Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 10
90 STJARNAN Biblían talar um ýms lögmál og ýmsa sáttmála; en hún leggur sérstaka áherzlu á tvö lögmál, nefniiega lögmál Guðs, tíu boðorðin, og Móses lögmái, eða viðhafn- ar lögmáliS, og hina tvo sáttmála, hinn gamla og hinn nýja. Látum oss fyrst athuga hvað Drottinn segir um þessi tvö lögmál. Það er mik- ill munur á þeim. Lögmál Guðs var til á undan syndafallinu. 'Hitt lögmálið var gefið undir eins eftir að syndin kom inn i heiminn og eftir að fagnaðarerindið var kunngjört mönnunum. Ritningin sannar þetta. Sköpunarverk Guðs er yfirgripsmikið. Það nær yfir alheiminn, iiæði það, sem vér getum séð af honum og það, sem vér ekki sjáum. Margar plánetur eru bygðar. Þáð kennir Guðs orð oss: “Þú ert Drottinn, þú einn! þú 'hefir gjört himininn, já! himnanna himna og allan þeirra her, jörðina og alt, sem er á henni, höfin og alt, sem er í þeim, og þú gefur öllu líf, og himnanna hersveitir beygja sig fyrir þér.” þNeh. 9: 6). “Lofið Drottin, þér hans englar, þér voldugu hetjur, sem framkvæmið hans boð, þér, sem hlýðið raustu hans orða. Lofið Drottin! þér, allar hans hersveit- ir, þér hans þjónar, sem gjörið hans vilja. Lofið Drottin! þér öll hans verk, á öllum stöðum hans herradæmis. Mín sál! lofa þú Drottin!” fSálm.'— 103 : 20—22). í öndverðu var alheimurinn hið sam- einaða Guðs ríki. Lögmál Guðs, tíu boðorðn, voru grundvallarlög hans ríkis. Undir eins og hinn fyrsti engill var skap- aður, var það skylda hans að elska Guð fremur öllu öðru. Þetta var einnig skylda hinna englanna. Hið annað mikla boðorð: “Þú skalt elska náungann eins og sjálfan :þig,” var gefið þá líka; því það var skylda englanna að elska hverjir aðra. Þessu lögmáli hefir ætíð verið skift í tvö aðal boðorð: Kærleikur til Guðs (Matt. 22: 37; 5. Mós. 6: 5), og kær- ieikur til náungans fMatt. 22: 39; 3. Mós. 19: 18). “í þessum tveimur boð- orðum er innifalið alt lögmálið og spá- mennirnir.” Það er mjög svo auðskilið, að þetta lögmál var til á undan syndafallinu: “Synd er lagabrot” (1. Jóh. 3: 4). “En þar sem ekki er lögmál, þar er ekki held- ur yfirtroðsla” fRóm. 4: 13J. Það get- ur þess vegna ekki verið synd eða yfir- troðs’a, þar sem ekkert löþmál er til. Hin fyrsta synd, sem biblian talar um, var drýgð á himnum af Satan. “Hvern- ig ertu af himni ofan fallin, þú hin fagra morgunstjarna? Hvernig ertu til jarð- ar niður hrunin, þú sem varla virtir þjóð- irnar viðtals? Þú sagðir í þínu hjarta: % vil uppstiga til himins; upp yfir stjörnur Guðs vil eg setja hásæti mitt; eg vil setjast að á samkundufjallinu lengst uppi i norðri. Eg vil upp stíga á hæðir skýjanna, og líkur verða hinum Allrahæsta.”. JEs. 14: 12-14. Lesið einn- ig Esek. 28: 12-14; Lúk: 10: 18; 2. Pét. 2: 4; Júdas 6.) Auðséð er, að hann sýndi ekki hlýðni við boðorðið: “Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni og öllum huga þínum.” (Matt. 22: 37). Satan var ekki ánægður með þá stöðu, sem Guð var búinn að veita hon- uin. Hann vildi vera líkur Guði! Hann elskaði heldur ekki náungann eins og sjálfan sig. Þetta sannar þess vegna, að lögmálið, tíu boðorðin, voru til áður en maðurinn féll í synd. Þetta er í fullu samræmi við

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.