Stjarnan - 01.03.1924, Side 9
STJARNAN
4i
sama viöburð, nefnilega myrkva sólar-
innar, ritaöi hann:
“Sólin mun snúast í myrkur og
tunglið í blóö, áöur en hinn mikli og óg-
urlegi dagur Drotti’ns kemur.” Og þar
næst bætir hann við: “Sól og tungl eru
myrk orðin og stjörnurnar hafa mist
birtu sína fjóel 3: 4, 20J.
Þessi nákvæma upptalning rættist
bókstaflega. Þó aö tungliö á þeim tíma
væri komiö fáeina klukkutíma yfir fyll-
ingu, þegar þaö vanalega 'skín alla nótt-
ina, segir Stones “History of Beverly”
fMassachusettsJ, um það: “Nóttin, sem
fylgdi þeim degi [19. maí 1780] var svo
kolniöamyrk, að í sumum tilfellum var
ekki mögulegt aö þvinga hesta til að
yfirgefa hesthúsin, þegar menn þurftu
aö nota þá.”
Um áhrifin, sem þessi nótt hafði á
menn og um komu tunglsi'ns, þegar það
seinna varö sýnilegt, ritaði Milo Bost-
wick:
“Faðir minn og móðir, sem voru mjög
guörækin, héldu að dómsdagur væri í
nánd. Þau sátu uppi þá nótt. Seinni
part næturinnar hvarf myrkrið, sögöu
þau, og himininn virtist vera eins og
hann vanalega er, en tunglið, sem var í
fyllingu, leit út eins og blóð.”
Stjörnurnar hrapa.
Hin næstu fyrirbrigði, sem frelsarinn
fyrirsagöi, voru stjörnuhrapið. Sama
táknið er einnig fyrirsagt í Opinb. 6:
13: “Og stjörnur himinsins hröpuðu
niður á jörðina eins og fíkjutré skekið af
stormvindi fellir vetraraldin sín.”
Professor Olmsted segir:
“[Stjörnujhrapiö í 1833 var þannig,
að það náði ekki yfir neitt litilsháttar
svæði af yfirboröi jarSarinnar; frámiðju
Atlantshafinu í austur til Kyrrahafsins
í vestur; frá norðurströnd Suður Ame-
ríku til óákveðins svæðis í hinum brezku
nýlendum í norður, voru þessi fyrir-
brigði sýnileg !og litu hér um bil alls-
staðar eins út.”
Tákn á jórSinni.
Eins og sumir spámenn hafa gjört,
talaöi frelsarinn ekki einungis urn tákn
á himnum, heldur og um teikn þau, sem
mundu koma fram á jörðinni, þegar
hann sagði’: “Þá mun og í ýmsum stöð-
um vera hallæri, drepsótt og landskjálft-
ar.”
Hallœri.
í staöinn fyrir að fækka og ekki verða
eins hræðileg, eru hallærin nú hin
grimmustu, sem heimurinn hefir séð.
Jafnvel á friðartímum deyja þúsundir
á ýmsum stöðum í heiminum. Indland
og Kína hafa tapað þúsundum manna á
hallærisárum.
Drepsóttir.
Frá þeim degi, þegar hinn mikli spá-
dómur frelsarans var gefinn og þangað
til nú, hafa tæringin, lungnabólga, kól-
era og influenza tekið líf fjölda manna.
Samkvæmt skýrslu Heckers, dóu fimm
miljónir manna af drepsóttum í Norð-
urálfunni á fjórtándu öldinni, hlutfalls-
lega tvö hundruö og fimtíu þúsundir á
ári hverju alla öldina. Margar miljónir
manna dóu af influenzu í 1918.
Landskjálftar.
Meðal hinna hræðilegustu fyrirbrigöa
í náttúrunni eru landskjálftarnlr. Ein-
hver hinn skæðasti þeirra allra var land-
skálftinn í Eisabon 1. nóvember 1755.
Hann hefir ekkert fordæmi í sögunm.
Níutíu þúsundir manna létu líf sín á fá-
einum augnablikum og eignatjónið nam
svo mörgum miljónum dollara, aö eigi
var tölu á komið. En meðan Lisabon
landskjálftinn er alkunnur, þá er hann
þó ekki nema einn af hinum mörgu, sein
sýna oss hve mikill óstööugleiki jaröar-
innar er.
Bæöi í ítalíu og Californiu hafa kom-
íö margir landskjálftar síðan um alda-
mótin 1900. Þeir höföu mikið mann-
tjón í för með sér ásamt miklu eigna-
tjóni. Skjálftarnir í apríl 1906 og í