðu þeir að taka hann af lífi. Af því að þessir prestar — sem að vísu voru í áliti hjá fólkinu, þó að yfir völdin vissu að fólkið var ekki að öllu leyti með þeim — gengu ríkt eftir land- stjóranum, höfðu þeir mikil áhrif á hann; og Pílatus, sem vildi þóknast þeirn, til þess að geta haldið embætti sínu og verið rómverskur landstjóri í Jerúsalem framvegis, gaf þeim í breysk leika sínum hinar á lileypidómum bygðu kröfur eftir. Hann reyndi að komast hjá ábyrgðinni, því hann vissi að það var öfund að þeir ákærðu Jesúm og dæmdu hann, af því að þeir gátu ekki staðist vizku hans og þorðu þess vegna ekki að mæta honum opinbe)- lega til þess að ræða sannleikann. Píla- tus þvoði liendur sínar meðan fjöldinn horfði á og mælti: “Sýkn er eg af blóði þessa réttláta manns; þér verðið að sjá fyrir því.” pannig var Jesús dæmdur t:l dauða vegna hinna órímilegu krafna hinna kirkjulegu leiðtoga, sem ekki gátu þolað sannleikann og yfirvöld ríki- sins urðu hlýðnir þjónar þess. piannig var einnig á miðöldunum — af því að kirkjan gat ekki þolað sann- léikarin eins og hann opinberaðist í lífi ig breytni hinna auðmjúku fylgjenda Krists, urðu sannleiksboðamir settir í fangelsi, kvaldir og á margvíslegan hátt, reyndir, ef mögulegt væri að koma þeim til að sleppa trú sinni á Guðs orð. Og jafnvel á þessum upplýstum tím- um, á tuttugustu öldinni, muinun vér sjá alt þetta endurtekið. Hinir kirkju- legu leiðtogar þjóðarinnar reyna — af því að þeir viljia ekki heyra neitt urii

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.