Stjarnan - 01.02.1923, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.02.1923, Blaðsíða 15
STJARNAN 31 STJARMAN kemur út mánaöarlega. t'Jtgefendnr : The Western Canadian Union Conference of S.D.A . Stjarnan kostar $1.50 um áriö í Canada, Bandaríkjunum og á Islandi fBorgist fyrirfram). ' 1 Ritstjóri og Ráðstnaður : DAV ÍÐ GUÐBRANDSSON Skrifstofa: 302 Nokomis Building, Winnipeg, Manitoba, Canada. Talsími: A-4211 FRÉTTIR. Þegar fulltrúar hinna ýmsu þjóSa ætl- uöu að borga kostnaöinn í sambandi viö ráöstefnuna, sem haldin var í Genóa í fyrra, torguðu Bretar með gulli, Frakk- arnir með góðum Pappír. Þjóðverjar komu með svo litla flutnings bifreið hlaðna mörkum. Austurríkismenn komu með farmskrá og sögðu: “Hér úti er járnbrautarvagn hlaðinn krcnum, sem vér höfum sent yður. Hér er farmskrá- in.“ Rússarnir komu með litinn böggul og sögðu: “Vér borgum reikning vorn með þessum.” Sumir héldu, að það væri gullskart. Hann var mjög þungur. Þeir opnuðu böggulinn og fundu svolitla prentvél. Þá sögðu Rússamir: “Herr- ar, hér er prentvél. Þér megið prenta alla þá rússnesku peninga, sem þér þurf- ið með og þannig borgað yður sjálfir, svo framarlega sem þér sjálfir útvegið yður pappirinn.” Fyrir stuttu keypti múrari nokkur mál- verk á uppboði, sem haldið var i Lund- únaborg. Hann borgaði eitt pund sterl- ing ($5.00) fvrir myndina. Þegar hann kom heim, fór konan hans að hreinsa myndina og kom þá undirskrift hins fræga listamanns, Rembrandts, i ljós. Það er nú sannað, að undirskriftin er ekta og myndin er þess vegna margra þúsunda punda virði. Svona er það, þegar hamingjan hleypur upp í hendurn- ar á manni. Samkvæmt hinum síðustu útreikning- um munu tvö lóð af gulli kaupa seytján klukkutima hagleiksvinnu í Bandaríkj- unum, en á Englandi fimtíu klukkutima, í Japan níutíu og fimm klukkutima, á Frakklandi eitt hundrað og seytján klukkutíma og á Þýzkalandi níu hundr- uð og einn klukkutíma. Vegna hinna tiðu flóða í Síam, er meiri parturinn af hinum sjötíu þúsund- um húsa í Bangkok, sem er höfuðborg landsins, bygður á bambúsflotum. Þeg- ar svo flóðið kemur, fljóta húsin á vatn- inu og alt er skráþurt inni. Austurálfu- þjóðirnar standa ekki vestrænu þjóðun- um að baki í því að vera ‘“praktiskar.” f Peroria í Illinois ríkinu hefir maður nokkur smíðað stóra klukku úr timbri. Sýnir þessi klukka sekúmdur- mínútur, stundir, vikudaga og mánaðardaga, og ekki þarf að draga hana upp nema einu sinni á ári. Hún hefir sjö hreyfingar og sjötíu og tvö tannhjól. Dingullinn er átta fet á lengd. Það eru fleiri en eitt þúsund spýtur í þessari klukku.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.