Stjarnan - 01.02.1923, Qupperneq 13
STJARNAN
29
páskahátíS, sem haldin var voriö eftir,
áriö 28 e. Kr. Samkvæmt þessu verða
fjórðu páskarnir, þegar hann var kross-
festur. I Jóhannesar guöspjalli er minst
á þessar fjórar páskahátíöir:
1) Jóh. 2: 12, 13—“Og páskahátíð
Gyðinga fór í hönd, þá ferðaðist Jesús
upp til Jerúsalem’’ (28. e. Kr.J.
2) Jóh. 5: 1—“Eftir þetta var hátíð
Gyðinga og Jesús fór upp til Jerúsalem.”
Að vísu stendur ekki hér að það hafi
verið páskahátíð, og biblíuskýrendur hafa
mismunandi skoðanir þessu viðvíkjandi.
En hið spámannlega tímabil sýnir oss,
að fjórar páskahátíðir hljóta að koma
milli skírnar Krists og krossfestingar
hans. Auk þess voru páskarnir sú há-
tíð, sem GyðJngar voru sérstaklega á-
mintir um að fara til Jerúsalem á. (2Q.
e. Kr.).
3) Jóh. 6: 4—“En þá voru páskar, há-
tíð Gyðin'ga í nánd” (30. e. Kr.).
4) Jóh. 13: 1—“En fyrir páskahátíð-
ina, þar eð Jesús vissi að hans stund var
komin”. (31. e. Kr.J.
Sjöundin var hálfnuð, tíminn var kom-
inn, að hinn smurði skyldi afmáður
verða og ekki framar á lífi vera. Dan.
9: 26. Hann gaf sitt líf fyrir oss.
“Hann var vegna vorra misgjörða særð-
ur og fyrir vorra synda sakir lemstrað-
ur, hegningin lá á honum, svo vér hefð-
um frið> og fyrir hans benjar urðum vér
heilbrigðir.” (Es. 53: 5).
“Hann mun gjöra fastan sáttmála við
marga á ernni sjöundinni”.
Þegar fylling tímans var komin, lét
Kristur lif sitt fyrir oss á krossinum.
Það mál er alt of yfirgripsmikið til að
geta talað um það ýtarlega í þessu stutta
yfirliti yfir spádómana og uppfyllingu
þeirra. Hin mikla fórn, sem Kristur
.færði fyrir oss á krossinum, verður lof-
gjörðar og umtalsefni hinna hólpnu um
alla eilífð. Skoðanir heimspekinganna á
friðþægingu og milligöngu Krists virð-
ast einungis varpa skugga á hinn heilaga
sannleika. “Hann dó fyrir mig.” Það
er aðalatriðið. Hæðin, dýpt.in, lengdin
og breiddin á hinum órannsakanlega rík-
dómi Krists eru innifaldar í þvi, að til-
einka sér i trúnni þennan dýrmæta sann-
leika: “Hann dó fyrir mig.” Hann
elskaði mig og gaf sig sjálfan út fyrir
mig.
tOrð heilagrar ritningar, sem tala um
kærleika Krists, líf hans og dauða fyrir
oss auma syndara, lækna vora syndsjúku
sál og veita oss eilífa huggun og von.
“Að hálfnaðri sjöundinni,” á miðju
þessu síðasta sjö ára tímabili spádóms-
ins, var krossinn reistur og Jesús leið
dauðann fyrir heimsins syndir.
“Og þegar eg verð upphafinn frá
jörðu, mun eg alla til mín dragá.” ýjóh.
12: 32). Þess vegna verikar Guðs andi
á hjörtu mannanna til að draga þá nær
Guði. Á þeim degi, sem Guð mun dæma
hið hulda hjá mönnunum, þá mun þessi
rödd samvizkunnnar annað hvort ásaka
eða afsaka þá, sem ek-ki hafa hið ritaða
orð.” fRóm. 2: I5> 16J. Rödd Guðs
gegn um samvizkuna talar til hjartna
þeirra, því að Jesús, hinn eilífi sonur
Guðs, dó fyrir alla, svo að allir gætu
trúað sér til sálu-hjálpar. “Það var hið
sanna ljós, sem upplýsir hvern mann,
sem kom í heiminn”. JJóh. 1:9).
“Þ.ví svo elskaði Guð heiminn, að
hann gaf sinn eingetinn son, til þess að
hver, sem á hann trúir, ekki glatist, held-
ur hafi eilíft lif.” fjóh. 3: 16).
Jesús sendi lærisveina sína út um heim-
inn til að flytja þessi fagnaðartíðindi.
Sjötíu vikur, — 490 ára tímabil — voru
ákveðnar Gyðingaþjóðinni frá þeim tíma
að Esra afhenti skipunina. -Gyðingun-
um hafði verið gefið sérstakt ætlunar-
verk í frelsunaráformi Guðs. Það var
ekki vegna þess, að Guð hafði ekki alla
tíð elskað menn, heldur vegna þess, að
þeir, sem afkomendur Abrahams- voru
fyrir löngu kallaðir og útvaldir til að
verða öllum þjóðum til blessunar með