Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 4
84
STJARNAN
menn fara aö kippa stoöunum undan
heimilinu, er mannfélagið . dauðadæmt.
Það var ein af aðal ástæðunum fyrir
því, að hin einu sinni svo voldugu
fornu veraldarríki liggja nú í rústum.
Og eins vist og þessar syndir urðu forn-
aldarrikjunum að 'banameini, munu þær
leggja nútíðarríkin að velli. 'Níunda
hvert hjónaband leysist sundur hér i
Vesturheimi. f sumum löndum er á-
standið jafnvel enn verra. Menn eru
hættir að skoða hjónalbandið sem heil-
agt samband mill manns og konu, inn-
sett af Guði sjálfum frá sköpun heims-
ins. Hið nýtízkukvenfólk er fyrir
löngu hætt að elska heimilið og sinna
því eins og vera ber. Það eyðir tíman-
um i “klúbibum” og allra handanna fé-
lögum og vanrækir heimiljð, afkvæmið
og eiginmanninn. Hve oft sjáum vér
ekki “fínar frúr’Y??) stíga upp í bif-
reiðar sínar og setjast þar-með sinn
hundinn á hvorum ihandlegg, meðan
börnin þeirra standa eftir hjá barnfóstr-
unni og líta öfundaraugum á hundana,
sem fá að vera með “mömmu”. Hve oft
kemur ekki maðurinn heim á kveldin,
í von um að fá góðar viðtökur og að
hafa ánægjulega stund í félagi við þá
konu, sem hann hefir svarið að elska
og vernda. En hver verður oft og tið-
um reynslan, sem hann verður fyrir að
ganga í gegn um? Engin kona heima.
Eughnn floginn! Það er hvorki vott
né þurt handa honum. Hvar er hún,
sem hann elskar og hverrar samfélag
hann þráir? Er hún farin í leikhús
með félagskonum sínum, við hvers sið-
ferði maður verður að setja spurnngar-
mark? Eða er hún farin frá honum á
einhvern dansleik? Eða er hún úti á
bifreiðarferð með einhverjum öðrum
manni í næturdimmunni ? Blöðin færa
oss daglega fréttir um þess konar
hegðun. Er það furða, þó að lögfræð-
ingar og dómarar eigi annríkt í hjóna-
skilnaðarréttinum ?
Á hin.n bóginn eru menn, sem ekki
sinna heimilinu betur en þess konar
konur, sem hér fyrir ofan eru nefndar.
Sumir menn eru eru svo uppteknir af
störfum sínum, að þeir hafa aldrei tíma
til að rétta konu sinni hjálparhönd, segja
henni vingjarnlegt orð eða lesa góða
bók upphátt i félagi við hana. Aldrei
geta þeir tekið börn sin með sér út í
náttúrunnar ríki og kent þeirn að lesa
dálítið í þessari undraverðu og lærdóms-
ríku bók. Þeir eyða heldur tómstund-
um sínum með guðleysingjum, sem ekki
eru á hærra menningarstigi en svo, að
þeir hafa ánægju af að sitja klukkutím-
um samn yfir spilum, sem hafa orðið
svo mörgum ungum mönnum til falls
og góðum heimilum til tólvunar. Að
tefla var einhver hin bezta skemtun
hinna heiðnu forfeðra vorra; en er það
ekki sorglegt, að menn nú á dögum skuli
ekki vera komnir lengra á veg en þeir
voru? Margir menn elska eldvatnið,
tóbakspípuna og knattleikana meira en
þeir elska konu, born og heimili. Svo
eru menn, sem, eftir að hafa kvænst,
koma auga á stúlku, eða ef til vill konu
náungans og ímynda sér svo, að hún
muni geðjast þeim betur. Þeir leggja
glóð sér í ibarm og afleiðingarnar þekkj-
um vér. Þegar vér skoðum nútíðarlíf-
ið í heild sinni, þá er það hræðilegt.
Þessir dagar eru vissulega eins og dag-
ar Nóa. Mannsins Sonur mun vissu-
lega áður en langt líður koma sem kon-
ungur konunganna og gjöra enda á allri
eymd og synd.
Hugsið yður nú, hve margar sorgir,
hjartveiki og óánægju þess konar lifn-
aðarháttur hefir í för með sér. Hvern-
ig getur rétlátur Guð horft upp á þetta
syndisamlega líf mannanna lengur?
Sálmaskáldið hebrezka svarar þeirri
spurningu: “Tími er til kominn, að þú.
Drottinn, takir þig til; þeir hafa brotiði
þín lög. fSálm. 119: 126). Vissuiega
mun Drottinn taka sig til og halda dóm
yfir öllu þessu. En á sama tíma mun
hjálpræði hans opinherast hinum rétt-
látu, sem hafa gjört sáttmála viö Drott-
in með fórn. Þeir hafa fórnað öllu,