Stjarnan - 01.05.1922, Side 8

Stjarnan - 01.05.1922, Side 8
72 STJARNAN ’Þaö var önnur vinstúlka, frá hinum áhyggjujlitlu mentaskóladögum, sem einnig þurfti aS fá a‘ð vita um trúlof- un hennar og hiS mikla trúboSsverk, sem hún var íbúin aS ásetja sér aö fram'kvæma í lífinu. Nancy gekk þess vegna einn morgun í október mánuði, eftir að hún var komin aftur til Brad- ford, yfir brúna, sem lá yfir Merrimac- fljótiS til Haverhill, upp brekkuna og yfir torgiS, aS heimili Jiarriet At- woods. Harriet var einmitt seytján ára gömul og Nancy var tuttugu of eins árs í desember mánuSi. ViS sína litlu vinstúlku talaði Nancy um þá vor sína, að giftast kristniboða, sem ætlaði til Indlands. í hinum stóru brúnu aug- um Harriets mátti lesa hæði undrun og meðaumkun. I dagbók sína skrifaöi hún sama kveldið í hér um bil sama stíl og Nancy var vön að rita: “Hve hræðist ekki hjarta mitt við þessa frétt! Ef hún er fús til aö gjöra svo mikið fyrir sinn himneska föður, á eg þá aö neita að veita því íandi dá- litla hjálp, sem þegar er umkringt af hinu bjarta ljósi Guðs orðs? Eg hefi í dag haft meiri áhuga á frelsun heiðingj- anna, en eg nokkurn tíma á æfinni hefi haft....... Hvað get eg eiginlega gjört til þess að ljós fagnaðarerindisins geti lýst þeim? Þeir líða undir lok af þekk- ingarskorti, meðan eg nýt hinna dýrð- légu forréttinda kristilegs lands. Hinn góði Guð leiði mig; æ, að hann vildi hjálpa mér á einn eða annan veg, að verða þessum formyrkvuðu mönnum til blessunar.” Ekki leið mánuður, þangað til eftir- fylgjandi linur fundust i þessari sömu dagbók: “Svefninn víkur frá mér, og sál mín er umkringd af þoku áhyggjunnar; æ, að Guð vildi leiðbeina mér; ó, að hann vildi sýna mér stig skyldunnar og hjálpa mér til að víkja ekki af honum.” Á hinu stutta millibili var Harriet og hið unga kristniboðsefni, Samuel

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.