Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 8
88 STJARNAN Litarsveinn nokkur, sem Jóhann hét, umgekst spilta menn, og sjálfur var hann drykkjumaöur mikill, er lét blótsyrðin heyrast hvert sem hann fór og tók oft og tíöum þátt í áflogum. Hann fór illa meö konu sina og lifði mjög svallsömu lífi. Hús hans var þess vegna orðið heimili eymdarinnar. Það stóð þar að mestu leyti tómt og húsgagnalaust. Kon- an hans var tötrum kkedd. Skömm og skuld voru hinar tvær hræðilegu ylgjur, sem stöðuglega eltu hann. Einu sinni bar það við, að hann, svo að segja á móti vilja sínum, hlustaði á alvarlega áminn- ingarræðu og notaði Drottinn þessa ræðu til að fá inngöngu í hjarta hans. Hann varð mjög svo órólegur í samvizkunni og áhyggjufullur fyrir ástandi sálar sinnar, svo hann fór að sækja kirkju þrátt fyrir það, að hann var mjög illa til fara. Að lokum vann sá Drottinn, sem kom til að frelsa hið týnda, sigur í hjarta hans og hin huggunarriku fyrirheit fagnaðar- erindisins reistu þessa föllnu sál upp. Nú varð merkileg breyting á lífi hins ó- farsæla Jóhanns. Hann fór undir eins að borga hina miklu skuld, sem hann liafði á veitingahúsunum og hélt áfram að borga allar skuldir svo að hann að iokum skuldaði engum neitt nema það. að elska þá. Hann prýddi hús sitt að utan og heimili hans varð hreinlegt. Svo komu húsgögnin. Konan íhans sýndi sig ætíð vel, klædd og þegar kirkjuklukkurn- ar kölluðu söfnuðinn saman í hús Drott- ins, voru þau hjónin hér um bil undan- tekningarlaust með í hópnum. En þessi snögga breyting á þessum manni, sem áöur hafði verið alræmdur, var mjög svo eftirtektaverð. Sumir undr- uðust þetta, aðrir gjörðu gys að honum. Þeir reyndu að stríða honum; þeir freist- uðu hans; þeir úthúðuðu honum og gjörðu alt, sem þeir gátu, til þess að draga hann i burtu frá Drotni sínum. En Jó- hann stóð stöðugur i sannleikanum og allar árásir mótstöðumannanna höfðu að eins þau áhrif á hann, að hann sýndi enn meiri þolinmæði og árvekni. Hann varð að þola margt ilt í litunarhúsinu, þar 'sem hann vann með svo mörgum rudda- legum og fáfróðum mönnum. Tveir meðal verkamannanna reyndu um tíma, þó hálfhræddir, að taka málstað hans; en áður en langt um leið urðu þeir þreytt- ir á gysinu, sem hinir gjörðu að þeim, og þeir afneituðu hinni kristilegu játningu sinni, svo að þeir að lokum urðu verri en þeir nokkurn tíma höfðu verið. Þannig stóð þessi auðmjúki fylgjandi Krists aleinn aftur eins og sauður meðal úlfa. Og þó var hann ekki einsamall, því Drottinn var með honum. Stundum reyndi hann að verja mál sitt og það með rÖkum; en oftast nær fylgd hann dæmi frelsarans og þagði þegar hinir ákærðu hann og gjörðu gys að honum. Hin dæmalausa hógværð hans vakti mikía eftirtekt, þar eð hann áður hafði verið svo ofsafenginn, að félagar hans höfðu óttast hann. Auðvitað hafði ihin kristi- lega ibreytni Jóhanns áhrif á alla, sem hann umgekst. Það var andstæðingum hans miklu erfiðara að standa á móti þeim rnikla sannleikskrafti, sem breytni hans hafði í för með sér, en þeim, sem' tunga hans mælti. Einn dag voru verkamennirnr í litar- húsinu búnir að tala hér um bil klukku- stund um hvernig kristindómurinn væri orsök í allri þeirri eymd og neyð, sem má finna í heiminum, rneðan þeir á hinn bóginn stærðu sig af, að ef þeirra skoð- anir fengju framgang, mundu þær koma

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.