Stjarnan - 01.06.1921, Síða 13

Stjarnan - 01.06.1921, Síða 13
STJARNAN 93 Flóttinn frá rannsóknarréttinum ii. Það er undravert, aS herra Bower's æstu tilfinningar, þrátt fyrir allan árang- urslausa viðleitni til aS hylja þær, ekki skyldu vekja grun hjá bræörum hans, sérstaklega þá farmaSurinn athugaSi, að hr. Bower greiddi vanalega atkvæði á móti hinum meSlimunum, og sagSi dá- litiS beiskyrtur: “Herra Bower, þér er- uð alt af öfugu megin.” ViS tækifæri nokkurt gaf formaður- inn það glögt til kynna, hve illa Bower var fallinn til aS vera meSlimur þessa ráSs. Það barst aS honum, að sitja við hliðina á manni nokkrum, sem kvalinn var. Af tilviljun leit hann framan í hinn ógæfusama, og þegar herra Bower sá dauðans skugga breiða sig yfir hina sár- píndu ásjónu hans, féll hann samstundis meðvitundarlaus á gólfiS og hann var borinn burtu í hið vanalega sæti sitt. Þegar hann aftur komst til meðvitund- ar, sagSi formaSurinn: “Herra Bower, takið sæti yðar. Þér gjöriS yður ekki grein fyrir að það, sem fram við líkam- ann kemur, er sálunni til góðs. Annars mynduS þér ekki líða í ómegin á þann hátt.” Herra Bower svaraði, aS þaS væri eðlilegur veikleiki hans, sem orsak- aði því. “Eðli,” svaraði formaðurinn. “Þér verðið að yfirbuga eðliS (holdiðj með andanum.” Herra Bower lofaði að ieitast við að gjöra það. í sörnu svipan dó 'Iiinn ógæfusami píslarvottur og sam- talið var á enda. Herra Bower fór nú að hugsa um, hvernig hann gæti flúið frá rannsóknar- réttinum; en þegar hann virti fyrir sér erfeðilikana, sem þaS mundi hafa í för með sér, og hættuna, sem hann stofnaði sér í, ef mishepnast skyldi, bilaði kjark- urinn. Hann gat ekki fylgt hjartans löngun sinni og staSa hans kom honum í næstum óþolandi geðshræringar. Að lokum kom það fyrir, sem knúði hann til að ákveða sig til fulls, og sam- fara því gaf formaSurinn tilefni til að sýna hvernig vægðarlausar skipanir, aÞ

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.