Stjarnan - 01.02.1923, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.02.1923, Blaðsíða 11
STJARNAN 27 skelfileg og svo miklu tilfinnanlegri, þegar hann hugsaði um mótsetninguna, nefnilega, að hafa hjá sér sína kæru eig- inkonu, sem tók svo mikinn þátt í starfi hans og sýndi svo mikinn áhuga fyrir hinu mikla lifsverki hans. Þegar skipið, sem flutti hana, kæmi inn á höfnina, mundi hann aftur fagna yfir tilver- unni. Þegar vorið kom aftur, sáust ýms merki upp á nýtt lif og starf á kristni- hoðsstöðinni í Rangoon. Hin léttu fóta- tök konu heyrðust í húsinu og vitnuðu þau um, að hún væri búin að fá heilsuna aftur. Einnig náði hljómurinn af barns- rödd inn í framstofuna, þar sem herra Judson sat með kennara sínum. Hið þurra, forna, birmanska mál varð eins og alt í einu lifandi við þetta heimilis- hljóð. Frú Judson var nú fyrir löngu búin að taka við stjórn heimilisins, svo að maður hennar gæti hindrunarlaust stundað nám sitt. Þess vegna var oft og tíðum hennar eigin námi slitið — þeg- ar hún þurfti aö sjá um ýmislegt við- víkjandi heimilinu. En það kom í ljós, að þessar hindranir voru hin fljótasta leið til að öðlast orðafjöldann. Oft í umgengni sinni við þjónana, varð hún að tala birmönsku allan daginn. Hin litla Emely lærði einnig smám saman birmönsk orð og setningar þangað til að hún fór að tala máliö og syngja nokkra söngva. Og þó að hún var í landinu að eins sex ár, gleymdi hún aldrei seinna meir í lífinu að tala og rita hið birm- anska mál. Sálmur, sem hún oft söng, þegar hún stálpaðist, kallaöi æfinlega tárin fram í augun hennar, þó að hún gæti ekki gert sér grein fyrir þvi. Þannig liðu í annríki hinir fögru vor- og sumardagar, þangað til að hið farsæla haust kom. Eins og undanfari hinnar miklu gleði, sem beiö þeirra, komu góð tíðindi frá Vesturheimi, sem fyltu hið litla heimili í Rangoon með þakklæti. Eftir að hafa beðið i þrjú ár, fengu þau vissu fyrir því, að hinir amerísku Bapt- istar höfðu tekið herra og frú Judson í þjónustu sína og þeir mundu bera ábyrgð á því, að kaup þeirra yrði borgað fram- vegis. Þessari byrði var þess vegna létt af herðum hinna ensku trúboða í Seram- pore, sem um allan þennan tíma höfðu, samkvæmt fyrirheiti sínu, útvegað þess- um tveimur amerisku kristniboðum pen- inga úr sinum eigin litla sjóði. Rás viðburðanna í Guðs hendi. Bftir Willicm A. Spicer. X. “Hann mun gjöra fastan sáttmála við marga á seinni sjöundinni.” Hinar sextíu og níu vikur af þessu spádómstímabili enduðu þegar Kristur, hinn smurði, kom fram árið 27 e. Kr. Þar næst fylgdi hin síðasta sjöund eða vika af þessu timabili—sjö síðustu árin. “Að hálfnaðri sjöundinni” mundi hinn smurði aftaka sláturfórnina. fDan. 9: 27). Þannig sjáum vér, að spádómurinn um hinar sjötíu vikur snertir hinn mik- ilvægasta atburð, krossfestingu Krists, sem ekkert getur komist í samjöfnuð við þar til Kristur kemur aftur í dýrð og vegsemd, sem íkonungur konunganna og drottinn drotnanna. Jafnvel þá verður krossinn hans mesta vegsemd. Honum er gefið nafn, sem er öllum nöfnum æðra, af því að hann lítillækkaöi sig sjálfan alt til dauðans, “já, alt til dauð- ans á krossinum.” “í fylling tímans” sendi Guð sin sinn son í líking syndugs holds. Það var dá- samlegt að fá að lifa á þeim tíma. Þeg-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.