Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 9
STJARNAN 89 niiklu gói5u til leiðar. Jóhann þagði lengi, en er þeir fóru út í hinar mestu öfgar, hyrjaði Jóhann að tala til þeirra á þessa leið: “Kæru vinir, eg er aðeins ómentaður almúgamaður, sem ekki hefi neina æf- ingu í að tala og vil þess vegna helzt dæma tréð eftir ávöxtum þess. Látum oss nú einu sinni athuga hvað skoðanir yðar myndi hafa í för með sér. Þarna eru Hans og Friðrik (tveir verkamann- anna) ; á þeim hafið þér reynt kenningu yðar. Hvaða áhrif hefir hún haft á þá? Eins lengi og þeir voru góðir kristnir menn, voru þeir vel klæddir, hófsemdar- menn i mesta máta, vingjarnlegir og góð- ir eiginmenn og feður. Þeir voru iðju- samir og ánægðir með verk sitt. En hvað eru þeir núna? Að hverskonar mönnum hefir yðar kenning gjört þá? Lítið á, hve breytingin er mikil á þeim; að sönnu ekki þeim sjálfum til góðs. Sjálfir eru þeir niðurbeygðir, önugir og vondir í skapi, svo að þeir sjaldan svara neinum manni með kurteisi. Munn- ur þeirra er fullur af blótsyrðúm og bölvunum. Þeir drekka sig fulla í hverri viku og eiginkonur þeirra eru utan við sig af sorg yfir þessu. Heimili þeirra eru í ólagi og húsgögnin eru svo að segja ekki til iheima hjá þeim. Þarna sjáið þér, hvað yðar skoðanir hafa í för með sér. “Á hinn bóginn er eg búinn að reyna kristindóminn. Það er engin þörf á að gefa yður upplýsingu um hvernig eg var áður en eg varð kristinn. Þér vitið það alt mjög svo vel. Enginn af yður drakk eins mikið og eg; enginn var eins dug- legur og eg að blóta; enginn tók eins mikinn þátt í áflogum og eg. Eg var ó- ánægður, þrætugjarn og ófarsæll. Eg fór svo illa með konu mína, að hún var rétt komin að því að svelta í hel. Eg átti hvorki peninga né lánstraust. Allir voru búnir að yfirgefa mig og eg var sjálfur farinn að hata alla menn. En hvað er eg nú orðinn? Hvað hefir kristindóm- urinn gjört fyrir mig? Guði sé lof ! Eg óttast ekki fyrir að láta yður svara þeirri spurningu. Er eg nú ekki orðinn ham- ingjusamur maður á móti því sem eg var? Getið þér mælt á móti því. að eg er trúr í verki mínu og vingj arnlegur við yður? Mundi eg áður hafa þolað það, sem eg nú verð að hlusta á frá vörum yðar? Heyrið þér nokkurn tíma illyrði í munni mínum? Sjáið þér mig nokkurn tíma í vínsöluhúsinu ? Er eg í skuld hjá nokkr- um manni? Farið til nágranna minna og spyrjið þá hvort þessi breyting hafi ekki verið mér til góðs. Eða spyrjið konu mina að því, hún getur bezt frætt yður um það. Eða lítið á hús mitt og það rnun bera vitni um mig. Já, Drotni sé lof og þökk, hér sjáið þér hvað kristin- dómurinn hefir gjört fyrir mig og þarna hvað syndin hefir komið til leiðar hjá Hansi og Friðriki.” Eftir að hafa sagt þetta, þagnaði Jó- hann. Hinir gátu ekki mætt mælsku hans. Einu sinni voru þó þessir spott- arar orðnir honum svar skuldugir.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.