Stjarnan - 01.04.1920, Page 10

Stjarnan - 01.04.1920, Page 10
58 STJARNAN þaim hvíldardag, sem liimnaima Guð hefir innsett, helgað og blessað — að koma vstrangari ogstranga.ri snnnudags- lögmn í gildi í þeim tilgangi að þvinga menn til að breyta á móti hinum skýru vitnisburðum heilagrar ritningar og sannfæringu samvizku sinnar. Sunnudagalögijj, sem svo margir prestar og kirkjumenn keppast um að gera stran'gari, virðast ver,a mjög svo saklaus og meinliaiis, en það er óhjá- kvæmilegt að þau leiða ekki til trúar- bragðaofsókna. pa.r eð engin skipun um sunnudagshaldið er til í allri biblíunui, er það la.uðskilið að vandlátir kirkju- menn, þegar- þeir sjá hve kærulaust fólkið er með að halda þennan dag, reyna að stemma stigu fyrir þessu, og svo eru yfirvöld ríkisins þau, sem næst eru til að veita þeim hjálp, er þeir halda að þeir endilega þurfi með. En hvað er það ? Einmitt það sem páfavaidið gjörði á miðóldunum og ein- mitt það sem Gyðingarnir gjörðu þeg- ar þeir dæmdu Guðs son til dauða. “Vér höfum lögmál, ” sögðu þeir, “og eftir íögmálinu á hami að deyja, því að hann befir gert sjálfan sig að Guðs syni.” pegar Gyðingarnir sneru sér að hin- um rómverska landstjóra og hrópuðu: “Vér höfum engan konung nema keis- arann,” höfnuðu þeir Guði og hurfu frá honum. Kirkjan gerði hið sama eftir postulanna daga, þegar hún veik afsíðis frá Gúði sínum og drýgði andlegan hór- dóm við að sameinast ríkinu (Jak- 4:4.) og þvingaði það til að kveða upp dóma yfir þeim, sem kirkjan taldi villutrúar- menn. pegar vér höfum þessi skýru dæmi fortíðarinnar, getum vér þá siagt, að þeir sem ge.ra liið sama á þessum tímum, séu saklausari en páfavaldið og Gyðingarnir voru frammi fyrir réttlát- um Guði. “Mitt ríki er ekki laf þessum heimi, ” sagði Jesú við Pílatus, “væri mitt ríki af þessum heimi, þá hefðu þjóna.r niínir bárist til þess að eg yrði ekki fram- seldir Gyðingunum, en nú-er. mitt ríki ekki þaðan. ” Jóh. 18:36. Við Pétur sem reyndi að berjast fyrir hann með mia.nnleigum vopnum, sagði hann: “Slíðra þú sverð þitt.” Hann óskaði ekki eftir að neinn maður berðist fyrir hann. Ef hann óskaði þess, hefði hann getað fengið meíra en tólf sieitir (sjötíu og tvær þúsundii) engla til að hjálpa sér. Hann bætir við: “Ætti eg ekki að drekka bikarinn, sem Faðirinn hefir að mér rétt-” Hvers vegna þá þetta mikla óp um strangari sunnudaglög? Hefir Guð nokkru sinni heimtað af mönnum að vernda um helgihald þessa dags? Hvar í biblíunni getum vér fundið skipun um þesskonar lög? Vér lesum: “Farið og kennið öllum þjóðum, og skírið þær í nafni Guðs Föðurs, Sonar og Heilags Anda, og bjóðið þeim að igæta alls þess er eg hefi boðið yður; oig sjá, eg er með yður alla daga alt til veraldarinn- ar enda. ” Matt. 28:19, 20. En hvar er skipun frá Jesú að finna um að setja löig í gildi, sem þvinga menn til að skír- ast, til að' halda hvíldardaginn eða styðjia kirkjuna með eigum sínum? Árangurslaust le.'.tum vér að þeim frá Matteusar guðspjallinu til Opinberunar bókarinnar.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.