Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 5
STJAENAN 85 sem getur gjört skilnaS milli þeirra og Drottins, til þess aö vera vissir um að öðlast borgararétt í friöarríki Krists; þvi það er eilíft ríki, sem aldrei skal á grunn ganga. Óhollar skemtanir. Þegar Rómaríkið var í blóma sínum, hrópaði fólkið í Rómaborg: “Panem et circensis!” fBrauð og leikilj. Kallar ekki fólkið. á hið sama í dag? Streymi ir ekki ungdómurinn í öllum löndum úr sveitunum inn í borgirnar og kaupstað- ina til þess að geta -haft “öll þægindi” og farið á óhollar skemtanir á hverju kveldi ? Margir unglingar og stúlkur yfirgefa föðurhúsin og góða framtíð i blómlegum sveitum og fara inn í bæ- ina til að verða þrælar auðvaldsins; til þess að vinna fyrir kaupi, sem hverfur eins fljótt og það kemur? Hvernig stendur á því, að menn, sem hafa tæki- færi til að verða sjálfstæðir og lifa frjálsu lífi, heldur kjósa sér þrældóm, ánauð og fátækt? Eru það ekki knatt- leikarnir, leikhúsin og danssalirnir og aðrar stofnanir af því sama tagi, sem koma öllu þessu til leiðar? Eru ‘þessi fyrirtæki mentastofnanir, þar sem mað- ur getur fengið mentun og lærdóm ? Eða hvað er það, sem menn ihorfa á í hreyfi- myndasýningahúsunum ? Jú, þar er hinn óhóflegi letingi, sem lifir hvern dag “í vellystingum praktuglega”, sýnd- ur sem hin æðsta fyrirmynd; meðan maðurinn, sem vinnur ærlega stritvinnu, er fyrirlitinn. Slepjug ást, forug við- kvæmni, fljótfærni i giftingarmálum, otrúmenska og áflog í hjónabandslif- inu, hjónaskilnaður, glæpaverk af öll- um tegundum, morð og sjálfsmorð, eru hinar oendanlegu myndalestir, sem nruna gegn um skilningarvit og heila þeirra, er þess konar skemtanir sækja. E^r það furða, þó að glæpir fari i vöxt, hjónabandið verði lítilsvirt og heimilis- lífið sé rotið ? Annan apríl þessa árs hélt þingmað- urinn Lamarzelle ræðu í franska þing- inu um hið siðferðislega ástand á Frakklandi. Hann spáir því, að, ef stjórnin taki ekki í taumana og reyni að stemma stigu fyrir spillingunni, muni h'rakkland falla í rústir eins og Róma- ríkið féll vegna hinna sömu synda. Hann skýrir frá því, að á einu leik- húsi af hinum fínustu, sem til eru í Parísarborg, hafi á 'hinum síðustu sýn- ingum ekki færri en tíu allsberar dans- meyjar stigið dans á leiksviðinu í einu. í sama bllaði er frétt um dvöl Gústavs Svíakonungs í Parísarborg. Eitt kveldið fór konungur í leikhús. Hvað mætti sjón hans þar? Dansmeyjan Dhlerys steig dansinn allsnakin á leiksviðinu. Honum ofbauð við að sjá þennan ósvífna og gjörspilta kvenmann, sem var fyrir löngu búinn að glata allri sómatilfinn- ingu, svo hann reis undir eins upp frá sæti sínu og fór út. Það eru hér um bil þrjú ár síðan maður fyrst heyrði um naktar dansmeyjar í leikhúsunum; nú er þaö alment orðið á Frakklandi. Síðan um daga Lúðviks fjórtánda hef- ir spillingarstraumurinn franski flætt inn yfir ö!l önnur menningarlönd. Lúð- vik sextándi fyrirsá voðann, sem mundi stafa af þessari spillingu, og hann hróp- aði: “Eftir vorn dag kemur syndaflóð- ið !” Meir en tíu sinnum hafa blóðstraum* arnir flætt inn yfir Erakkland síðan þessi orð voru töluð. “Það, sem maðurinn sá- ir, mun hann og uppskera.” En nú er allur heimurinn að verða eins spiltur, og hver mun afleiðingin verða? Nú, hvað sýnir og sannar - þetta, sem hér er tekið fram? Er það ekki, að orð Krists eru sönn? Að þessir tímar, sem vér lifum á, eru nákvæmlega eins og dagar Nóa og Lots voru? “Því eins og til gekk á dögum' Nóa, eins mun til ganga við tilkomu Manns- ins Sonar. Þeir átu, drukku, tóku sér konur og giftust, [án þess að hugsa um aðvörun Guðs], alt til þess dags, er Nói fór inn í örkina og flóðið kom, sem eyði- lagði þá alla. Eins gekk til á dögum Lots: þeir átu, drukku, keyptu, seldp, plöntuðu

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.