Stjarnan - 01.03.1924, Side 7
STJARNAN
39
til GutSs er að vér höldum hans boðorö"
(i. Jóh. 5:3;.
“Betri þolinmóð'ur maður en þótta-
fullur” JPréd. 7: 8). ÞaS er þess vegna
verk andans, að gjöra menn þolinmóða.
Af því var Kristur og eins vel þjónar
hans, bæði á undan krossinum og á eftir,
hinir þolbeztu menn, sem þessi hei'mur
hefir séð.
“En yfir Davíðs hús og Jerúsalemsbúa
úthelli eg líknar- og bænaranda” (Sak.
12: 10). Svo vér sjáum, að þeir, sem
meðtaka anda Guðs í hjartað, verða
líknsamir og menn bænarinnar.
í 2. Kor. 13: 4, sjáurn vér, að Kraftur
mun fylgja þeim, sem öðlast anda Guðs.
Og hjá Es. 11: 2 lesum vér, að andi
þekkingar mun hvíla yfir þeim. Svo ef
þú mætir einhverjum, sem segist hafa
anda Guðs, en kæri sig ekkert um að
öðlast þekkingu á Guðs orði, þá getur
þú vitað fyrir vist, að það er alls ekki
Guðs andi, sem hvílir yfir honum. Skort-
ur á þessari þekkingu mun að lokum
eyðileggja fólkið, því þannig lesum vér
hjá Hós. 4:6: “Eýður minn verður af-
máður, af því að hann hefir enga þekk-
ingu.” Vegna þess, að allur heimurinn
vanrækir að lesa Guðs orð dagelga og
breyta eftir því, fer hann á mi's við þekk-
inguna á Drotni og fylgir í staðinn höfð-
ingja þessa heims. Heimurinn hefir
alla tíð, síðan syndin ’kom inn, verið há-
vaðasamur, þess vegna getur þú slegið
því föstu, að í þeim kirkjum, sem há-
vaðinn og gauragangurinn heyri’st lang-
ar leiðir, er heimsandinn ríkjandi, en
andi Guðs hvergi nálægur. Hvar í ritn-
ingunni finnur þú, að þjónar Guðs i
fornöld, sem töluðu “knúðir af Heilög-
um Anda”, gjörðu hávaða eða væru að
ólátast? Þeir voru kyrlátir, friðsamir
og hógværir menn. Sbr.: Nói, Abra-
ham, Móses, Job, Elías og Daníel. Guð
himnanna er Guð friðarins, en ekki Guð
óeirðar (1. Kor. 14:33). Guðs andi er
þess vegna öldungis í því fó'lki, sem
hefir anda friðarins á samkomum sín-
um.
Hvað tungutali viðvíkur, get eg sagt
þér, að ritningin kennir 'skýrum orðum,
að það hafi verið virkileg tungumál,
mannamál, sem Heilagur andi kendi
postulunum að tala, því vér lesum:
“En þar voru Gyðingar búsettir i Jerú-
salem, guðræknir menn af öllum þjóð-
um undir himninum. En er þetta hljóð
heyrðist, kom mannfjöldinn saman, og
honum brá mjög við, því að þeir heyrðu
hver einn þá mœla á sína tungu. Og all-
ír urðu forviða og undruðust og sögðu:
Eru ekki allir þessir, sem tala, Galíleu-
menn? Og hvernig beyrum vér, hver
og einn, talað á eigin tungu vorri, er
vér erum fœddir meS Vér heyr-
um þá tala á vorum tungum um stór-
merki GuSs. (Post. 2: 5-11). En til þessa
dags hefir ekki eitt einasta orð af því,
sem talað er af þeim mönnum, sem þú
hlustaðir á, verið skilið eða útlagt; og
er það í sjálfu sér nægileg sönnun fyrir
því, að það al’ls ekki er frá Guði.
Þar sem andi Guðs er viðstaddur, í
ríkurn mæli, er kyrð, friður, glögg þekk-
ing1 á Guðs orði og skilningur; því andi
Guðs minnir menn á það, sem þeir hafa
lesið í ritningunni og rannsakað, og þar
er innbyrðis elska, sem. aðgreinir þá frá
hinum kaldranalega heimi kringum þá.
Andi Krists skipi öndvegi hjarta þíns og
leiði þig í allan sannleikann, er bæn mín